Læknablaðið - 15.12.1996, Side 52
876
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
íðorðasafn lækna 84
Blóðstorkusótt
í síðasta pistli var stungið upp
á því að fyrirbærið disseminated
intravascular coagulation fengi
íslenska heitið blóðstorkusótt.
Um er að ræða blæðingaheil-
kenni, sem stafar af ótímabærri
og útbreiddri storknun blóðs
víðs vegar um líkamann, oft í
tengslum við sýkingu af völdum
Gram-neikvæðra baktería.
Fíbrín fellur út og myndar litla
storkutappa sem festast í
smáæðum, stífla þær og koma af
stað vefjaskemmdum. Blóð-
flögur og storkuþættir í blóðrás
eyðast upp og blæðingar í húð,
meltingarveg og heila geta orð-
ið lífshættulegar. Ástandið er
þó ekki bundið við sýkingar,
það getur komið fram við vefja-
skemmdir af ýmsu tagi, svo sem
bruna, útbreidd illkynja æxli,
alvarlega ofþornun, blóðsýr-
ingu og fylgjulos. Orðið sótt
hefur einkum verið notað um
sjúkdóma af völdum sýkinga og
getur því að nokkru leyti átt vel
við hér. Gaman væri að heyra
viðbrögð lækna við hugmynd-
inni.
Fibrosis
Lengi hefur staðið til að taka
latneska heitið fibrosis til skoð-
unar. Það er þó hægar sagt en
gert að taka til í eigin ranni, en
fibrosis er meðal þeirra erlendu
fræðiorða sem oftast er slett í
vefjameinafræði. íðorðasafnið
gefur upp íslensku þýðinguna
netjuhersli, sem undirrituðum
sýnist afleit, því að annars stað-
ar kemur fram að netja er om-
entum og hersli er sclerosis. Sú
skýring er þó látin fylgja að
fibrosis sé bandvefsaukning.
Læknisfræðiorðabók Stedmans
gefur þá skýringu að fibrosis sé
bandvefsmyndun sem kemur
fyrir við viðgerð og önnur vefja-
viðbrögð, andstœtt við myndun
þess bandvefjar sem er eðlilegur
hluti líffœris eða vefjar. Þetta er
í samræmi við útskýringu Guð-
mundar Hannessonar í Islensk-
um líffæraheitum: óeðlilegur
bandvefsvöxtur í líffœri. Orð-
hlutaskoðun leiðir í ljós að latn-
eska heitið fibra var notað um
þræði eða trefjar og að gríska
viðskeytið -osis táknar ástand
eða ferli. Til gamans má geta
þess að íslensk orðabók Máls og
menningar segir að þráður sé
band, taug eða strengur og að
trefja sé trosnaður þráður.
Trefjun
Við nýja þýðingu á Alþjóð-
legu sjúkdómaskránni var tekin
sú ákvörðun að fibrosis skyldi
nefnast trefjun. Þetta hefur það
í för með sér að orðhlutinn
fibro- verður í flestum samsetn-
ingum trefja-. Fibrocartilage
(brjósk sem inniheldur trefjar)
verður trefjabrjósk, fibrocyte
(fruma sem myndar trefjar)
verður trefjafruma, fibroma
(æxli sem inniheldur trefjar)
verður trefjaæxli, lýsingarorðið
fibrosing verður trefjandi eða
trefjamyndandi og sá vefur sem
á ensku nefnist fibrous connec-
tive tissue (trefjaður bandvefur)
verður trefjabandvefur.
Trefjablöðrusjúkdómur
Meðan á þessum hugleiðing-
um stendur rifjast upp heitið
fibrocystic disease, sem annars
vegar er notað um algengt sjúk-
dómsfyrirbæri í brjóstum
kvenna og hins vegar um með-
fæddan efnaskiptasjúkdóm,
sem kemur fram í útseytikirtl-
um (glandulae exocrinae) og
hét áður fibrosis cystica eða
mucoviscidosis (ástand með
seigu eða límkenndu slími).
Fyrir síðarnefnda sjúkdóminn
valdi Orðanefnd læknafélag-
anna á sínum tíma heitið slím-
seigjuvanþrif, sem ekki hefur
náð neinum teljandi vinsældum
og heitið slímseigjusjúkdómur,
sem sett var í Alþjóðlegu sjúk-
dómaskrána, virðist lítið
skárra. Gríska heitið cystis er
notað um afbrigðileg þekju-
klcedd holrými í vefjum og líf-
fœrum, sem ýmist hafa verið
nefnd blöðrur eða belgir á ís-
lensku. Undirritaður hefur
einnig notað heitið belgmein
þar sem því verður við komið.
Með þetta í huga má búa til heit-
in trefjablöðrusjúkdómur, sem
nota má um meðfædda sjúk-
dóminn, og blöðrutrefjun, sem
nota má um brjóstasjúkdóminn.
Fíbrín
Þegar litið er í Iðorðasafnið,
hefti F-G, kemur í ljós að á
nokkrum stöðum hefur ekki
verið nægilega vel greint á milli
orðhlutanna fibro- og fibrino-.
Fíbrín er trefjaefni sem mynd-
ast við storknun blóðs. Ákveðið
var að efninu skyldi ekki gefið
nýtt íslenskt heiti heldur skyldi
latneska heitið umritað til sam-
ræmis við íslenskan framburð.
Til samræmis við það ættu eftir-
talin heiti að breytast: fibrino-
cellular verði fíbrín- og frumu-,
fibrinohemorrhagic verði fíbr-
ín- og blóð-, fibrinous adhesion
verði fíbrínsamvöxtur, fibrin-
ous calculus verði fíbrínsteinn
og fibrinous cataract verði fíbr-
índrer. Rétt er síðan að breyta
einnig íslenska heitinu fibrous
adhesion, sem verði þá trefja-
samvöxtur.
Jóhann Heiðar Jóhannsson
(netfang: johannhj@rsp.is)