Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 223 þvagfærum. Niðurstöður sýna að nauðsynlegt er að koma á reglubundnu eftirliti með þessum hópi hér á landi eins og tíðkast í öðrum löndum til að draga megi úr tíðni þessara fylgikvilla. E-5. Ristilkrabbamein og erfðir Sigurður Ingvarsson*, Jónína Þ. Jóhannsdóttir*, Sólveig Grétarsdóttir**, Guðríður H. Ólafsdótt- ir**, Jón Þór Bergþórsson*, Valgarður Egilsson* Frá *Rannsóknastofu HI í meinafræði, **Rann- sóknastofu KI í sameinda- og frumulíffrœði Talið er að um það bil 5-10% af ristilkrabba- meinum megi rekja til erfða. Algengasta mynd af arfgengu ristilkrabbameini er HNPCC (heredit- ary non-polyposis colorectal carcinoma) eða Lynch heilkenni. Sjúkdómurinn erfist með ríkj- andi hætti og eru arfberar í aukinni hættu að fá meðal annars maga- og eggjastokkakrabbamein auk ristilkrabbameins. Æxlisfrumur frá HNPCC sjúklingum hafa skerta hæfni til að gera við skemmdir í erfðaefninu, einkum ef um er að ræða misparað DNA. Talið er að kímlínubreytingar í hMSH2, hMLHl, hPMSl og hPMS2 genum sem tákna DNA viðgerðarþætti geti útskýrt þetta. Akveðið svipgerðareinkenni fylgir æxlum sem bera stökkbreytingu í genum DNA mispörunar- viðgerða, oft nefnd RER+ (replication error) svipgerð. Greina má svipgerðina með notkun microsatellite erfðamarka, því nýjar samsætur með fleiri eða færri endurteknum einingum koma fram í æxlum með RER+ svipgerð. Við höfum safnað æxlisefniviði frá árinu 1991 frá sjúklingum með ristilkrabbamein. I 25 af 114 æxlum greindist óstöðugt erfðaefni hvað varðar stutta endurtekna kirnisraðir, eða RER+ svip- gerð. Einnig höfum við unnið með hóp sjúklinga, alls 101 sjúkling, með ristilkrabbamein sem voru greindir tiltölulega ungir með sjúkdóminn (yngri en 50 ára) á tímabilinu 1955-1994. Fjörutíu og þrjú æxli frá einstaklingum úr þessum hópi reyndust hafa RER+ svipgerð. Með ættrakningu greindust fimm fjölskyldukjarnar þar sem einstaklingar með ristilkrabbamein bera RER+ svipgerð. Aukin tíðni magakrabbameins kemur einnig fram í viðkomandi fjölskyldum. I ristilæxlum þar sem RER+ svipgerð kemur fram er verið að skima fyrir stökkbreytingu með SSCP (single-stranded conformation polymorphism) og CDGE (const- ant denaturant gel electrophoresis) aðferðum. Með DNA raðgreiningu greindist sómatísk stökkbreyting í hMSH2 geni í einum einstaklingi með RER+ svipgerð og ættarsögu um ristil- krabbamein en kímlínubreytingar hafa ekki greinst. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hversu útbreytt Lynch heilkenni er á íslandi og kortleggja helstu kímlínubreytingar hér á landi sem valda sjúkdómnum. E-6. Andlitsfall, höfuðlag og arfgerðir foreldra barna með skörð Peter A. Mossey, Reynir Arngrímsson, John McCoIl, G.M. Vintiner, J. Michael Connor Frá Dept of Orthodontics, Dundee University, Depts of Medical Genetics and Statistics Glasgow University, kvennadeild Landspítalans Inngangur: Orsakir skarðs í vör með eða án klofins góms og einangraðs klofins góms eru tald- ar líkar, en hvort tveggja eru dæmi um sjúkdóma sem rekja má til margþátta erfða, það er samspils fjölgena erfða og þekktra umhverfisþátta. Hér er lýst rannsókn sem sýnir samspil arfgerðar á meg- ingeni (TGF a) við eiginleika sem stjórnast af fjölgena erfðum (andlitsfall og höfuðlag). Aðferðir: Gerðar voru formfræðilegar (morp- hometric) mælingar á röntgenmyndum foreldra barna með skörð og klofinn góm til að leita að sérkennum sem mætti einkenna andlitsfall og höf- uðlag þessara einstaklinga. Einnig var gerð DNA greining á arfgerð gensins Transforming growth factor alpha (Tgf a), með því að skoða þrjá þekkta arfbreytileika innan gensins (Taq I, BamHI og Rsa I). Niðurstöður: Andlits- og höfuðmælingar sýndu greinilegan mun í andlitseinkennum foreldra barna með skörð borið saman við samanburðar- hóp. Arfgerðargreining sýndi að Tgfa/Taq I C2 samsætan kom oftar fyrir í foreldrahópnum (RR=4,10; p=0,009). Tgfa/BamHI A1 samsætan greindi á milli foreldra barna með skarð í vör og foreldra barna með klofinn góm (X2=7,15; p=0,007). Aðhvarfsgreiningarlíkan sýndi að arf- breytileiki greindur með Tgfa/Taq I hafði best forspárgildi til aðgreiningar á foreldrum barna með skörð og klofinn góm frá samanburðarhópi, en til að greina á milli foreldra barna með skarð í vör og þeirra sem áttu börn með einangraðan klofin góm reyndist samsett arfgerð Tgfa/BamHI og Tgfa/Rsa I best. Með notkun aðhvarfgreiningarlíkans og arf- gerðargreiningu var hægt að flokka 68,3% for- eldra rétt, en með því að bæta við upplýsingum um andlitsfall og höfuðlag foreldra var hægt að bæta forspárgildi við matið í 76% fyrir foreldra barna með klofinn góm og 94% foreldra barna með skarð í vör. Umræða. Rannsókn þessi sýnir að greinilegur munur er á andlitsfalli og höfuðlagi foreldra, sem eignast börn með skörð í vör og klofinn góm. Einnig að arfgerð hefur áhrif á líkur á að eignast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.