Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 21

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 213 Table II. Questionnaire data. Questions n/Total N (%) Q 1. Have you had wheezing or whistling in your chest at any time in the last 12 months? 94/567 (16.6) If yes: Q 1.1. Have you been at all breathless when the wheezing noise was present? 35/93 (37.6) Q 1.2. Have you had this wheezing or whisling when you did not have cold? 53/93 (57.0) Q 2. Have you woken up with a feeling of tightness in your chest at any time in the last 12 months? 51/562 (9.1) Table III. Questionnaire data. Questions n/Total N (%) Q 3. Have you had an attack of shortness of breath that came on during the day when you were at rest at any time in the last 12 months ? 16/567 (2.8) Q 4. Have you had an attack of shortness of breath that came on following strenuous activity at any time in the last 12 months ? 115/567 (20.3) Q 5. Have you been woken by an attack of shortness of breath at any time in the last 12 months? 9/567 (1.6) Q 6. Have you been woken by an attack of coughing at any time in the last 12 months? 121/567 (21.3) Q 7. Do you have any nasal allergies including „hay fever“? 131/567 (23.1) vegna hjartaáfalla á síðustu þremur mánuðum eða vegna meðferðar á hjartasjúkdómum, fimm vegna notkunar flogaveikilyfja, fjóra vegna notkunar betablokkerandi lyfja, 16 ófrískar konur og 12 konur með börn á brjósti. Einnig voru útilokaðir frá metakólínprófinu níu einstaklingar sem féllu um > 10% í FEVj 0 við að anda að sér 0,9% saltvatni í upphafi prófsins og fjórir sem höfðu FEVj 0% lægra en 70% af viðmiðunargildi. Ofnœmispróf: Ofnæmispróf voru gerð með pikkaðferð hjá 540 þátttakendum og prófað fyrir 12 ofnæmisvökum (12). Einnig voru mæld í sermi sértæk IgE-mótefni fyrir fimm ofnæmis- vökum (Pharmacia CAP system) (19). Skilgreining astma: Uppsöfnuð algengi astma (cumulative prevalence) voru öll þau tilvik þegar fyrri saga var um astma staðfestan af lækni. Algengi astma á einu ári (current prevalence) var metið út frá sögu um píp (ýl) eða surg fyrir brjósti á síðastliðnum 12 mánuð- um ásamt sögu um astmagreiningu staðfesta af lækni og/eða berkjuauðreitni og sögu um píp (ýl) eða surg fyrir brjósti á síðustu 12 mánuð- um. Tölfrœði: Gildi eru birt sem meðalgildi með einu staðalfrávik (±SD). Samanburður á hóp- um var gerður með kí-kvaðratsprófum. Niðurstöður Alls svöruðu 567 spurningalista, 535 fóru í blásturspróf, 470 í berkjuauðreitnipróf og 540 í húðpróf (tafla I). Öndunarfœraeinkenni: Tæplega 17% höfðu tekið eftir pípi (ýli) eða surgi fyrir brjósti síð- ustu 12 mánuði og rúmlega helmingur þeirra hafði haft surg án þess að vera kvefaður (tafla II). Níu af hundraði höfðu vaknað með þyngsli fyrir brjósti (tafla II) og 2,8% höfðu fengið mæðiskast í hvfld að degi til (tafla III). Tuttugu og þrír af hundraði sögðust hafa haft ofnæmi í nefi, þar með talið frjókvef (tafla III). Meðal karla gáfu 19,6% upp surg fyrir brjósti síðustu 12 mánuði en 13,7% kvenna (p=0,06). Þetta snerist við varðandi næturhósta og marktækt fleiri konur en karlar höfðu vaknað vegna hóstakasta einhvern tímann síðustu 12 mánuði (25,7% á móti 16,7%) (p<0,01). Ekki var marktækur munur á kynjum varðandi önnur öndunarfæraeinkenni (töflur II og III). Þrjátíu og tveir (5,6%) svöruðu jákvætt spurningunni: Hefurðu nokkurn tímann fengið astma? (tafla IV). Hjá öllum nema fjórum hafði greiningin verið staðfest af lækni. Upp- safnað algengi astma (cumulative prevalence) samkvæmt þessari skilgreiningu er því 4,9%. Fjórtán (2,5%) höfðu fengið astmakast síðustu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.