Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 34

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 34
794 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Figure 2. Percent distribution of x-ray examinations com- pared to population census in Iceland 1993-1994. sérdeilda, auk nokkurra sjúkrahúsa. Hinsveg- ar ná þær til svo yfirgnæfandi meirihluta rann- sókna, eða um 85%, að niðurstöðurnar verða að teljast gefa nokkuð nákvæma mynd af þess- um dreifingum. Mynd 2 sýnir hlutfallslega ald- ursdreifingu allra sjúklinga sem rannsakaðir voru og til samanburðar sýnir hún aldursdreif- ingu samkvæmt manntali. Á mynd 3 má sjá aldursdreifingu hinna einstöku flokka rann- sókna. Loks skal minnt á, að til samræmis og sam- anburðar við fyrri svipaðar yfirlitsrannsóknir, er öllum myndgreiningarrannsóknum gerð skil í töflu II. Umræða Skoðun á ferli og þróun einstakra þátta heil- brigðiskerfisins ásamt samanburði milli ára er nauðsynleg til þess að gera sér grein fyrir hvert stefnir. Það á ekki síst við um jafn mikilvægan og jafnframt kostnaðarsaman þátt sem læknis- fræðileg myndgreining er. Samanburður við samskonar þróunarferli í öðrum löndum er þá ekki síður mikilvægur. Eins og fyrr getur er markmið þessarar gagnasöfnunar að afla upplýsinga til að meta geislaálag af myndgreiningarrannsóknum með jónandi geislun, en einnig að eiga efnivið til þess að meta vægi einstakra rannsóknarhópa í því álagi. Það verður framhald þessarar gagna- söfnunar að mæla slíkt, bæði út frá niður- stöðum eldri geislaálagsmælinga hérlendis (5) og með samanburði við viðurkennda alþjóða- staðla (6). Aldurs- og kynjaskipting sjúklinga og skipt- ing þeirra í einstaka flokka skipta þar einnig máli, einkum til að gera sér grein fyrir vægi yngri aldurshópanna. Enda þótt þessi markmið hafi verið höfuð- tilgangur gagnasöfnunarinnar er ekki síður at- hyglisvert að skoða þróun og fjölgun röntgen- rannsókna á því tímabili, sem sambærilegar úttektir liggja fyrir um (1-3,7). Á þessu tíma- bili hafa komið til nýir miðlar sem ekki nýta jónandi geislaorku og hafa haft nokkur áhrif á fjölgun myndgreiningarrannsókna, en þó í minni mæli en ef til vill mætti búast við (8). Þegar bornar eru saman heildartölur í töflu II er það í raun ekki fyrr en um og eftir 1980 að nýs myndmiðils fer að gæta, sem eru ómskoð- anir. Þeim rannsóknum hefur síðan fjölgað mjög en skráningu þeirra utan hinna sér- greindu deilda er ábótavant. Samt fer vægi óm- skoðana vaxandi og verða þær tímafrekari og flóknari. Af töflum II og III má lesa, að röntgenrann- sóknum hefur fjölgað um 20.880 milli áranna 1984 og 1993, eða að meðaltali um 1,7% árlega. Samtímis var aukning allra myndgreiningar- rannsókna 44.005, eða 3,6% meðalársfjölgun. Á því ári sem rannsókn okkar nær til, var fjöldi rannsókna með jónandi geislun (röntgen og ísótópar) 600 á 1000 íbúa, en fjöldi allra mynd- greiningarrannsókna var 680 á 1000 íbúa. Þessi síðasta tala er vafalaust nokkru hærri, en sem fyrr segir er skráningu ómskoðana ábótavant utan sérhæfðu röntgendeildanna. Til saman- burðar skal þess getið, að um 1990 voru tilsvar- andi tölur fyrir allar myndgreiningarrannsókn- ir 530 á 1000 íbúa í Svíþjóð, 830 á 1000 í Banda- ríkjunum og 465 á 1000 í Stóra-Bretlandi (9 ). Á mynd 2 er sýndur hlutfallssamanburður á aldursdreifingu sjúklinga sem rannsakaðir voru og aldursdreifingu samkvæmt manntali miðað við áramót 1993-1994. Þær niðurstöður koma ekki á óvart og eiga skiljanlegar læknis- fræðilegar og félagslegar skýringar. Á hinn bóginn má lesa ákveðin sérkenni út úr samanburði á aldurs- og kynjadreifingu sjúklinga á tveimur stærstu röntgendeildunum. Þannig sést ákveðið ris vegna aldurshópsins 10-39 ára á Borgarspítala, þar sem karlar eru í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.