Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 24

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 24
848 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table I. Mean difference, confidence interval, standard error, p-value and Pearson correlation coefficient in blood pressure measurements at different places in 44 people with hypertension measured in a supermarket. Supermarket vs home Supermarket vs office Office vs home SBP DBP SBP DBP SBP DBP Mean difference 29.3 10.1 17.1 5.2 12.9 5.0 Confidence interval 24-35 7.3-13.0 12.8-21.4 2.1-7.7 10.1-15.7 3.4-6.6 Standard error 2.7 1.4 2.2 1.3 1.4 0.8 p-value <0.0001 <0.0001 <0.0001 <0.001 <0.0001 <0.0001 Pearson correlation coefficient 0.6 0.7 0.70.7 0.9 0.9 SBP: systolic blood pressure DBP: diastolic blood pressure þrýstingur var mældur á sama handlegg með sams konar mæli. Þeim var kennt á blóðþrýsti- mælinn og voru gefnar ítarlegar skriflegar leið- beiningar áður en þeir fóru með mælinn heim. Þar var mælt með að einstaklingarnir mældu sig í sitjandi stöðu að morgni dags eftir að hafa verið á fótum í um það bil 10-15 mínútur og síðdegis rétt fyrir kvöldmat. Ennfremur að all- ar mælingar yrðu gerðar á sama tíma dagsins. Þegar mælinum var skilað var aftur mælt á stofu. Allar mælingar á stofu voru gerðar á dagvinnutíma milli klukkan átta og 17 eftir að minnsta kosti fimm mínútna hvíld í sitjandi stöðu. Rannsóknin tekur ekki til þeirra sem höfðu þekktan háþrýsting og notuðu blóð- þrýstingslækkandi lyf. Við tölfræðilega útreikninga var meðaltal fyrir hvern mælistað reiknað og þau gildi notuð til samanburðar á mælistöðum. Reiknuð voru staðalskekkja (standard error) og vikmörk. Við samanburð var notað parað t-próf. Enn fremur voru við samanburð mælinganna reikn- aðir línulegir fylgnistuðlar (Pearson correla- tion coefficients). Niðurstöður Alls tóku 125 þátt í hóprannsókninni, 65 konur og 60 karlar á aldrinum 17-72 ára. Sextíu og fjórir eða 51,2% greindust með háþrýsting við hópmælinguna miðað við staðla WHO. Alls náðist síðar til 44 eða 69% þeirra. Meðal- aldur var 45,7 ár, 24 konur og 20 karlar. Kynja- skipting í hópnum sem ekki náðist til var níu karlar og 11 konur en meðalaldur var 38,0 ár og ætti því ekki að hafa umtalsverð áhrif á niður- stöðuna. Tafla I sýnir samanburð á blóðþrýst- ingsmælingum í kjörbúð, á stofu og heima. Blóðþrýstingurinn mældist hæstur í kjörbúð- inni en lægstur í heimahúsum. Niðurstöðurnar sýna að einungis 20% þeirra sem mældir voru reyndust hafa háþrýsting samkvæmt heima- mælingum. Á mynd 1 eru sýnd blóðþrýstings- gildi fyrir slagbilsþrýsting mældan í kjörbúð og heima. Eins og sést á mynd 1 eru gildin mun lægri fyrir heimamælingarnar. Mynd 2 er sam- bærileg fyrir hlébilsþrýsting. Þar sést einnig verulegur munur milli þessara tveggja mæli- staða. í báðum tilfellum eru niðurstöðurnar tölfræðilega marktækar og fylgnin góð. Þegar skoðaðar eru mælingar fyrir slagbils- þrýsting og hlébilsþrýsting mældan annars veg- ar á stofu og hins vegar heima koma greinileg hvítsloppaáhrif (white coat effect) fram, þar sem stofumælingar eru hærri. Niðurstöðurnar eru tölfræðilega marktækar og fylgni mjög há (tafla I). Einnig eru mælingar fyrir slagbilsþrýsting og hlébilsþrýsting mældan í kjörbúð og á stofu skoðaðar. Mælingar í kjörbúðinni eru mun hærri í báðum tilvikum, niðurstöðurnar eru tölfræðilega marktækar og fylgnin góð (tafla I). Kvöldgildi heimamælinga voru hærri en sambærileg morgungildi. Mismunurinn var 7,6/0,8 mmHg og aðeins tölfræðilega marktæk- ur fyrir slagbilsþrýstinginn (p<0,001). Tveir þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru settir á blóðþrýstingsmeðferð. Óbeint uppgötvaðist ofstarfsemi í skjaldkirtli hjá að- standanda eins þátttakanda. Umræða I rannsókninni kemur fram skýr og tölfræði- lega marktækur munur milli þessara þriggja mælistaða. Vissulega hefur ólíkur fjöldi mæl- inga á hverjum stað áhrif en bornar voru saman ein mæling í kembileit, meðaltal tveggja mæl- inga á stofu og sex heimamælinga. Athygli vek- ur hve stór hluti þeirra sem létu mæla sig við hópmælinguna voru með of há gildi. Árið 1975 var gerð rannsókn í Danmörku þar sem farið var í stórmarkaði og boðið upp á blóðþrýst-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.