Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 44

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 44
236 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 gerð hærri (p<0,001). Ekki reyndist munur á sjúkrahúsdvöl (tveir dagar) og fylgikvillum (15%). Kviðsjáraðgerðirnar (60 mínútur) tóku lengri tíma en opnu (35 mínútur) aðgerðirnar (p<0,001). Ályktun: Kviðsjáraðgerð er jafn örugg og opin botnlangataka. Kostur er að sjúklingarnir hafa minni verki eftir kviðsjáraðgerð og eru fljótari að ná sér. Þetta hefur þó ekki marktæk áhrif á það hvenær sjúklingarnir snúa til vinnu né heldur lengd sjúkrahúsdvalar. Þar að auki tekur kvið- sjáraðgerð lengri tíma. Þjóðfélagslegur sparnaður við kviðsjáraðgerð er því ekki augljós. E-35. Nýrnahettukaganir, aðgerðar- tækni fyrir vinstri og hægri nýrnahettu Margrét Oddsdóttir, C. Dan Smith, Jónas Magnús- son Frá handlœkningadeild Landspítalans Nýrnahettukögun var fyrst gerð 1992 og hefur síðan rutt sér til rúms og er víða talin ákjósanleg- asta aðferðin við úrnám nýrnahettuæxla. Abend- ingar fyrir aðgerð eru þær sömu og fyrir venjuleg- ar opnar nýrnahettuaðgerðir. Fyrir hægri nýrna- hettukögun er sjúklingur í vinstri hliðarlegu, með borðið brotið við mjaðmarkambinn. Fjórir hol- stingir eru settir undir hægra rifjabarð og er einn þeirra fyrir lifrarhaka, annar fyrir skópið og tveir fyrir verkfæri. Fyrir vinstri nýrnahettukögun er sjúklingur í hægri hliðarlegu, með borðið brotið við mjaðmarkambinn. Þrír holstingir undir vinstra rifjabarði eru notaðir, einn fyrir skópið og tveir fyrir verkfæri. Aðgerðartækni fyrir bæði vinstri og hægri nýrnahettu er sýnd á myndbandi. Tilgangurinn er að kynna þær aðgerðir sem gerðar hafa verið á íslandi með kögun og nýja aðgerðarmöguleika. E-36. Ileóanal anastómósa með J-poka Tryggvi Stefánsson*, Tómas Jónsson** Frá *skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, **handlœkningadeild Landspítalans Inngangur: Kjöraðgerð vegna sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) hefur til skamms tíma verið al- gjör proktókólektómía og dausgarnarraufun (il- eostomy). Árið 1978 gerðu Parks og Nichols á St. Marks fyrstu ileóanal anastómósuna með „ileal pouch“ á sjúklingi með sáraristilbólgu. I upphafi var mikið um fylgikvilla við þessar aðgerðir en með aukinni reynslu og bættri aðgerðatækni hef- ur árangurinn orðið góður. Sú aðgerð sem er algengust í dag er heftaður J-poki og hringheftuð ileóanal anastómósa. Þessi aðgerð er framkvæmd á Islandi í samvinnu ristilskurðlækna á Landspít- alanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Tilgangur: Kynna nýja aðgerð og gera grein fyrir árangri. Aðferð: Allir fimm sjúklingarnir (þrír karlar; tvær konur; miðgildi aldurs 36 ár (23-47)) höfðu gengist undir bráðaaðgerðir vegna sáraristilbólgu þar sem lyfjameðferð hafði reynst gagnslaus. Hjá fjórum sjúklingum hafði í fyrstu aðgerð verið framkvæmt ristilnám (colectomy) og dausgarnar- raufun en hjá einum ristilnám og ileórektal an- astómósa. Allir sjúklingarnir fengu heftaðan J- poka með heftaðri ileóanal anastómósu í seinni aðgerð. J-pokinn var hafður 18-24 cm á lengd. Ileóanal anastómósan var gerð um 1 cm fyrir ofan linea dentata. Niðurstöður: Sjúkrahúsvist eftir aðgerð var 11 dagar (níu til 25). Árangri aðgerðar var fylgt eftir 12 mánuði (þrír til 21) (median) eftir aðgerð. Allir sjúklingarnir eru ánægðir með árangurinn. Al- gengast er að tæmingar séu fjórum til sex sinnum á dag og aldrei til tvisvar sinnum á nóttu. Enginn sjúklinganna hefur hægðaleka né á í erfiðleikum með tæmingu. Ályktun: Ileóanal anastómósa með J-poka er öruggur og góður valkostur eftir ristilnám fyrir sjúklinga með sáraristilbólgu í staðinn fyrir al- gjöra proktókólektómíu og dausgarnarraufun. E-37. Aðgerðir vegna sarpbólgu í buga- ristli á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Þórdís Kjartansdóttir, Tryggvi Stefánsson Frá skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Sarpbólga (diverticulosis) í buga- ristli (colon sigmoideum) er algengur sjúkdómur. Algengi er vaxandi vegna stækkandi eldri aldurs- hópa og vegna vaxandi algengis innan aldurs- hópa. Fjöldi aðgerða vegna sarpbólgu í bugaristli hefur þess vegna aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna aftur- virkt árangur aðgerða vegna sarpbólgu í bugaristli á 20 ára tímabili á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Aðferðir: Tölvukerfi Sjúkrahúss Reykjavíkur var notað til að finna sjúkraskrár sjúklinga með greininguna Diverticulosis eða Diverticulitis coli sigmoidei frá 1.1.1976 til 31.12.1995 og upplýsingar fengnar úr þeim. Niðurstöður: Frá skurðlækningadeild SHR voru á 20 ára tímabili 1976-1995 útskrifaðir 480 sjúklingar með greininguna sarpbólga í bugaristli. Af þeim höfðu 179 gengist undir skurðaðgerð (1976-1980=27; 1981-1985=26; 1986-1990=47; 1991-1995=79) (karlar=80, konur=99, aldur (miðgildi)=69 (34-90)). Valaðgerðir voru framkvæmdar hjá 98 sjúk- lingum. Ábendingar voru endurtekin köst hjá 55; þrengsli (strictura) hjá 25; grunur um illkynja æxli

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.