Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 35

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 227 11 magabólgur og einn æðamisvöxt (angiodys- plasia) í maga, ein speglun var ófullkomin og fjórar speglanir voru eðlilegar. Kennimerki (stig- mata) fyrir blæðingu voru hjá 28. Fjörtíu og fjórir sjúklingar voru á sármyndandi lyfjum en einungis átta þeirra á verndandi með- ferð. Alkóhól var áhættuþáttur hjá 27 einstakling- um. Þrjátítu og átta sjúklingar höfðu fyrri sögu sársjúkdóms. Þrettán voru á sárverndandi lyfjum. Sjö (7/38) voru á sármyndandi lyfjum en engum verndandi. Við komu voru fjórir sjúklingar í losti, sex þurftu á gjörgæslu að halda. Meðallegutími var 8,5 dagar (bil 1-63), fimm einstaklingar dóu (allir með krabbamein á lokastigi). Alls fengu 66 einstaklingar blóðgjöf 4,5 einingar að meðaltali. Skurðaðgerðir voru 10, þrjár eftir blóðug uppköst og sjö eftir sortusaur. Níu af 10 fóru í speglun en einn beint í aðgerð. Fimm voru með skeifugarnar- sár (fjögur blæðandi, eitt perf.), einn með maga- sár, einn með Mallory Weiss, einn með garnar- smokkun (intussuseption) á dausgörn (ileus), einn með carcinoid tumor í skeifugörn og einn með exfoliative simplex. Sjö (7/10) voru með kennimerki fyrir blæðingu. Þrír höfðu sögu um maga- eða skeifugarnarsár. Fjórir voru á sár- myndandi lyfjum en enginn á verndandi lyfjum. Tveir höfðu neyslu áfengis að baki. Magaspeglunaraðgerðir voru fjórar, tvær eftir blóðug uppköst og tvær eftir sortusaur. Tveir höfðu kennimerki fyrir blæðingu, einn var með æðaæxli (hemangioma ventriculi) og einn með þrengingu á maga-/vélindamótum. Tveir höfðu sögu um maga- eða skeifugarnarsár. Enginn var á sármyndandi lyfjum eingöngu en tveir voru í áfengisneyslu. Legutími var 28 dagar (bil 4-63) að meðaltali og allir þurftu blóðgjöf, þrjár einingar að meðaltali. Alls útskrifuðust 117 einstaklingar á magalyfjum, 77 á prótónupumpulyfjum og 40 á H2- blokkerum. Jafnt er á komið fyrir kynjunum varðandi inn- lagnir vegna blæðinga, konur virðast þó að jafn- aði vera eldri. Of fáir eru á verndandi lyfjum ef bólgueyðandi lyf eru notuð. Fáir þurfa á skurðað- gerð að halda vegna blæðinga og dánartíðni er lág. E-16. Gallblöðrusmágirnistenging um kviðsjá Margrét Oddsdóttir, Jónas Magnússon Frá handlækningadeild Landspítalans Stíflun á gallpípu í brishaus vegna krabbameins krefst yfirleitt aðgerðar. Oftast eru þessi æxli óskurðtæk og sjúklingurinn á stutt eftir ólifað. Stórar aðgerðir eru oft eini valmöguleikinn til að veita galli afrás. Tveir sjúklingar með óskurðtækt æxli í brishöfðinu komu nýverið á handlækninga- deild Landspítalans. Til þess að létta á gallgöng- um var gerð gallblöðrusmágirnistenging um kvið- sjá. í báðum tilfellum gengu aðgerðirnar vel og sjúklingarnir útskrifuðust heim á almennu fæði á öðrum og þriðja degi. Sýnd verða myndbönd úr aðgerðunum. Til- gangurinn er að kynna fyrir skurðlæknum nýjan aðgerðarmöguleika. E-17. Lifrarúrnám vegna gallblöðru- steina Kristinn Eiríksson*, Margrét Oddsdóttir*, Pétur Hannesson**,Kristrún R. Benediktsdóttir***, Jónas Magnússon* Frá *handlækningadeild Landspítalans, **rönt- gendeild Landspítalans, ***Rannsóknastofu HÍ í meinafræði Fimmtíu og eins árs gömul kona leitaði til heim- ilislæknis síns vegna óþæginda undir bringspölum hægra megin. Fékk ekki slæm köst en óþægindi voru viðvarandi. Ómun af lifur, gallvegum og brisi sýndi 7 cm hnöttótta fyrirferð í miðlæga (medial) hluta vinstri lifrarlappa, útlit samrýmd- ist æðaæxli (hemangioma). Æxlið lá alveg að gall- blöðru. Einnig sýnt fram á stein í gallblöðru (cholesystolithiasis). Fylgst var með ástandi og þótti aðgerð ekki fýsileg. Fyrirferð stækkaði ekki en steinn stækkaði í gallblöðru. Sjúklingur hafði af og til óþægindi sem urðu verri, en fékk aldrei gulu. Sjúklingur var lagður inn á Landspítalann til gallblöðrutöku. Farið var inn með kviðsjá og gerð ómun til að glöggva sig á ástandi. Ómun sýndi vel afmarkaða fyrirferð, minnsta fjarlægð frá hlið (hilus) var 2-3 cm. Gallblaðra lá alveg upp við æðaæxlið þannig að ekki kom til greina að gera annað en úrnám (resection) á fyrirferð ásamt gall- blöðrutöku. Gerður var skálaga skurður undir hægra rifjabarð og CUSA tæki notað til úrnáms á fyrirferð. Þannig voru æðaæxli og gallblaðra fjar- lægð um leið. Vefjameinafræðirannsókn leiddi í ljós að um hvernuæðaæxli (cavernous hemangioma) væri að ræða og gallblöðru með vöðvaauka (-hypertro- phia), væga króníska bólgu og gallstein. Með því að fara með kviðsjá inn í kviðarhol var hægt að meta hvernig lega gallblöðrunnar var með tilliti til fyrirferðarinnar. Þegar síðan kom í ljós að ekki var hægt að gera gallblöðrutöku án hættu á rofi á fyrirferð, var hægt að meta umhverfi æxlisins með ómskoðun í aðgerðinni og síðan fjar- lægja æxli, með gallblöðrunni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.