Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 9

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 773 Nikulás Runólfsson Nikulás Runólfsson fæddist að Velli í Hvol- hreppi 31. ágúst 1851. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar árið 1877 og dvaldi erlendis allar götur síðan. Meðfylgjandi grein eftir Nikulás birtist í Eimreiðinni árið 1896 (1). Valtýr Guð- mundsson ritstjóri Eimreiðarinnar ritaði eftir- mála með greininni (2), er hann einnig birtur hér. I grein Leós Kristjánssonar, sem hér er stuðst við (3), kemur fram að Nikulás Runólfs- son var fyrstur íslendinga til að ljúka háskóla- prófi í eðlisfræði. Nám sitt stundaði hann við Den Polytekniske Læreanstalt í Kaupmanna- höfn 1885-90. Meðfram og að loknu námi vann Nikulás að margvíslegum tilraunum við skól- ann og annaðist einnig að hluta verklega eðlis- fræðikennslu yngri stúdenta. Árið 1891 hlaut Nikulás styrk frá Hafnar- háskóla til að leggja stund á eðlifræðirannsókn- ir í París. Dvaldi hann í París næstu tvö árin og komst þar í kynni við marga af fremstu vísinda- mönnum eðlisfræðinnar. Wilhelm Konrad Röntgen birti fyrstu niður- stöður sínar um geisla þá sem við hann eru kenndir í desember 1895. Strax í janúar 1896 voru fyrstu röntgenmyndirnar teknar við Den Polytekniske Læreanstalt og tók Nikulás Run- ólfsson þátt í því. Þessi grein er sú eina sem vitað er að Nikulás hafi látið eftir sig á íslensku um eðlisfræði, þótt greinar hafi birst eftir hann í erlendum fræðitímaritum. Birna Þórðardóttir HEIMILDIR 1. Runólfsson N. Merkileg uppgötvun. Eimreiðin 1896; 2: 72-3. 2. Guðmundsson V. Eimreiðin 1896; 2: 73-4. (Eftirmáli.) 3. Kristjánsson L. Nikulás Runólfsson fyrsti íslenski eðlis- fræðingurinn. Tímarit Háskóla íslands 1987; 2 (1); 45-50. Nikulás Runólfsson ásamt Stefáni bróður sínum. Ljósm: Björn Pálsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.