Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 64
818 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ensku hefur verið nefnt „the doctor as a double agent“ (8,14). Sem betur fer hefur enn tekist að forða slíku ástandi hér- lendis. Um traust og trúnað við sjúklinga í hefðbundnum lækningum er fyrsta skylda læknis sú að hjálpa sjúklingum eða í það minnsta að skaða ekki sjúkling- inn en um það ritaði Hippókra- tes (15). Sjúklingurinn leitar sér læknis til þess að gæta heilsu- farslegra hagsmuna sinna. Læknirinn tekur að sér þetta hlutverk, hlutverk hagsmuna- gæslumanns eða málsvara. Saniband læknis og sjúklings byggir á fullu trausti sjúklings- ins á hæfni læknisins og á trún- aði læknisins við sjúklinginn. Ef læknirinn bregst trúnaðar- trausti sjúklingsins hefur hann brugðist skyldum sínum, en til þess að svo verði ekki má lækn- irinn ekki hafa aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni sjúk- lingsins. Aðrir hagsmunir, svo sem hagsmunir læknisins sjálfs eða hagsmunir greiðsluaðila mega ekki hafa áhrif á ákvörð- un læknis varðandi hagsmuni sjúklingsins (9,16). Frelsi og sjálfstæðar Iækningar Það er ljóst að allir læknar verða í starfi sínu fyrir einhverj- um þrýstingi frá ýmsum aðilum svo sem spítalastjórnun, öðrum læknum eða lyfjafyrirtækjum. Læknar geta því lent í hags- munaárekstrum sem leynast víða en verða einkum á tvennan hátt (5,16): I fyrsta lagi vegna persónu- legs ábata læknis (peningar, stöðuhækkun, ógnanir um stöðvun frama) og í öðru lagi vegna margra hagsmuna (mörg járn í eldinum, „conflicting ob- ligations“). Láti læknir undan þrýstingi hefur hann glatað hluta sjálfstæðis síns og skert trúnað sinn sem læknir. Til þess að tryggja trúnað og traust sjúklinga á heilindum sínum verða læknar því að vera sjálf- stæðir í starfi sínu, hvort heldur er innan eða utan sjúkrahúsa (4,5). Starfi læknar sem undir- tyllur er hætt við hagsmunaá- rekstrum vegna fjárhagslegra hagsmuna eigenda eða rekstrar- aðila þjónustunnar. Læknar mega aldrei hagnast á því að takmarka greiningu eða með- ferð sjúklinga en sú hætta er fyrir hendi í stýrðum lækning- um. Læknar verða jafnframt að gæta þess að þeir verði ekki þátttakendur í því að þiggja um- bun í einhverju formi fyrir tilvís- anir til annarra lækna eða fyrir að vísa ekki. Lokaorð Eg er kominn aftur að hug- takinu „hliövöröur". Því lengur sem ég velti því fyrir mér því sannfærðari er ég um að það samrýmist ekki læknisstarfi. Hliðvarðarhlutverk læknis er óásættanlegt, það er skaðlegt læknastéttinni, það er niður- lægjandi, það er siðferðilega rangt og það stenst þar að auki ekki lög að aðili máls hafi stjórnsýsluvald (17). Læknar hafa alltaf verið og verða áfram að vera hagsmunagæslumenn sjúklinga. Læknar mega ekki undir neinum kringumstæðum rýra trúnaðartraust sjúkling- anna á þeim, til dæmis með því að ganga á rnála hjá öðrum hagsmunaaðila. Læknum mun farnast illa ef þeir bregðast þessu trausti. Virðing þeirra, hæfni og tekjur munu þverra. Læknar verða að eiga og reka lækningarnar sjálfir, sama hvar lækningarnar fara fram. Ef læknum tekst ekki að halda sjálfstæði sínu og hagsmuna- gæsluhlutverki innan heilbrigð- iskerfisins ber þeim skylda til þess að yfirgefa kerfið; fyrr en seinna. Sé þessum grundvallar- atriðum fylgt er það þess virði að vera læknir. Heimildir 1. Önundarson PT. Hugleiöingar um grundvallarsiöfræöi og miðstýringu lækn- inga. Læknablaöiö 1995; 81: 493-4. 2. Álit Samkeppnisráös 2. júní 1994 um gildissviö samkeppnislaga gagnvart greiösluhlutdeild sjúklinga. 3. Bjarnason Ö. Læknablaðiö 1990; 76: 59-66. 4. Jarmolinsky A. Supporting the patient. N Engl J Med 1995; 332: 602-3. 5. Rodwin MA. Conflicts in managed care. N Engl J Med 1995; 332: 604-7. 6. Iglehart JK. Health policy report: Physicians and the growth of managed care. N Engl J Med 1994; 331:1167-71. 7. Iglehart JK. Health Policy Report. The struggle between managed care and fee- for-service practice. N Engl J Med 1994; 331: 63-7. 8. Kassirer JP. Managed care and the morality of the marketplace (editorial). N EngJMed 1995; 333: 50-2. 9. Kassirer JP. Access to specialty care. N Engl J Med 1994; 331: 1151-3. 10. Reglugerð nr 82/1995 um tilvísanir. 11. Gunnarsson GI. Nýtt stýrikerfi tilvís- ana - loksins. Morgunblaðið 18. janúar 1995. 12. Pétursson P. Greinargerö heimilis- læknis um félagsstarf lækna. Læknablaö- iö 1995; 81: 630-2. 13. Hlutverk heimilis- og heilsugæslu- lækna innan heilbrigðisþjónustunnar. Yfirlýsing WONCA (The World Organ- ization of National Colleges, Academies and Academic Associations of General Practitioners) frá 1991. Læknablaðið 1992; 78: 389-94. 14. Angell M. The doctor as a double agent. Kennedy Inst Ethics J1993,3: 279- 86. 15. American College of Physicians. Am- erican College of Physicians ethics manu- al. Part 1: History, the patient; other physicians (Position Paper). Ann Intern Med 1989; 111: 245-52. 16. Thompson DF. Sounding board: Understanding financial conflicts of int- erest. N Engl J Med 1993; 329: 573-6. 17. Loftsson H. Álitsgerð varðandi reglu- gerö nr. 82/1995 um tilvísanir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.