Læknablaðið - 15.12.1996, Side 58
882
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
lækna í sumar. Þá sátu á nokkr-
um stöðum kandídatar og
læknanemar fastir í héruðum,
vegna þess að ekki hafði verið
gætt að því í samningsgerð
þeirra að setja inn grein um að
samningar féllu úr gildi ef upp-
sagnir kæmu til framkvæmda.
Þessir aðilar voru undir veruleg-
um neikvæðum þrýstingi frá
heilsugæslulæknum. Reyndi
FUL að styðja málstað ung-
læknanna og tala máli þeirra hjá
forsvarsmönnum heilsugæslu-
lækna.
Skýrsla
fræðslunefndar FUL
Formaður nefndarinnar sat í
framhaldsmenntunarráði LÍ
síðastliðinn vetur. Á fundum
þess hafa staðlar fyrir fram-
haldsnám í helstu sérgreinum
að svæfingu undanskilinni verið
ræddir og samþykktir. Staðlar
þessir hafa áður verið kynntir
fyrir unglæknum. Málið er nú til
meðferðar í heilbrigðisráðu-
neyti og verður afgreitt þaðan á
næstunni. Ekki er ljóst hvenær
vísir að sérnámi geti hafist í öðr-
um greinum en heimilislækn-
ingum sem þegar er hafið.
Fyrirhugað námskeið deildar-
lækna í janúar hefur einnig
verið rætt og ákveðið að hafa
það með svipuðu sniði og í
fyrra.
í vetur komu tveir Danir sem
vildu okkur vel og héldu nám-
skeið fyrir unglækna svo þeir
gætu valið sér sérgrein á mark-
vissari og fljótlegri hátt en áður
hefur tíðkast á íslandi. Tókst
vel til eins og lesa má í Lækna-
blaðinu í grein eftir Helga Birg-
isson, Hvernig á að velja sér sér-
grein. Lbl 1996; 82: 342.
Sigurður Þór Sigurðsson,
formaður
Helgi Birgisson
Ársreikningur FUL
Rekstur starfsemi félagsins
var í járnum en stærstu kostnað-
arliðirnir voru vegna erlendra
samskipta og málareksturs hér
heima. Frekari upplýsingar má
fá hjá fráfarandi gjaldkera,
Guðjóni Karlssyni.
Lokaorð
Á starfsárinu sem er að ljúka,
fór sumt öðruvísi en við óskuð-
um. Ákvæði um aðgengistak-
markanir sitja sem fleinn í
holdi. Meira hefði mátt sinna
uppbyggingu gagnabanka um
nám erlendis og ýmsu fleiru en
tími vannst hreinlega ekki til
slíks vegna meira aðkallandi
mála. Enn eitt er það að því fór
mjög fjarri að það tækist að
virkja að nokkru marki hinn al-
menna félagsmann í FUL - sem
má vonandi aðeins skrifa á
vinnuálag unglækna.
í heild held ég samt að við
getum verið mjög ánægð með
það sem eftir situr eftir árið.
Lánasjóðsmálið er í réttum far-
vegi. Við unnum varnarsigur
þegar taka átti af okkur kjara-
réttindi á Ríkisspítulum í októ-
ber 1995. Við höfum haldið uppi
skeleggri og skipulagðri baráttu
gegn aðgengisákvæðinu í LR-
TR samningnum. Við höfum
barist fyrir því að fá ný lög LI
samþykkt, lög sem tryggja okk-
ur meira vægi í samtökunum.
Við höfum reynt að bera klæði á
vopnin í deilu sérfræðinga og
heilsugæslulækna og leggja
áherslu á það sem sameinar
lækna í stað hins sem sundrar.
Okkur hefur orðið vel ágengt í
þessum málum. Rödd okkar
heyrist nú miklu meira en áður
innan LÍ meðal annars er for-
maður FUL orðinn fastamaður
í stjórn LÍ. Við höfum sýnt að
við höfum heilmargt til málanna
að leggja í heildarsamtökum
lækna - vegna krafts okkar og
lítilla sérhagsmuna. Þessum ár-
angri höfum við náð með mark-
vissri vinnu, samstöðu og
ákveðni. Nú reynir á að fylgja
okkar málum eftir.
Reykjavík 30. október 1996,
Páll Matthíasson
Aðalfundur FUL
Aðalfundur FUL var haldinn
að Hlíðasmára 8, fimmtudags-
kvöldið 31. október síðastlið-
inn. Mæting var þokkaleg en
langt frá því að vera viðunandi.
Þetta á ekki síst við nú við upp-
haf lokakafla jafn mikilvægs
máls og aðgengismálið er. LIN
málið er einnig mjög mikilvægt
kjara- og réttindamál margra
lækna og þó það sé í góðum far-
vegi er ljóst að fyrir dyrum
stendur mikil barátta og mála-
rekstur. Mál málanna næstu
mánuði verður þó án efa endur-
nýjun kjarasamninga lausráð-
inna sjúkrahúslækna þar sem
styrk samstaða unglækna og
annarra sjúkrahúslækna er
hornsteinn þess að leiðrétting
launa nái fram að ganga. Vegna
breyttra aðstæðna hér heima,
fækkunar útskrifaðra lækna-
kandídata, væntanlegrar gildis-
töku EB tilskipunar 93/104/EB
um vinnuvernd og vaxandi eftir-
spurnar erlendis frá er samn-
ingsstaða unglækna betri nú en
nokkurn tímann áður og mikil-
vægt að nýta það til hins ýtrasta.
Lagabreyting
I stað flókinnar lagagreinar í
fjórum liðum, þar sem skil-
greindir voru þeir sem gátu
gerst félagar, var samþykkt
styttri og opnari grein með færri
takmörkunum.
Grein 3 hljóðar svo: