Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 24

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 24
786 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Elsta varðveitta röntgenmyndin, tekin 6. júní 1914. Þetta var hinsvegar mjög léleg lausn. Ovið- unandi sveiflur voru á straunri og spennu, en úr því ekki var í önnur hús að venda, varð að reyna að nota aðstöðuna. Því var gert sam- komulag um að verkstæðið skyldi stöðva vinnuvélar sínar, þegar læknirinn hringdi og byggist við að þurfa á hámarksorku að halda! Meðal annarra athugasemda Claessen frá þess- um tíma er sú, að þá sjaldan að logn ríkti var ekki hægt að framleiða neina orku, þar eð þá varð enginn trekkur í kyndingunni. Röntgenstofan 1918 Röntgenstofnun Háskóla íslands var starf- rækt við þessi frumstæðu skilyrði frá apríl 1914 til ágústloka 1917. Um það leyti neyddist Völ- undur til að loka verkstæðum sínum vegna þess að engin aðföng bárust sökunr styrjaldarinnar. Þetta leiddi sjálfkrafa til lokunar röntgenstofn- unarinnar. Um það leyti var hafin bygging stórhýsis við Austurvöll og var það í eigu stórkaupmann- anna Nathan & Olsen. Þetta hús er nú Pósthús- stræti 7, lengst af kennt við Reykjavíkur Apót- ek, og var ein mesta og glæsilegasta bygging hérlendis á þeim tíma. Meðal nýjunga var áformað að í húsinu yrði eigin rafstöð. Gunn- laugur Claessen sá strax að þarna væri komin kjörstaður fyrir framhald röntgenþjónustunn- ar. Háskólinn hafði áður látið í ljósi ósk um að röntgenstofnunin yrði slitin úr tengslum við skólann, meðal annars á þeim forsendum að þar færi ekki fram kennsla. Formleg slit sam- starfsins urðu í árslok 1917. Claessen varð því að fara á stúfana á ný og leita að samstarfsaðilum og fjármagni til að koma starfseminni á laggirnar á ný. Með full- tingi Alþingis tókst að útvega ríkisstyrk til end- urnýjunar tækjabúnaðar og Claessen gat gert leigusamning við Nathan & Olsen um húsnæði. Claessen mun hafa flust í nýbygginguna upp úr áramótum 1918 og þá með gömlu tækin sín, en hófst þegar á síðari hluta árs 1917 handa við innkaup og útvegun á nýjum og fullkomnum búnaði til myndgreiningar og geislalækninga. Röntgenstofan hafði nú til umráða tvö her- bergi, hvort um sig um það bil 6,5 x 6 m2, auk biðrýmis. Öðru herberginu var skipt til að konta fyrir framköllun auk geislameðferðar- tækja, en í hinu var ætlunin að koma fyrir hinum nýju tækjum til greininga. Haustið 1917 fór Claessen á vit kollega síns og vinar, Forssell í Stokkhólmi, bæði til að kynnast nýjungum og framþróun í faginu, og ekki síður til að leita fulltingis og ráða við útvegun nýrra tækja. Pantað var djúpgeislunartæki til geislalækn- inga frá þýska fyrirtækinu Koch & Sterzel og samtíms röntgengreiningarbúnaður sem ný- lega hafði verið þróaður og smíðaður í Svíþjóð Röntgenrannsóknarstofan í Pósthússtrœti 7, myndin frál919.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.