Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 61

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 751 íðorðasafn Örverur og sýklar Sýkill er örvera (microbe, micro-organism), örsmá lífvera sem sýkt getur tilteknar lifandi verur og valdið sjúklegum breytingum í vefjum þeirra. Helstu flokkar sýkla eru bakter- íur (bacteria), sveppir (fungi) og frumdýr (protozoa). Þó að heitið microbe hafi eingöngu verið ætlað þeim lífverum sem sjást í smásjá, þá fjallar sýkla- fræðin einnig um veirur (viru- ses), sem eru of smáar til að sjást í ljóssmásjá, og orma (hel- minths), sem vel sjást með ber- um augum. Sýklar og sníklar Rétt er að ítreka það að sýkl- ar eru allar þær örverur sem geta sýkt og valdið sjúklegum breytingum hjá öðrum lífver- um. Heitið er ekki takmarkað við bakteríur. Rotverur (sap- hrophytes) nefnast þær örverur sem lifa í rotnandi lífrænu efni, en sníklar (parasites) þær sem lifa á öðrum lifandi verum og fá næringu frá þeim. Merking heit- isins sníkill í læknisfræðilegu samhengi er þó núorðið gjarnan þrengri og vísar þá eingöngu í þau frumdýr og orma, sem sýkja menn. Mikilvægur flokkur ör- vera (commensal micro-orga- nisms) lifir hins vegar á mannin- um án þess að valda sjúkdómi eða sjúklegum breytingum. Þær mætti nú kalla gistiverur. Með hljóðlíkingu við heitið sníkill gæti ^istivera einnig heitið gist- ili. Ymsar gistiverur valda þó sjúklegum breytingum þegar sýklavarnir líkamans bila eða þegar þær komast inn í vefi gegnum rofið yfirborð. Slíkar verur nefnir Iðorðasafnið tæki- færissýkla. lækna 70 Sýklaheiti Heiti ýmissa sýkla hafa verið þýdd á íslensku og hljóma dá- vel. Nefna má keðjuhnettlu fyrir Streptococcus, klasa- hnettlu fyrir Staphylococcus, bogsýkil fyrir Campylobacter, snældugeril fyrir Clostridium og veiru fyrir virus. Flest íslensku sýklaheitin eiga þó erfitt upp- dráttar. Sum sýnast hjákátleg, svo sem blóðfíkill fyrir Hemo- philus og iðrakeðjusýkill fyrir Enterococcus, en önnur óhæfi- lega stirðleg, svo sem lungna- bólgustafsýkill fyrir Klebsiella pneumoniae. Enn fremur má segja að nákvæmni skorti, þegar almennt lýsandi heiti kemur í stað fræðilegs nafns sem á að vera einhlýtt, til dæmis lungna- hnettla, eða lungnabólgubakt- ería fyrir pneumococcus. Heitið bacterium (fleirtala bacteria) er myndað af gríska orðinu baktron sem merkir staf- ur. íðorðasafnið gefur íslensku heitin baktería, sem er kven- kynsorð, og gerill, sem er karl- kynsorð. Heitið gerill vísar til þess að flestar bakteríur geta gerjað, sundrað vissum lífræn- um efnasamböndum og breytt þeim í einfaldari efni. Gerjunar- hæfni baktería er nú notuð við bakteríurannsóknir til að að- greina tegundir þeirra. Gerill er þó gagnslítið heiti annars staðar en á rannsókastofum, enda nota flestir læknar nú heitið baktería í daglegu starfi. Sýklar eru margir og tegund- um þeirra virðist stöðugt fjölga. Stöðugt er unnið að grunnrann- sóknum á sýklum og sú vitn- eskja sem fæst leiðir stundum til þess að viðtekin flokkun breyt- ist eða að skipta verður um nöfn á ákveðnum tegundum. Nægir að nefna bakteríuna Helico- bacter, sem fyrir skömmu hét Campylobacter og þar áður Vibrio. Heiti sýkla eiga sér margvíslegan uppruna, oft eru þau dregin af nöfnum vísinda- manna (Salmonella, Escher- ichia, Klebsiella, Neisseria, Nocardia), stundum af sérstöku útliti (Streptococcus, Dip- lococcus, Clostridium, Hel- icobacter, Corynebacterium, Spirochaeta), en einnig af stað- setningu sýkingar í líkamanum (Pneumococcus), sjúklingahópi sem hefur veikst af þeirra völd- um (Legionella), búsetu í lík- amanum (Enterococcus) eða jafnvel af hegðun á smásjárgleri (Vibrio). Mannanöfnin er óger- legt að þýða á íslensku og einnig mörg hinna, svo að vel sé. Umritun sýklaheita I pistli í Fréttabréfi lækna í ágúst 1990 fjallaði Karl Kristins- son læknir um nafngiftir í sýkla- fræði. Þar kemur fram að ein- ungis örfá hinna íslensku bakt- eríuheita séu í notkun og segir Karl beinum orðum; Óþarfi er að íslenska öll bakteríunöfn. Undirritaður vill nú stíga skrefi lengra og leggur til að bakteríu- heiti verði ekki lengur þýdd á íslensku heldur umrituð nokk- urn veginn hljóðrétt eins og heiti lyfja og lyfjaefna. Sem dæmi má taka: stafýlókokkur, streptókokkur, salmónella, eserikía, klebsíella, Iistería og hemófílus. Æskilegt væri að fenginn yrði vinnuhópur til að ganga frá samræmdum reglum. Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.