Læknablaðið - 15.12.1996, Page 66
888
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Skíða-
kappar í
Kerlinga-
fjöllum
Dagana 21.-24. júlí síðastliðinn
dvaldi hópur lækna ásamt fjöl-
skyldum við skíðaiðkun í Kerl-
ingafjöllum. Ferðin tókst hið
besta í alla staði. Á myndinni
eru, taldir frá vinstri.
Gestur Þorgeirsson, Uggi Agn-
arsson, Karl G. Kristinsson,
Reynir Tómas Geirsson, Sverrir
Harðarson, Jónas Hallgrímsson
og Ásgeir Haraldsson.
íslensk erfðagreining
Föstudaginn 22. nóvember
síðastliðinn var fyrirtækið ís-
lensk erfðagreining formlega
opnuð.
íslensk erfðagreining er
stofnuð af íslenskum og banda-
rískum aðilum en forstjóri
stofnunarinnar er Kári Stefáns-
son. Rannsóknarstofur eru
búnar nýjustu og öflugustu
tölvu- og tækjabúnaði á sviði
erfðavísinda.
í fréttatilkynningu segir, að á
vegum stofnunarinnar verði
leitað erfðafræðilegra orsaka
sykursýki, gigtar, astma og fleiri
algengra sjúkdóma. Til starfa
hefur íslensk erfðagreining
þegar ráðið hóp sérmenntaðra
Islendinga sem margir hverjir
hafa ekki til þessa fundið störf á
sínu sviði hér á landi.
Vegna einsleitni og langvar-
andi einangrunar landsmanna
Kári Stefánsson. Ljósm.: -jt-
er þess vænst að erfðafræðilegar
rannsóknir hér á landi muni
jafnvel geta leitt til nýrra upp-
götvana á því sviði. Að sögn
Kára Stefánssonar mun ýtrustu
varfærni verða gætt við með-
höndlun sýnishorna og fyllstu
leyndar um erfða- og læknis-
fræðilegar upplýsingar er varða
einstaklingana.