Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 61
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 751 íðorðasafn Örverur og sýklar Sýkill er örvera (microbe, micro-organism), örsmá lífvera sem sýkt getur tilteknar lifandi verur og valdið sjúklegum breytingum í vefjum þeirra. Helstu flokkar sýkla eru bakter- íur (bacteria), sveppir (fungi) og frumdýr (protozoa). Þó að heitið microbe hafi eingöngu verið ætlað þeim lífverum sem sjást í smásjá, þá fjallar sýkla- fræðin einnig um veirur (viru- ses), sem eru of smáar til að sjást í ljóssmásjá, og orma (hel- minths), sem vel sjást með ber- um augum. Sýklar og sníklar Rétt er að ítreka það að sýkl- ar eru allar þær örverur sem geta sýkt og valdið sjúklegum breytingum hjá öðrum lífver- um. Heitið er ekki takmarkað við bakteríur. Rotverur (sap- hrophytes) nefnast þær örverur sem lifa í rotnandi lífrænu efni, en sníklar (parasites) þær sem lifa á öðrum lifandi verum og fá næringu frá þeim. Merking heit- isins sníkill í læknisfræðilegu samhengi er þó núorðið gjarnan þrengri og vísar þá eingöngu í þau frumdýr og orma, sem sýkja menn. Mikilvægur flokkur ör- vera (commensal micro-orga- nisms) lifir hins vegar á mannin- um án þess að valda sjúkdómi eða sjúklegum breytingum. Þær mætti nú kalla gistiverur. Með hljóðlíkingu við heitið sníkill gæti ^istivera einnig heitið gist- ili. Ymsar gistiverur valda þó sjúklegum breytingum þegar sýklavarnir líkamans bila eða þegar þær komast inn í vefi gegnum rofið yfirborð. Slíkar verur nefnir Iðorðasafnið tæki- færissýkla. lækna 70 Sýklaheiti Heiti ýmissa sýkla hafa verið þýdd á íslensku og hljóma dá- vel. Nefna má keðjuhnettlu fyrir Streptococcus, klasa- hnettlu fyrir Staphylococcus, bogsýkil fyrir Campylobacter, snældugeril fyrir Clostridium og veiru fyrir virus. Flest íslensku sýklaheitin eiga þó erfitt upp- dráttar. Sum sýnast hjákátleg, svo sem blóðfíkill fyrir Hemo- philus og iðrakeðjusýkill fyrir Enterococcus, en önnur óhæfi- lega stirðleg, svo sem lungna- bólgustafsýkill fyrir Klebsiella pneumoniae. Enn fremur má segja að nákvæmni skorti, þegar almennt lýsandi heiti kemur í stað fræðilegs nafns sem á að vera einhlýtt, til dæmis lungna- hnettla, eða lungnabólgubakt- ería fyrir pneumococcus. Heitið bacterium (fleirtala bacteria) er myndað af gríska orðinu baktron sem merkir staf- ur. íðorðasafnið gefur íslensku heitin baktería, sem er kven- kynsorð, og gerill, sem er karl- kynsorð. Heitið gerill vísar til þess að flestar bakteríur geta gerjað, sundrað vissum lífræn- um efnasamböndum og breytt þeim í einfaldari efni. Gerjunar- hæfni baktería er nú notuð við bakteríurannsóknir til að að- greina tegundir þeirra. Gerill er þó gagnslítið heiti annars staðar en á rannsókastofum, enda nota flestir læknar nú heitið baktería í daglegu starfi. Sýklar eru margir og tegund- um þeirra virðist stöðugt fjölga. Stöðugt er unnið að grunnrann- sóknum á sýklum og sú vitn- eskja sem fæst leiðir stundum til þess að viðtekin flokkun breyt- ist eða að skipta verður um nöfn á ákveðnum tegundum. Nægir að nefna bakteríuna Helico- bacter, sem fyrir skömmu hét Campylobacter og þar áður Vibrio. Heiti sýkla eiga sér margvíslegan uppruna, oft eru þau dregin af nöfnum vísinda- manna (Salmonella, Escher- ichia, Klebsiella, Neisseria, Nocardia), stundum af sérstöku útliti (Streptococcus, Dip- lococcus, Clostridium, Hel- icobacter, Corynebacterium, Spirochaeta), en einnig af stað- setningu sýkingar í líkamanum (Pneumococcus), sjúklingahópi sem hefur veikst af þeirra völd- um (Legionella), búsetu í lík- amanum (Enterococcus) eða jafnvel af hegðun á smásjárgleri (Vibrio). Mannanöfnin er óger- legt að þýða á íslensku og einnig mörg hinna, svo að vel sé. Umritun sýklaheita I pistli í Fréttabréfi lækna í ágúst 1990 fjallaði Karl Kristins- son læknir um nafngiftir í sýkla- fræði. Þar kemur fram að ein- ungis örfá hinna íslensku bakt- eríuheita séu í notkun og segir Karl beinum orðum; Óþarfi er að íslenska öll bakteríunöfn. Undirritaður vill nú stíga skrefi lengra og leggur til að bakteríu- heiti verði ekki lengur þýdd á íslensku heldur umrituð nokk- urn veginn hljóðrétt eins og heiti lyfja og lyfjaefna. Sem dæmi má taka: stafýlókokkur, streptókokkur, salmónella, eserikía, klebsíella, Iistería og hemófílus. Æskilegt væri að fenginn yrði vinnuhópur til að ganga frá samræmdum reglum. Jóhann Heiðar Jóhannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.