Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 11

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 207 Gram jákvæðra baktería ónæmum fyrir B-lakt- am sýklalyfjum. Sem forvarnarsýklalyf hjá sjúklingum með æðaleggi (hvort sem þeir eru í nriðbláæð eða útlimabláæð) eða æðagrafta. Sem upphafsmeðferð við sýklalyfjatengdri rist- ilbólgu. Sem forvarnarsýklalyf hjá fyrirburum. Sem forvarnarsýklalyf hjá sjúklingum með- höndluðum með kviðskilun. Teknar voru saurræktanir frá öllum sjúkling- um og starfsfólki viðkomandi deildar. Frá þeim sjúklingum sem ekki gátu skilað saur- prufum voru tekin endaþarmsstrok í flutnings- æti (Culturette®, Becton and Dickinson, USA). Aðrar aðgerðir á Landspítalanum: Teknar voru ræktanir úr frárennsli Landspítalans á þann hátt að sýni fengjust frá öllum helstu álmum spítalans. Samkvæmt því voru tekin vökvasýni úr holræsum spítalans á fimm stöð- um. Jafnframt var ákveðið að taka skimrækt- anir frá sjúklingum á gjörgæsludeild, krabba- meinslækningadeild, einni skurðdeild og einni barnadeild. Teknar voru ræktanir frá þeim sjúklingum þessara deilda sem höfðu verið á spítalanum lengur en sjö daga eða höfðu fengið sýklalyf í meira en 48 klukkustundir. A gjör- gæsludeild voru tekin sýni frá þeim sem höfðu verið þar lengur en 48 klukkustundir. Teknar voru saurræktanir frá öllum sem gátu skilað hægðaprufu en hjá hinum var tekið endaþarmsstrok í flutningsæti (Culturette®). Meðferð sýna, greining: Öllum sýnum var sáð á sýklaæti innan sex klukkustunda frá sýna- töku. Saursýnum var sáð á Kanamycin aesculin agar (valæti fyrir enterókokka, Oxoid, Eng- land), S-S agar (valæti fyrir bæði streptókokka og stafýlókokka, Oxoid, England) og í genta- mícín saltbroð (6,5% NaCl og 4 mg/1 genta- mícín, valæti fyrir enterókokka). A öðrum degi var sáð úr gentamícínsaltbroðinu á Kana- mycin aesculin agarinn. Þyrpingar með dæmi- gert útlit voru greindar með hefðbundnum hætti. Næmispróf voru gerð á öllum enteró- kokkum með skífuprófum að hætti Kirby og Bauer (18). Þeir enterókokkar sem reyndust vera ampicillín ónæmir voru greindir til teg- undar með API Strept prófi (API20Strep, bioMérieux sa, Frakkland) og/eða Vitek grein- ingarspjaldi (Vitek®GPI, bioMérieux Vitek, Inc., USA). Lágmarksheftistyrkur ampicillín ónæmra stofna var mældur með E-test® strimlaprófi (AB Biodisk, Svíþjóð). Nœmi enterókokka í sýnitm sendum til sýkla- frœðideildar Landspítalans: Algengast er að enterókokkar séu greindir í þvagsýnum og þá er einnig líklegast að næmi þeirra fyrir sýkla- lyfjum sé athugað, þar sem þeir eru algengir sýkingarvaldar í þvagfærum. Því var farið yfir allar þvagræktanir fyrir tímabilið 01.01.1994 til 31.12.1995. Næmi höfðu verið gerð fyrir amp- icillíni, tetracýklíni, erýtrómýcíni, trímetó- prím-súlfa, nítrófúrantóíni og vankómýcíni með aðferð Kirby og Bauer (18) og voru niður- stöður þeirra skráðar. Niðurstöður Sjúklingar sem greindust með ampicillín ónœma enterókokka fyrir aðgerðir: 1) Sjúklingur með samfallsbrot á hrygg, sem átti margar sjúkrahúslegur að baki. Var með inniliggjandi þvaglegg og greindist með þvag- færasýkingu af völdum ampicillín ónæmra ent- erókokka eftir þriggja vikna legu. Hafði ekki verið á sýklalyfjum. 2) Sjúklingur lagður inn á viðkomandi deild með blóðugan niðurgang, en fór þaðan í ristil- aðgerð og síðan á skurðdeild. Fór á breiðrófs- sýklalyf eftir aðgerðina og um tveimur vikum síðar ræktuðust ampicillín ónæmir enteró- kokkar úr skurðsárinu. 3) Sjúklingur með alnæmi á lokastigi. Hann hafði fengið mikið af sýklalyfjum, var með inniliggjandi miðbláæðalegg og fékk blóðsýk- ingu af völdum enterókokkanna. Skimrœktanir: Á þeirri sjúkradeild, þar sem ampicillín ónæmu stofnarnir höfðu fundist, voru teknar ræktanir frá 11 sjúklingum og 19 starfsmönnum. Einn sjúklingur reyndist vera með ampicillín ónæma enterókokka í saur svo og einn starfsmaður. Sjúklingurinn hafði marg- oft legið á Landspítalanum og hafði verið á sýklalyfjum vegna lungnabólgu. Starfsmaður- inn var hraustur og hafði ekki verið á sýklalyfj- um, en hafði unnið mikið með þá sjúklinga sem voru með ónæmu stofnana. Aðrir voru aðeins með næma enterókokka. Teknar voru 23 skimræktanir frá sjúklingum á öðrum deildum (níu á krabbameinslækninga- deild, sjö á skurðdeild, fjórar á barnadeild og þrjár gjörgæsludeild). Engir ampicillín ónæmir enterókokkar fundust í sjúklingunum á þessum deildum. Engir ampicillín ónæmir enterókokkar fund- ust í holræsum spítalans. Bakterían: Ampicillín ónæmi enterókokka- stofninn var Enterococcus faecium (GPI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.