Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 44

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 44
236 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 gerð hærri (p<0,001). Ekki reyndist munur á sjúkrahúsdvöl (tveir dagar) og fylgikvillum (15%). Kviðsjáraðgerðirnar (60 mínútur) tóku lengri tíma en opnu (35 mínútur) aðgerðirnar (p<0,001). Ályktun: Kviðsjáraðgerð er jafn örugg og opin botnlangataka. Kostur er að sjúklingarnir hafa minni verki eftir kviðsjáraðgerð og eru fljótari að ná sér. Þetta hefur þó ekki marktæk áhrif á það hvenær sjúklingarnir snúa til vinnu né heldur lengd sjúkrahúsdvalar. Þar að auki tekur kvið- sjáraðgerð lengri tíma. Þjóðfélagslegur sparnaður við kviðsjáraðgerð er því ekki augljós. E-35. Nýrnahettukaganir, aðgerðar- tækni fyrir vinstri og hægri nýrnahettu Margrét Oddsdóttir, C. Dan Smith, Jónas Magnús- son Frá handlœkningadeild Landspítalans Nýrnahettukögun var fyrst gerð 1992 og hefur síðan rutt sér til rúms og er víða talin ákjósanleg- asta aðferðin við úrnám nýrnahettuæxla. Abend- ingar fyrir aðgerð eru þær sömu og fyrir venjuleg- ar opnar nýrnahettuaðgerðir. Fyrir hægri nýrna- hettukögun er sjúklingur í vinstri hliðarlegu, með borðið brotið við mjaðmarkambinn. Fjórir hol- stingir eru settir undir hægra rifjabarð og er einn þeirra fyrir lifrarhaka, annar fyrir skópið og tveir fyrir verkfæri. Fyrir vinstri nýrnahettukögun er sjúklingur í hægri hliðarlegu, með borðið brotið við mjaðmarkambinn. Þrír holstingir undir vinstra rifjabarði eru notaðir, einn fyrir skópið og tveir fyrir verkfæri. Aðgerðartækni fyrir bæði vinstri og hægri nýrnahettu er sýnd á myndbandi. Tilgangurinn er að kynna þær aðgerðir sem gerðar hafa verið á íslandi með kögun og nýja aðgerðarmöguleika. E-36. Ileóanal anastómósa með J-poka Tryggvi Stefánsson*, Tómas Jónsson** Frá *skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, **handlœkningadeild Landspítalans Inngangur: Kjöraðgerð vegna sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) hefur til skamms tíma verið al- gjör proktókólektómía og dausgarnarraufun (il- eostomy). Árið 1978 gerðu Parks og Nichols á St. Marks fyrstu ileóanal anastómósuna með „ileal pouch“ á sjúklingi með sáraristilbólgu. I upphafi var mikið um fylgikvilla við þessar aðgerðir en með aukinni reynslu og bættri aðgerðatækni hef- ur árangurinn orðið góður. Sú aðgerð sem er algengust í dag er heftaður J-poki og hringheftuð ileóanal anastómósa. Þessi aðgerð er framkvæmd á Islandi í samvinnu ristilskurðlækna á Landspít- alanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Tilgangur: Kynna nýja aðgerð og gera grein fyrir árangri. Aðferð: Allir fimm sjúklingarnir (þrír karlar; tvær konur; miðgildi aldurs 36 ár (23-47)) höfðu gengist undir bráðaaðgerðir vegna sáraristilbólgu þar sem lyfjameðferð hafði reynst gagnslaus. Hjá fjórum sjúklingum hafði í fyrstu aðgerð verið framkvæmt ristilnám (colectomy) og dausgarnar- raufun en hjá einum ristilnám og ileórektal an- astómósa. Allir sjúklingarnir fengu heftaðan J- poka með heftaðri ileóanal anastómósu í seinni aðgerð. J-pokinn var hafður 18-24 cm á lengd. Ileóanal anastómósan var gerð um 1 cm fyrir ofan linea dentata. Niðurstöður: Sjúkrahúsvist eftir aðgerð var 11 dagar (níu til 25). Árangri aðgerðar var fylgt eftir 12 mánuði (þrír til 21) (median) eftir aðgerð. Allir sjúklingarnir eru ánægðir með árangurinn. Al- gengast er að tæmingar séu fjórum til sex sinnum á dag og aldrei til tvisvar sinnum á nóttu. Enginn sjúklinganna hefur hægðaleka né á í erfiðleikum með tæmingu. Ályktun: Ileóanal anastómósa með J-poka er öruggur og góður valkostur eftir ristilnám fyrir sjúklinga með sáraristilbólgu í staðinn fyrir al- gjöra proktókólektómíu og dausgarnarraufun. E-37. Aðgerðir vegna sarpbólgu í buga- ristli á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Þórdís Kjartansdóttir, Tryggvi Stefánsson Frá skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Sarpbólga (diverticulosis) í buga- ristli (colon sigmoideum) er algengur sjúkdómur. Algengi er vaxandi vegna stækkandi eldri aldurs- hópa og vegna vaxandi algengis innan aldurs- hópa. Fjöldi aðgerða vegna sarpbólgu í bugaristli hefur þess vegna aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna aftur- virkt árangur aðgerða vegna sarpbólgu í bugaristli á 20 ára tímabili á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Aðferðir: Tölvukerfi Sjúkrahúss Reykjavíkur var notað til að finna sjúkraskrár sjúklinga með greininguna Diverticulosis eða Diverticulitis coli sigmoidei frá 1.1.1976 til 31.12.1995 og upplýsingar fengnar úr þeim. Niðurstöður: Frá skurðlækningadeild SHR voru á 20 ára tímabili 1976-1995 útskrifaðir 480 sjúklingar með greininguna sarpbólga í bugaristli. Af þeim höfðu 179 gengist undir skurðaðgerð (1976-1980=27; 1981-1985=26; 1986-1990=47; 1991-1995=79) (karlar=80, konur=99, aldur (miðgildi)=69 (34-90)). Valaðgerðir voru framkvæmdar hjá 98 sjúk- lingum. Ábendingar voru endurtekin köst hjá 55; þrengsli (strictura) hjá 25; grunur um illkynja æxli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.