Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 40

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 40
232 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 sjúklingar nota parkódín forte eftir aðgerð. Marktækur munur var á verkjum fyrir og eftir aðgerð mælt með GRS (Graphic Rating Scale) p<0,01, en það þýddi þó ekki örugglega aftur- hvarf til vinnu. Röntgenrannsóknirnar sýndu seinan gróanda í tveimur tilvikum. I átta tilvikum voru skrúfulos, þar af 10 skrúfur í spjaldhrygg og þrjár í lendhrygg. Hjá þremur sjúklingum höfðu spengingartæki verið fjarlægð vegna óskýrðra verkja. Staphylococcus albus ræktaðist frá þeim öllum, en ekki þurfti frekari meðhöndlun. Ályktun: Spenging á mjóbaki vegna illvígra verkja eykur lífsgæði fólks sem ekki hlýtur ann- arri hefðbundinni meðferð með tilliti til þeirra þátta sem athugaðir voru. Það þýddi þó ekki ör- uggt afturhvarf til vinnu. Þörf er á langtímarann- sókn til að meta varanleika batans. E-26. Skurðaðgerð borgar sig þjóðhags- lega við vaxandi hreyfílömun af völdum mænuþrýstings vegna meinvarpa í brjósthrygg Bogijónsson*, Halldór Jónsson*, Claes Olerud** Frá *bœklunarskurðdeild Landspítalans, **bœkl- unarskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Uppsöl- um Tilgangur: Að bera saman kostnað skurðað- gerðar við mænuþrýsting af völdum meinvarpa í brjósthrygg við þann kostnað ef skurðaðgerð hefði ekki verið framkvæmd og sjúklingur lamast. Efniviður og aðferðir: Athugunin er grundvöll- uð á upplýsingum frá 24 sjúklingum, átta konum og 16 körlum (meðalaldur 67 ár), sem fóru í að- gerð á bæklunarskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum vegna vaxandi lömunar af völdum mænuþrýstings vegna meinvarpa í brjósthrygg. Miðtölulífslíkur voru 10,5 mánuðir. Kostnaður- inn var reiknaður fyrir hvern sjúkling með því að bæta við kostnaði við rannsóknir fyrir aðgerð (röntgenmyndir og að minnsta kosti ein nevróra- dílógísk rannsókn, venjulega segulómun), svæf- ing, aðgerð, spengingartæki (pedicle screw spine fixator), gjörgæsla eftir aðgerð og hjúkrun á legu- deild svo og aðrir kostnaðarliðir eftir aðgerð. Þessi kostnaður var borinn sarnan við þann kostn- að ef sjúklingar hefðu orðið lamaðir. Niðurstöður: Heildarupphæð fyrir að með- höndla þessa 24 sjúklinga með lömun var 26 mill- jónir króna (1992) sem þýðir 1.090.000 króna fyrir hvern sjúkling. Meðan á athuguninni stóð var kostnaður á langlegudeild 15.000 krónur á dag og fyrir heimahlynningu (hospital based home care) 5090 krónur. Þannig að kostnaður fyrir aðgerð jafnast á við kostnað fyrir 10 vikna dvöl á legu- deild eða 30 vikna heimahlynningu. Álit: Skurðaðgerð borgar sig þjóðhagslega þar sem aðgerðin getur komið í veg fyrir hreyfilömun, viðhaldið göngugetu og gert sjúklingi kleift að vera heima án hjálpar og þannig sparað kostnað sem legupláss á stofnun nemur. E-27. Aðgerðir vegna brjóst- og Iend- hryggjaráverka á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur 1992-1996 Sverrír Þ. Hilmarsson, Ragnar Jónsson Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Inngangur: Óstöðuga hryggjaráverka á mótum brjóst- og lendhryggjar má meðhöndla með eða án skurðaðgerðar. Flestir slíkir áverkar eru þó meðhöndlaðir með innri festingu og spengingu. Fyrir 1992 voru notaðir Harrington-teinar við slíkar aðgerðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Frá og með 1992 hafa verið notuð Steffee-Isola tæki við meðferð á slíkum áverkum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur af þessum að- gerðum á sjúkrahúsinu. Efniviður: Farið var yfir sjúkraskrár og rönt- genmyndir sjúklinga sem höfðu hlotið áverka á brjóst- eða lendhrygg á umræddu tímabili. Kann- aður var aldur sjúklinga, kynjahlutfall og orsök áverka. Brot voru flokkuð samkvæmt flokkun Denis. Athugað var samfall liðbols og skekkja fyrir og eftir aðgerð. Fylgikvillar og legutími kannaður. Niðurstöður: Eitt hundrað og sjö einstaklingar hlutu áverka á brjóst- og lendhrygg á umræddu tímabili. í aðgerð fóru 33 sjúklingar, 10 konur og 23 karlmenn. Einn með þverlömun og þrír lamað- ir að nokkru. Tveir sjúklingar höfðu taugarótar- einkenni. Meðalaldur var 33 ár (12-65). Meðal- samfall liðbols fyrir aðgerð var 36% (8-65) en eftir aðgerð5% (0-23%). Einnsjúklingurfékklungna- bólgu eftir aðgerð. Þrír sjúklingar sem ekki höfðu rótareinkenni fyrir aðgerð fengu rótareinkenni frá öðrum ganglim eftir aðgerð og var einn þeirra endurskorinn vegna þrýstings á taugarót frá skrúfu. í öllum tilfellum gengu rótareinkenni alveg tilbaka. Enginn sjúklingur fékk segarek eða sýkingu eftir aðgerð. Umræða: Niðurstaða könnunar þessarar sýnir að sú tækni og tæki sem notuð eru við þessa áverka hefur reynst vel. Hægt er að nota saman skrúfur í liðbogarætur og krókafestingar og er rétting og innri festing því örugg. Rétting skekkju var góð. Árangur er betri en áður fékkst með notkun Harrington-teina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.