Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 70

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 70
822 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 að vera umræðuhæfir um galla heilbrigðiskerfisins og kosti sem og um ágæti tillagna til breyt- inga á kerfinu. Það er ekki nóg að stjórn læknafélagsins sé ein um að ræða málin heldur þurfa allir læknar að hafa möguleika ti! þátttöku í umræðunni í um- ræðuhópum, á málþingum og ráðstefnum. Þessi umræða þarf sífellt að vera í gangi og hún þarf að vera virk og gagnrýnin á markmið og aðferðir. Það er ábyrgðarlaust af lækn- um að sitja þegjandi hjá meðan ríkisvaldið gerir misgóðar til- raunir til að lappa upp á heil- brigðiskerfi sem er orðið nokk- uð gallað. A meðan læknar bíða átekta munu ýmsir þrýstihópar þrýsta á stjórnmálamenn sem munu stökkva til framkvæmda * Hér vísa ég meðal annars til þess ófremdarástands sem skapast á sjúkrahúsunum í Reykjavík hvert sumar þegar deildum er lokað í sparnaðarskyni. Þetta er gert á sama tíma á öllum deildum spítalanna og á sama tíma og félagsleg þjónusta utan sjúkrahúsanna er í molum vegna sumarleyfa og sparnaðaraðgerða. Ekki hefur enn verið sýnt fram á að raunverulegur sparnaður eigi sér stað á þjóðargrundvelli þegar allt er skoðað og margir efast um að þetta spari nokkuð. Afleiðingar þessa ástands á starfsemi sjúkrahúsanna og á endingu og þanþol starfsfólks hefur heldur ekki verið skoðað þegar til lengri tíma er litið. og stundum í óheppilegar áttir. Stjórnmálamenn eru misvitrir og skortir sárlega skynsamlegt og málefnalegt aðhald. Sjúk- lingahópar og aðstandendur sjúklinga hafa tilhneigingu til að einblína á ákveðna hagsmuni. Starfsmenn innan heilbrigðis- kerfisins hafa líka hagsmuna að gæta og getur það blindað þeim sýn á hagsmuni heildarinnar. Læknar eru þar engin undan- tekning. En læknar eru ekki bara í launuðu starfi heldur eru þeir líka fagmenn og sem fag- ** Hér mun ég einungis nefna tvö atriði af mörgum sem nefna mætti. a) Þegar rætt er um breytingar á heil- brigðiskerfinu má ekki gleyma þeim siðferðilegu verðmætum sem eru nauðsynlegur grunnur góðrar heil- brigðisþjónustu. Hér má nefna jafn- an aðgang að heilbrigðiskerfinu án tillits til búsetu eða efnahags (rétt- læti) og að fólk fái nauðsynlega með- ferð (velferð). b) Síðara atriðið varð- ar þá umræðu um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu sem hefur ein- angrast við forgangsröðun sjúklinga- hópa. En þá gleymist að spyrja þeirr- ar spurningar sem á með réttu lagi að spyrja fyrst. Er hægt að hagræða eða breyta einhverju í heilbrigðiskerfinu svo að ekki þurfi að koma til veru- legrar „gengisfellingar“ á meðferð einstakra sjúklinga eða sjúklinga- hópa? Fyrst þarf að skoða hvað hag- ræðing eða breytingar geta gert áður en gengið er að því sem vísu að það þurfi að forgangsraða sjúklingahóp- um eða draga úr gæðum meðferðar. menn úr öllum greinum læknis- fræðinnar hafa þeir mikla þekk- ingu á heilbrigðismálum. Lækn- ar geta tekið þátt í málefnalegri umfjöllun um markmið, gildi og stefnu heilbrigðiskerfisins og þeir eiga að gera það og miðla þeirri umfjöllun til almennings. Læknar skulda þjóðinni einfald- lega málefnalega umræðu um heilbrigðismál og að mínum dómi er ekki mikill tími til stefnu áður en heilbrigðiskerfið verður ómarkviss glundroði* og siðferðilegt stórslys** (4-7). Heimildir 1. Codex Ethicus. Læknablaðið/Frétta- bréf lækna 1992; 10 (11). 2. Ibid. 3. Ibid. 4. Outka G. Social justice and equal access to health care. In: Munson R. ed. Intervention and Reflection. Basic Issues in Medical Ethics. 4th ed. Bel- mont, California, USA: Wadsvvorth Publishing Company 1992: 594-603. 5. Rescher N P. The allocation of exotic medical lifesaving therapy. In: Mapp- es TA, Zembathy JS, eds. Biomedical Ethics. 3rd ed. Nevv York: McGravv- Hill Inc.,1991: 598- 608. 6. Daniels N. Health-care needs and distributive justice. In: Arras J, Rhoden J, eds. Ethical Issues in Modern Medicine. 3rd ed. California. Mayfield Publishing Company, Mountain Vievv, 1989: 501-9. 7. Callahan D. Meeting needs and rat- ioning care. In: Mappes TA, Zembat- hy JS, eds. Biomedical Ethics. 3rd ed. Nevv York. McGravv-Hill Inc. 1991: 575-81.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.