Læknablaðið - 15.12.1996, Page 50
874
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Innantökur illar hrjá ...
Læknafélag íslands á bágt.
Paö hefur innantökur og virðist
ekki getað læknað sig sjálft.
Viðtal í síðasta Læknablaði við
formann vorn vekur ekki vonir
um að bati sé í nánd. Valda-
mönnum LI virðist farið líkt og
Finsen lækni og alþingismanni í
Sjálfstæðu fólki, skrifa stöðugt
uppá sömu mixtúrurnar og
sjúklingnum hrakar.
Það eru aðallega tveir kvillar
sem hrjá félagið. Annað eru
þverrandi áhrif lækna á fram-
vindu heilbrigðismála en hitt
eru þrálát átök milli sérgreina-
lækna og heimilislækna.
Þessi mál eru náskyld, eru
hluti af sama heilkenninu, en
það er ekki von um bata meðan
sjúkdómsgreiningin er á huldu
og yfirlæknir félagsins áttar sig
ekki á „syndróminu“.
Fleinn í holdi
Vegna þess hve stjórnvöld
hafa verið stefnulaus og hvernig
læknanámið er uppbyggt hefur
tilviljun ráðið mestu um það í
hvaða sérnám ungir læknar
fara. Þeir hafa engan stuðning
haft af markaðri stefnu um það
hverskonar lækna þjóðin þarfn-
ast. Heilsugæslustöður eru lok-
aðar en náðarfaðmur TR opinn.
Afleiðingin er að hér eru margir
sérgreinalæknar sem ekki fá
pláss á sjúkrahúsum. Þeir hafa
haslað sér völl í stofuvinnu þar
sem starfsvettvangur þeirra er
að hluta til sá sami og heimilis-
lækna. Eftir því sem sérgreina-
læknum fjölgar þynnist sérfræð-
ingsvinnan út og hluti almennra
lækninga eykst í störfum þeirra.
Þessi staða kallar á hagsmuna-
árekstra. Þetta er fleinninn í
holdi LÍ.
Öll stjórnun og þar með stýr-
ing á utanspítalavinnu lækna er
andstæð hagsmunum þessa
læknahóps. Hann er í raun á
móti heilsugæslunni enda í sam-
keppni við hana og heilsugæslu-
læknar sjá ofsjónum yfir ofvexti
sérgreinaþjónustunnar því hún
stendur heilsugæslunni fyrir
þrifum. Það er í eðli sínu ofviða
læknasamtökunum að ráða
framúr þessu.
Leikreglur lýðræðis
Sverrir formaður notar lýð-
ræðisrök fyrir því að heimilis-
læknar eigi að beygja sig undir
„ríkjandi meirihlutaskoðun"
því þegar „ekki verður mæst á
miðri leið og ágreiningur jafn-
aður og þá hlýtur lögmál lýð-
ræðisins að ráða.“ Hér er á ferð-
inni grundvallar misskilningur á
eðli lýðræðis. Hann byggist á
þeirri staðreynd að það ríki ekki
lýðræði í félagi þar sem sami
minnihlutahópur er til þess
dæmdur að vera alltaf í minni-
hluta og er stöðugt kúgaður af
sama meirihluta í málum þar
sem hagsmunir og hugsjónir
þessara tveggja hópa skarast.
Mixtúrumenn láta það ekki við-
gangast að heimilislæknir verði
til dæmis formaður LI. Það
myndi ógna stöðu þeirra. Með-
an þetta ástand varir í LÍ eru
heimilislæknar annarsflokks
borgarar í stéttarfélagi sínu og
það kallast ekki lýðræði. Þeim
stendur til boða að beygja sig
undir þetta eða þvingast úr fé-
laginu ella. Þessu una þeir illa.
Af þessum sökum er brýnt að
koma þeim ágreiningsmálum út
úr LI sem skilja að og munu
skilja að þessa hópa. Það verður
að vera sérgreinafélaganna að
fást við þau, ella leiðir innan-
meinið LI til dauða í óbreyttri
mynd.
Félag sem þannig er statt inn-
an um sig getur ekki búist við að
hafa mikið að segja öðrum sem
að gagni kemur við stefnumörk-
un og stjórnun heilbrigðismála.
Að troða illsakir við hjúkrunar-
fræðinga bætir ekki úr þessu eða
að gera lítið úr þeim læknum
sem fást við stjórnun í fullu
starfi.
Mixtúran
A þessa veikleika félagsins
horfa mixtúrumenn með blinda
auganu, berja sér á brjóst og
láta sem ekkert sé. Uppskriftin
er á hreinu: „Heilsteypt stefna
læknasamtakanna í skipulagi
heilbrigðismála" er „afar þýð-
ingarmikið grundvallaratriði".
Tryggja skal „fagleg gæði, skil-
virkt og aðgengilegt kerfi en um
leið hámarkshagkvæmni og
bestu nýtingu fjármuna.“ (Var
einhver að nefna stýrða lækn-
ingaþjónustu (managed care) ?)
og um leið verður að „virða rétt-
indi sjúklinga“ ... „til þess að
velja sér lækni án skerðingar á
tryggingarrétti“ og einnig verð-
ur að „gæta jafnræðis meðal
lækna“. Það getur verið að ein-
hverjum þyki þetta bragðgott
sull en þetta er gagnslaust og
óvirkt stjórnunarmeðal. Virkn-
in batnar ekki þó bætt sé aftan-