Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1996, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.12.1996, Qupperneq 12
840 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table VI.Etiology of cirrhosis in Iceland 1971-1990. Number of patients diagnosed in hospitals. Aetiology 1971-75 1976-80 1981-85 1986-90 Total (%) Alcohol 24 10 16 13 63 (44) Chronic hepatitis 8 6 8 10 32 (23) Cryptogen 5 3 6 6 20 (14) Primary biliary 2 2 1 9 14 (10) Secondary biliary 4 3 1 0 8 (6) Hemochromatosis 1 0 1 0 2 (1) Cardiac 1 1 0 0 2 (1) Intestinal bypass 0 0 0 1 1 (1) Total 45 25 33 39 142 (100) mörk. Nánari sundurliðun á orsökum skorpu- lifrar af öðrum orsökum en áfengi er sýnd í töflu VI. Krónísk lifrarbólga er algengasta greiningin (23%). Áhugavert er að af þeim 14 sjúklingum sem greindust með skorpulifur af völdum sjálfsofnæmis gallvegabólgu (primary biliary cirrhosis), greindust níu á árunum 1986- 1990. Skorpulifur af óþekktri orsök (crypto- gen) er skráð fyrir 14% greininganna og breyt- ist ekki á tímabilinu. Skorpulifur vegna stíflu í gallvegum fækkar og þrjú tilfellanna eru vegna meðfæddra galla. Horfur: Aðferð 1: Á tímabilinu 1971-1980 fundust 49% sjúklinganna í þjóðskrá sex árum eftir greiningu. Aðferð 2: Á árunum 1971-1990 var áfengisskorpulifur greind hjá 45 karlmönn- um, en aðeins sjö dauðsföll eru skráð. Átján konur voru greindar með áfengisskorpulifur, en aðeins þrjú dauðsföll skráð. Þetta bendir til þess að horfur séu mjög góðar fyrir sjúklinga af báðum kynjum með áfengisskorpulifur. I flokknum skorpulifur af öðrum orsökum er staðan allt önnur. Greining á skorpulifur er gerð hjá 20 karlmönnum á tímabilinu, en 22 eru skráðir látnir. Þetta er í skarpri andstöðu við konurnar þar sem 59 eru greindar og 22 skráðar látnar. Krufningarrannsókn: Á árunum 1971-1990 fundust óvænt 66 tilfelli af skorpulifur í venju- legum krufningum og 32 í réttarkrufningum. Tíðnin var 0,5% í venjulegum krufningum og 6,4% í réttarkrufningum. Tíðni á milljón íbúa á ári er 31 á tímabilinu 1971-1980 og 40 á tíma- bilinu 1981-1990. í þeim tilvikum þar sem skorpulifur fannst óvænt við krufningu var hún ekki skráð sem frumorsök dauða á dánarvott- orði, þar sem dánarorsök var önnur hjá þeim sjúklingum. Áfengisneysla: Neyslan jókst um 130% eða úr 2,1 lítra á ári á íbúa 15 ára og eldri á árunum 1951-1955, í 4,9 lítra á ári 1985-1990. Umræða Aðferðafræðileg vandamál af ýmsum toga hafa sett svip sinn á rannsóknir á faraldsfræði skorpulifrar. Rannsóknir á dánartíðni geta skekkst vegna rangrar skráningar, vanmats á öðrum áhrifavaldandi orsökum og vanskrán- ingar áfengisskorpulifrar. I öllum rannsóknum sem ná yfir löng tímabil þarf að glíma við breyttar greiningarvenjur og rannsóknarað- ferðir. í klínískum rannsóknum eru yfirleitt einungis skráðar innlagnir á sjúkrahús, sem ekki gefur mynd af raunverulegu nýgengi og krufningarrannsóknir sýna aðeins lítinn hluta af heildarmyndinni. í aðferðarfræði þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt þarf að glíma við öll þessi vandamál, en í samþættri rannsókn á dánartíðni, klínískri tíðni og niðurstöðum krufninga gefst gott færi á að bera saman nið- urstöður og finna þannig misræmi og villur. Klínísk tíðni: Sjúkraskrár sjúkrahúsanna þriggja og skráin yfir lifrarsýnin er sá efniviður sem klínískt nýgengi áfengisskorpulifrar og skorpulifrar af öðrum orsökum grundvallast á og gefur það án efa nákvæmari upplýsingar heldur en athugun á dánarvottorðum. Rann- sóknin nær til allra Islendinga og samanborið við mörg önnur lönd, er hér vel staðið að skráningu og geymslu sjúkragagna. Vitað er að áfengisskorpulifur er vanskráð á dánarvottorð- um, en sjúkraskýrslur eru annars eðlis, enda er sjúklingurinn tekinn til rannsóknar með tilliti til orsaka og kom það yfirleitt vel fram í sjúkra- skýrslum. Sextíu og þrír sjúklingar (44%) voru greindir með áfengisskorpulifur og 79 (56%) með skorpulifur af öðrum orsökum. Þar af höfðu 42% nákvæma orsakagreiningu, en 14% voru skráðir með óþekkta orsök. Algengasta tegundin var krónísk lifrarbólga (23%) sem samsvarar þeim flokki sem núorðið nefnist sjálfsofnæmis lifrarbólga (autoimmune hepa- titis). Aldurs- og kynjadreifing samræmist vel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.