Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 40

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 40
232 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 sjúklingar nota parkódín forte eftir aðgerð. Marktækur munur var á verkjum fyrir og eftir aðgerð mælt með GRS (Graphic Rating Scale) p<0,01, en það þýddi þó ekki örugglega aftur- hvarf til vinnu. Röntgenrannsóknirnar sýndu seinan gróanda í tveimur tilvikum. I átta tilvikum voru skrúfulos, þar af 10 skrúfur í spjaldhrygg og þrjár í lendhrygg. Hjá þremur sjúklingum höfðu spengingartæki verið fjarlægð vegna óskýrðra verkja. Staphylococcus albus ræktaðist frá þeim öllum, en ekki þurfti frekari meðhöndlun. Ályktun: Spenging á mjóbaki vegna illvígra verkja eykur lífsgæði fólks sem ekki hlýtur ann- arri hefðbundinni meðferð með tilliti til þeirra þátta sem athugaðir voru. Það þýddi þó ekki ör- uggt afturhvarf til vinnu. Þörf er á langtímarann- sókn til að meta varanleika batans. E-26. Skurðaðgerð borgar sig þjóðhags- lega við vaxandi hreyfílömun af völdum mænuþrýstings vegna meinvarpa í brjósthrygg Bogijónsson*, Halldór Jónsson*, Claes Olerud** Frá *bœklunarskurðdeild Landspítalans, **bœkl- unarskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Uppsöl- um Tilgangur: Að bera saman kostnað skurðað- gerðar við mænuþrýsting af völdum meinvarpa í brjósthrygg við þann kostnað ef skurðaðgerð hefði ekki verið framkvæmd og sjúklingur lamast. Efniviður og aðferðir: Athugunin er grundvöll- uð á upplýsingum frá 24 sjúklingum, átta konum og 16 körlum (meðalaldur 67 ár), sem fóru í að- gerð á bæklunarskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum vegna vaxandi lömunar af völdum mænuþrýstings vegna meinvarpa í brjósthrygg. Miðtölulífslíkur voru 10,5 mánuðir. Kostnaður- inn var reiknaður fyrir hvern sjúkling með því að bæta við kostnaði við rannsóknir fyrir aðgerð (röntgenmyndir og að minnsta kosti ein nevróra- dílógísk rannsókn, venjulega segulómun), svæf- ing, aðgerð, spengingartæki (pedicle screw spine fixator), gjörgæsla eftir aðgerð og hjúkrun á legu- deild svo og aðrir kostnaðarliðir eftir aðgerð. Þessi kostnaður var borinn sarnan við þann kostn- að ef sjúklingar hefðu orðið lamaðir. Niðurstöður: Heildarupphæð fyrir að með- höndla þessa 24 sjúklinga með lömun var 26 mill- jónir króna (1992) sem þýðir 1.090.000 króna fyrir hvern sjúkling. Meðan á athuguninni stóð var kostnaður á langlegudeild 15.000 krónur á dag og fyrir heimahlynningu (hospital based home care) 5090 krónur. Þannig að kostnaður fyrir aðgerð jafnast á við kostnað fyrir 10 vikna dvöl á legu- deild eða 30 vikna heimahlynningu. Álit: Skurðaðgerð borgar sig þjóðhagslega þar sem aðgerðin getur komið í veg fyrir hreyfilömun, viðhaldið göngugetu og gert sjúklingi kleift að vera heima án hjálpar og þannig sparað kostnað sem legupláss á stofnun nemur. E-27. Aðgerðir vegna brjóst- og Iend- hryggjaráverka á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur 1992-1996 Sverrír Þ. Hilmarsson, Ragnar Jónsson Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Inngangur: Óstöðuga hryggjaráverka á mótum brjóst- og lendhryggjar má meðhöndla með eða án skurðaðgerðar. Flestir slíkir áverkar eru þó meðhöndlaðir með innri festingu og spengingu. Fyrir 1992 voru notaðir Harrington-teinar við slíkar aðgerðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Frá og með 1992 hafa verið notuð Steffee-Isola tæki við meðferð á slíkum áverkum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur af þessum að- gerðum á sjúkrahúsinu. Efniviður: Farið var yfir sjúkraskrár og rönt- genmyndir sjúklinga sem höfðu hlotið áverka á brjóst- eða lendhrygg á umræddu tímabili. Kann- aður var aldur sjúklinga, kynjahlutfall og orsök áverka. Brot voru flokkuð samkvæmt flokkun Denis. Athugað var samfall liðbols og skekkja fyrir og eftir aðgerð. Fylgikvillar og legutími kannaður. Niðurstöður: Eitt hundrað og sjö einstaklingar hlutu áverka á brjóst- og lendhrygg á umræddu tímabili. í aðgerð fóru 33 sjúklingar, 10 konur og 23 karlmenn. Einn með þverlömun og þrír lamað- ir að nokkru. Tveir sjúklingar höfðu taugarótar- einkenni. Meðalaldur var 33 ár (12-65). Meðal- samfall liðbols fyrir aðgerð var 36% (8-65) en eftir aðgerð5% (0-23%). Einnsjúklingurfékklungna- bólgu eftir aðgerð. Þrír sjúklingar sem ekki höfðu rótareinkenni fyrir aðgerð fengu rótareinkenni frá öðrum ganglim eftir aðgerð og var einn þeirra endurskorinn vegna þrýstings á taugarót frá skrúfu. í öllum tilfellum gengu rótareinkenni alveg tilbaka. Enginn sjúklingur fékk segarek eða sýkingu eftir aðgerð. Umræða: Niðurstaða könnunar þessarar sýnir að sú tækni og tæki sem notuð eru við þessa áverka hefur reynst vel. Hægt er að nota saman skrúfur í liðbogarætur og krókafestingar og er rétting og innri festing því örugg. Rétting skekkju var góð. Árangur er betri en áður fékkst með notkun Harrington-teina.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.