Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 49

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 805 Mynd 1. Segulsjármynd blönduð segulómunarmynd sem sýn- ir staðsetningu krampaupptaka í heila. (Scientific Am, Aug. 94) Mynd 2. Opið segulómunartæki gefur möguleika á að fylgjast með framvindu mála á meðan á inngripi stendur. (Gen El- ectric, medical systems) færri og stærri deildir sem eiga þá hægar um vik að búast nýjustu tækni. Rannsóknarinngrip Læknisfræðin er og verður í hraðri þróun og á komandi árum verður mikil áhersla á inngrip með hjálp myndgreiningar. Þessa grein innan myndgreiningar má kalla rannsóknarinngrip (interventional radiology) (2). Hér skarast verkefni röntgenlækna, skurðlækna og ann- arra sérfræðinga. Togstreita þessara sérgreina er ekki sjúklingum eða heilbrigðisþjónustunni til góðs, heldur er nauðsynlegt að nýta sér- þekkingu manna og dýran tækjakost sem best með samvinnu. Margar aðferðir krefjast langr- ar reynslu og það þurfa að vera til læknar sem hafa þjálfun og tækni til að geta beitt þeim á óvænt og óhefðbundin viðfangsefni innan fleiri en eins líffærakerfis. Af aðgerðum, sem þegar eru framkvæmdar með hjálp myndgreiningar, má nefna aðgerðir með þrívíddarmiðun þar sem sýnatöku eða að- gerð er stýrt með tölvusneiðmyndum eða seg- ulómun til dæmis á æxli í miðtaugakerfi (3). Eins innanæðaaðgerðir þar sem að aðferðum æðarannsókna er meðal annars beitt við ósæð- argúla (4). Samfara fleiri möguleikum í með- ferð og aukinni sérhæfingu er þörf á auknum klínískum áhuga hjá myndgreiningarlæknum, ekki til að taka yfir meðferðarval eða um- mönnun sjúklinga heldur til að geta betur unn- ið með öðrum starfssystkinum sínum. Klínísk vinna myndgreiningarlækna getur aðeins verið takmörkuð þar sem hún stangast á við sérhæf- ingu þeirra. Segulómun Ef við lítum á ólíkar gerðir myndgreiningar má fyrst skoða hvers vænta megi innan segul- ómunar. Það er ekki ólíklegt að hér sé mesta vaxtarbroddinn að finna innan myndgreining- ar. Tækin munu verða fljótvirkari og má vera að gegnumlýsing með röntgengeislum muni víkja fyrir lifandi myndgerð (real time) með segulómun í mörgum tilfellum. Segulómun er einnig líkleg til að fækka verulega æðarann- sóknum eins og við þekkjum þær í dag, að minnsta kosti þegar inngripa er ekki þörf (5). Einnig er aðferðin þegar farin að ryðja sér til rúms sem hjálpartæki við aðgerðir þar sem eldri tæki með þröngum göngum fyrir sjúkling víkja fyrir opnari tækjum. Þar með fæst að- gangur að sjúklingnum sem gerir mögulegt að framkvæma inngrip og fylgjast samtímis með framvindu mála, jafnvel með lifandi myndgerð (mynd 2). í miðtaugakerfi hafa myndgreining- araðferðir fyrst og fremst nýst til að skoða vefjabyggingu en segulómun getur orðið öflugt tæki til að skoða starfsemi heilans. Tæknin er þá notuð til að skoða gegnumflæði eða súrefn- ismettun blóðs í heilavefi og greina þannig staðbundnar breytingar sem verða við örvun ákveðinna heilasvæða (mynd 3) (6). Stafræn myndgerð Stafræn myndgerð (computed radiography) í „hefðbundnum“ röntgenrannsóknum er nýj- ung sem á eftir að hafa hvað mest áhrif á dag- lega vinnu og skipulag myndgreiningardeilda framtíðarinnar. Útbreiðsla þessarar tækni tak- markast nú nær eingöngu af fjárfestingargetu sjúkrahúsa. Tæknin felur í sér möguleika til að breyta verulega allri meðferð mynda eftir rannsókn. Úrlestur og sýning mynda fer fram á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.