Læknablaðið - 15.11.1995, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
775
Röntgenmynd' af hönd Berthu Röntgen tekin 22. desember
1895.
(Eftirmáli)
Framanskráð grein er rituð af þeint rnanni,
sem sjálfsagt bezt allra íslendinga hefur vit á
þessu efni, enda hefur hann, að því er hjerlend
blöð skýra frá, þessa dagana verið sjálfur að
fást við tilraunir með Röntgens-geisla á fjöl-
listaskólanum** hjer í Khöfn. En síðan greinin
var skrifuð hefur ýmislegt birzt um tilraunir
með þessa geisla í öðrum löndum, því um allan
hinn menntaða heim eru menn nú sem óðast að
fást við slíkar tilraunir, og flytja blöðin nálega
daglega nýjar og nýjar fregnir um árangurinn
af þeirn. Er prófessor Röntgen þegar orðinn
heimsfrægur fyrir uppgötvan sína, enda telja
menn hana meðal hinna þýðingarmestu á þess-
ari öld. Þykir því hlýða að birta hjer bæði mynd
** Den Polytekniske Læreanstalt, sem síðar nefndist Dan-
marks Tekniske Höjskole, var á þessum tíma nefndur Fjöl-
listaskóli á íslensku.
af honum sjálfum og skýra lítið eitt frá því, sem
blöðin hafa þegar flutt um árangurinn af til-
raunum með hina ósýnilegu geisla hans.
Hjer í Khöfn hafa tilraunirnar meðal annars
sýnt, að taka má mynd af hlutum úr málmi,
sem liggja í luktum trjestokk eða undir 600 bls.
þykkri bók, því geislarnir fara bæði í gegnum
trjeð og bókina. í öðrum löndum hafa tilraun-
irnar einkum stefnt að því, að nota uppgötvun
þessa í þarfir læknisfræðinnar. A Þýzkalandi
hafa menn þannig tekið mynd af mannshönd,
sem stungið var inn í trjestokk, og þykir oss vel
til fallið að birta hjer eina slíka mynd. Má af
henni sjá, að geislarnir hafa farið bæði í gegn-
um stokkinn og vöðva handarinnar, því holdið
sjest að eins eins og í þoku; aptur á móti sjest
beinagrind handarinnar greinilega, en þó ekki
nærri eins vel og gullhringurinn á græðifingrin-
um. Sýnir þetta, að geislunum hefur veitt erfið-
ara að komast gegn um gullið en í gegn um
beinin. I Vínarborg hafa frægir læknar rann-
sakað beinbrot, vanskapaðan fót á stúlku og
fundið kúlur í holdi manna og steinmyndanir í
blöðrum með Röntgens-geislum, og hafa því
getað hagað holdskurðum sínum og lækningar-
aðferð eptir því. f Berlín eru herlæknar nú og í
óða önn að gera tilraunir með að finna kúlu-
brot og þess háttar í holdi manna á þennan hátt
og tekst vel. — í Lundúnum kom nýlega sjó-
maður einn á sjúkrahús, og þjáðist hann af
ákaflegum kvölum í bakinu, en læknunum var
ekki ljóst, af hverju það gæti stafað. Var þá
gripið til Röntgens-geisla og tekin mynd af
baki mannsins. Kom þá í ljós, að hnífsblað sat á
einum stað í bakinu á milli tveggja hryggjar-
liða, og hafði það setið þar í mörg ár. Var
maðurinn nú holdskorinn og blaðinu kippt
burt, og fjekk hann þá aptur heilsu sína. Margt
fleira mætti segja um þýðingu þessarar upp-
götvunar, ef rúmið leyfði, og þykir þó einsætt,
að fæstum sje enn ljóst, hve margt gott megi af
henni leiða, er mönnum lærist betur að nota
þessa nýju og ósýnilegu furðugeisla. [Aths. við
próförk: Nú kvað mönnum (prófessor Salvioni
í Perugia á Ítalíu o.fl.) hafa tekizt, að gera
geislana sýnilega, svo að sjá megi hluti í luktum
ílátum, gegn um trje o.s.frv. — Menn fara
bráðum að geta sjeð »í gegn um holt og hæðir
og helli sinn«.]
RITSTJ. (Valtýr Guðmundsson)