Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 11

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 207 Gram jákvæðra baktería ónæmum fyrir B-lakt- am sýklalyfjum. Sem forvarnarsýklalyf hjá sjúklingum með æðaleggi (hvort sem þeir eru í nriðbláæð eða útlimabláæð) eða æðagrafta. Sem upphafsmeðferð við sýklalyfjatengdri rist- ilbólgu. Sem forvarnarsýklalyf hjá fyrirburum. Sem forvarnarsýklalyf hjá sjúklingum með- höndluðum með kviðskilun. Teknar voru saurræktanir frá öllum sjúkling- um og starfsfólki viðkomandi deildar. Frá þeim sjúklingum sem ekki gátu skilað saur- prufum voru tekin endaþarmsstrok í flutnings- æti (Culturette®, Becton and Dickinson, USA). Aðrar aðgerðir á Landspítalanum: Teknar voru ræktanir úr frárennsli Landspítalans á þann hátt að sýni fengjust frá öllum helstu álmum spítalans. Samkvæmt því voru tekin vökvasýni úr holræsum spítalans á fimm stöð- um. Jafnframt var ákveðið að taka skimrækt- anir frá sjúklingum á gjörgæsludeild, krabba- meinslækningadeild, einni skurðdeild og einni barnadeild. Teknar voru ræktanir frá þeim sjúklingum þessara deilda sem höfðu verið á spítalanum lengur en sjö daga eða höfðu fengið sýklalyf í meira en 48 klukkustundir. A gjör- gæsludeild voru tekin sýni frá þeim sem höfðu verið þar lengur en 48 klukkustundir. Teknar voru saurræktanir frá öllum sem gátu skilað hægðaprufu en hjá hinum var tekið endaþarmsstrok í flutningsæti (Culturette®). Meðferð sýna, greining: Öllum sýnum var sáð á sýklaæti innan sex klukkustunda frá sýna- töku. Saursýnum var sáð á Kanamycin aesculin agar (valæti fyrir enterókokka, Oxoid, Eng- land), S-S agar (valæti fyrir bæði streptókokka og stafýlókokka, Oxoid, England) og í genta- mícín saltbroð (6,5% NaCl og 4 mg/1 genta- mícín, valæti fyrir enterókokka). A öðrum degi var sáð úr gentamícínsaltbroðinu á Kana- mycin aesculin agarinn. Þyrpingar með dæmi- gert útlit voru greindar með hefðbundnum hætti. Næmispróf voru gerð á öllum enteró- kokkum með skífuprófum að hætti Kirby og Bauer (18). Þeir enterókokkar sem reyndust vera ampicillín ónæmir voru greindir til teg- undar með API Strept prófi (API20Strep, bioMérieux sa, Frakkland) og/eða Vitek grein- ingarspjaldi (Vitek®GPI, bioMérieux Vitek, Inc., USA). Lágmarksheftistyrkur ampicillín ónæmra stofna var mældur með E-test® strimlaprófi (AB Biodisk, Svíþjóð). Nœmi enterókokka í sýnitm sendum til sýkla- frœðideildar Landspítalans: Algengast er að enterókokkar séu greindir í þvagsýnum og þá er einnig líklegast að næmi þeirra fyrir sýkla- lyfjum sé athugað, þar sem þeir eru algengir sýkingarvaldar í þvagfærum. Því var farið yfir allar þvagræktanir fyrir tímabilið 01.01.1994 til 31.12.1995. Næmi höfðu verið gerð fyrir amp- icillíni, tetracýklíni, erýtrómýcíni, trímetó- prím-súlfa, nítrófúrantóíni og vankómýcíni með aðferð Kirby og Bauer (18) og voru niður- stöður þeirra skráðar. Niðurstöður Sjúklingar sem greindust með ampicillín ónœma enterókokka fyrir aðgerðir: 1) Sjúklingur með samfallsbrot á hrygg, sem átti margar sjúkrahúslegur að baki. Var með inniliggjandi þvaglegg og greindist með þvag- færasýkingu af völdum ampicillín ónæmra ent- erókokka eftir þriggja vikna legu. Hafði ekki verið á sýklalyfjum. 2) Sjúklingur lagður inn á viðkomandi deild með blóðugan niðurgang, en fór þaðan í ristil- aðgerð og síðan á skurðdeild. Fór á breiðrófs- sýklalyf eftir aðgerðina og um tveimur vikum síðar ræktuðust ampicillín ónæmir enteró- kokkar úr skurðsárinu. 3) Sjúklingur með alnæmi á lokastigi. Hann hafði fengið mikið af sýklalyfjum, var með inniliggjandi miðbláæðalegg og fékk blóðsýk- ingu af völdum enterókokkanna. Skimrœktanir: Á þeirri sjúkradeild, þar sem ampicillín ónæmu stofnarnir höfðu fundist, voru teknar ræktanir frá 11 sjúklingum og 19 starfsmönnum. Einn sjúklingur reyndist vera með ampicillín ónæma enterókokka í saur svo og einn starfsmaður. Sjúklingurinn hafði marg- oft legið á Landspítalanum og hafði verið á sýklalyfjum vegna lungnabólgu. Starfsmaður- inn var hraustur og hafði ekki verið á sýklalyfj- um, en hafði unnið mikið með þá sjúklinga sem voru með ónæmu stofnana. Aðrir voru aðeins með næma enterókokka. Teknar voru 23 skimræktanir frá sjúklingum á öðrum deildum (níu á krabbameinslækninga- deild, sjö á skurðdeild, fjórar á barnadeild og þrjár gjörgæsludeild). Engir ampicillín ónæmir enterókokkar fundust í sjúklingunum á þessum deildum. Engir ampicillín ónæmir enterókokkar fund- ust í holræsum spítalans. Bakterían: Ampicillín ónæmi enterókokka- stofninn var Enterococcus faecium (GPI

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.