Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 42
234 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 litla upptöku í bankabeininu. Var meðal annars haft samband við prófessor Mankin um hvað væri best til ráða og taldi hann skynsamlegast að spengja brotna bankabeinið ef það greri ekki með spelkumeðferð. í millitíðinni hafði brotið hliðrast og nærendi brotsins stungist út í gegnum húðina. Var gerð aðgerð og bankabeinið spengt með langri spöng. Voru til staðar punktblæðingar í bankabeininu en greinilegt að blóðflæði beinsins var lélegt. Skrúfur fengu mjög gott hald í banka- beininu en öllu lakara en þó vel viðunandi hald í eigin beini sjúklings. Að auki var tekið bein frá mjaðmarspaða sjúklings og lagt að broti. Reiknað var með því að sjúklingur fengi sveifarlömun eftir aðgerðina sem reyndist þó ekki. Skurðsárið greri án aukaverkana og ekki hefur enn bólað á sýk- ingu. Samkvæmt röntgenmyndum sex mánuðum eftir aðgerð virðist brotið vera að gróa og líðan er þokkaleg. Umræða: Algengast er að bankabein brotni á fyrstu árum en brot án áverka 19 árum eftir upp- haflega aðgerð er mjög óvenjulegt. Eftir 19 ár var bankabeinið enn illa æðavætt (vascularized) þótt það væri gróið við upphandlegginn. Sjálft banka- beinsbrotið virðist vera að gróa. Við brot eins og þetta er enginn góður kostur til þótt endirinn í þetta skiptið virðist ætla að vera farsæll. E-31. Ilizarovs aðgerðir á bæklunardeild Fjórðungsjúkrahússins á Akureyri. Sjúkratilfelli Þorvaldur Ingvarsson Frá bœklunar- og slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri Um miðjan níunda áratuginn voru fyrstu að- gerðir að hætti Ilizarovs framkvæmdar á bæklun- ardeild FSA, lögðust þær smám saman af. Síðar hafa orðið miklar framfarir, sérstaklega vegna nýrrar vitneskju og getu til að lengja útlimi svo og græða sýkt beinbrot. Árið 1995 var fenginn nýr búnaður sem gerði mögulegt að hefja aðgerðir að nýju. í framhaldi af því hófust aðgerðir að nýju í samstarfi við bæklunardeildina í Lundi í Svíþjóð. Hér á eftir verður sjúkratilfellum lýst. 1. Níu ára gamall drengur hlaut mikinn fjöl- áverka, þar á meðal opið brot á lærlegg og sköfl- ungi. Vaxtarstöðvun varð í vinstri ganglim og reyndist hann 10 cm styttri en sá hægri. Einnig var lömun í fæti neðan ökkla. Þessu fylgdi mikil helti og vaggandi göngulag. Gerð var lengingaraðgerð og sköflungurinn lengdur um 8 cm. Tók lengingin tvo og hálfan mánuð og var ramminn tekinn eftir sjö mánuði. Drengnum líður ágætlega en vegna vaxtarstöðvunar er áætlað að lengja lærlegg hans þegar hann hefur tekið út vöxt. 2. Sex ára stúlka fædd með Albrights heilkenni og trefjarangvöxt (fibrous dysplasia) í nær öllum hægri helmingi líkamans. Brotnaði þrisvar í gegn- um hægri lærleggsháls og upp úr því hafði lær- leggsháls og hnúta afmyndast í æxlisberði, um barnhöfuðsstórt. Stúlkan kom á barnabæklunar- deildina í Lundi í Svíþjóð og var allur nærhluti lærleggs fjarlægður. Beinflutningur og eftirmeð- ferð fór síðan fram við FSA. 3. Sjómaður á sextugsaldri hlaut opið sköfl- ungsbrot á skipi undan strönd Kanada. Fékk frummeðferð þar. Við komu á FSA hafði hann sýkingu og var brotið enn opið. Smám saman þróaðist sýktur brotaliður. Settur var Ilizarovs rammi og flutt til bein og greri hann á þremur mánuðum. Rúmlega tvítugur maður með brjóskkröm (achondroplasia) sem var 146 á hæð og hafði mikla varusstöðu á báðum leggjum. Hann var lengdur með Ilizarovs tækninni um 6 cm og var- usstaða lagfærð. Voru rammar á í sex mánuði. Nú eru tveir sjúklingar í eða að ljúka meðferð. Árangur er sambærilegur og erlendis en fjöldi fylgikvilla er talsverður (pinnasýkingar og þreytu- brot). Talsverðan fjölda aðgerða þarf að gera til að ná tökum á Ilizarovs tækninni og því er mikil- vægt að myndað sé teymi um hana hér á íslandi. E-32. í minningu Ilizarovs Þorvaldur Ingvarsson Frá bœklunar- og slysadeild Fjórðungsjúkrahúss- ins á Akureyri Ilizarovs aðgerðir eru kenndar við prófessor Ilizarov sem fæddist í júní 1921 og lést 1993 í Kurg- an í fyrrum Ráðstjórnarríkjunum. Sagt er að hann hafi uppgvötað lengingaraðferð sína fyrir tilviljun er hermaður sem lá brotinn í strekk neðan hnés lengdist meðan á meðferð stóð. Hóf Ilizarov til- raunir á hundum og sýndi fram á að hægt væri að lengja og flytja til bein. Einnig rannsakaði hann áhrif á mjúkvefi (taugar, æðar, vöðva og sinar). Tækni Ilizarovs byggist á því að settur er hring- laga rammi um útliminn og hann festur með mjó- um vírum í gegnum bein. Beinið er tekið í sundur með sem minnstum áverka fyrir mjúkvefi og bein- himnu. Ramminn er síðan skrúfaður í sundur um 1 mm á dag þar til réttri lengd er náð. Loks er beðið eftir því að beinið grói. Það er hægt að lengja útlimi um allt að 20 cm með þessari aðferð. Rammann þarf að setja þannig að sjúklingurinn geti stigið í fótinn og haft fríar hreyfingar um aðlæga liði. Þessi festingartækni sýndi sig vera mjög stöðug þannig að ekkert verkfæri til ytri festingar hefur enn skákað því. Tækni Ilizarovs barst til Vesturlanda urn Ítalíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.