Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 70

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 70
822 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 að vera umræðuhæfir um galla heilbrigðiskerfisins og kosti sem og um ágæti tillagna til breyt- inga á kerfinu. Það er ekki nóg að stjórn læknafélagsins sé ein um að ræða málin heldur þurfa allir læknar að hafa möguleika ti! þátttöku í umræðunni í um- ræðuhópum, á málþingum og ráðstefnum. Þessi umræða þarf sífellt að vera í gangi og hún þarf að vera virk og gagnrýnin á markmið og aðferðir. Það er ábyrgðarlaust af lækn- um að sitja þegjandi hjá meðan ríkisvaldið gerir misgóðar til- raunir til að lappa upp á heil- brigðiskerfi sem er orðið nokk- uð gallað. A meðan læknar bíða átekta munu ýmsir þrýstihópar þrýsta á stjórnmálamenn sem munu stökkva til framkvæmda * Hér vísa ég meðal annars til þess ófremdarástands sem skapast á sjúkrahúsunum í Reykjavík hvert sumar þegar deildum er lokað í sparnaðarskyni. Þetta er gert á sama tíma á öllum deildum spítalanna og á sama tíma og félagsleg þjónusta utan sjúkrahúsanna er í molum vegna sumarleyfa og sparnaðaraðgerða. Ekki hefur enn verið sýnt fram á að raunverulegur sparnaður eigi sér stað á þjóðargrundvelli þegar allt er skoðað og margir efast um að þetta spari nokkuð. Afleiðingar þessa ástands á starfsemi sjúkrahúsanna og á endingu og þanþol starfsfólks hefur heldur ekki verið skoðað þegar til lengri tíma er litið. og stundum í óheppilegar áttir. Stjórnmálamenn eru misvitrir og skortir sárlega skynsamlegt og málefnalegt aðhald. Sjúk- lingahópar og aðstandendur sjúklinga hafa tilhneigingu til að einblína á ákveðna hagsmuni. Starfsmenn innan heilbrigðis- kerfisins hafa líka hagsmuna að gæta og getur það blindað þeim sýn á hagsmuni heildarinnar. Læknar eru þar engin undan- tekning. En læknar eru ekki bara í launuðu starfi heldur eru þeir líka fagmenn og sem fag- ** Hér mun ég einungis nefna tvö atriði af mörgum sem nefna mætti. a) Þegar rætt er um breytingar á heil- brigðiskerfinu má ekki gleyma þeim siðferðilegu verðmætum sem eru nauðsynlegur grunnur góðrar heil- brigðisþjónustu. Hér má nefna jafn- an aðgang að heilbrigðiskerfinu án tillits til búsetu eða efnahags (rétt- læti) og að fólk fái nauðsynlega með- ferð (velferð). b) Síðara atriðið varð- ar þá umræðu um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu sem hefur ein- angrast við forgangsröðun sjúklinga- hópa. En þá gleymist að spyrja þeirr- ar spurningar sem á með réttu lagi að spyrja fyrst. Er hægt að hagræða eða breyta einhverju í heilbrigðiskerfinu svo að ekki þurfi að koma til veru- legrar „gengisfellingar“ á meðferð einstakra sjúklinga eða sjúklinga- hópa? Fyrst þarf að skoða hvað hag- ræðing eða breytingar geta gert áður en gengið er að því sem vísu að það þurfi að forgangsraða sjúklingahóp- um eða draga úr gæðum meðferðar. menn úr öllum greinum læknis- fræðinnar hafa þeir mikla þekk- ingu á heilbrigðismálum. Lækn- ar geta tekið þátt í málefnalegri umfjöllun um markmið, gildi og stefnu heilbrigðiskerfisins og þeir eiga að gera það og miðla þeirri umfjöllun til almennings. Læknar skulda þjóðinni einfald- lega málefnalega umræðu um heilbrigðismál og að mínum dómi er ekki mikill tími til stefnu áður en heilbrigðiskerfið verður ómarkviss glundroði* og siðferðilegt stórslys** (4-7). Heimildir 1. Codex Ethicus. Læknablaðið/Frétta- bréf lækna 1992; 10 (11). 2. Ibid. 3. Ibid. 4. Outka G. Social justice and equal access to health care. In: Munson R. ed. Intervention and Reflection. Basic Issues in Medical Ethics. 4th ed. Bel- mont, California, USA: Wadsvvorth Publishing Company 1992: 594-603. 5. Rescher N P. The allocation of exotic medical lifesaving therapy. In: Mapp- es TA, Zembathy JS, eds. Biomedical Ethics. 3rd ed. Nevv York: McGravv- Hill Inc.,1991: 598- 608. 6. Daniels N. Health-care needs and distributive justice. In: Arras J, Rhoden J, eds. Ethical Issues in Modern Medicine. 3rd ed. California. Mayfield Publishing Company, Mountain Vievv, 1989: 501-9. 7. Callahan D. Meeting needs and rat- ioning care. In: Mappes TA, Zembat- hy JS, eds. Biomedical Ethics. 3rd ed. Nevv York. McGravv-Hill Inc. 1991: 575-81.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.