Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 62

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 62
250 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 breyting þurfi að gerast þannig að hér verði til raunverulegur háskólaspítali: „Háskólaspítali er grundvöll- ur að sérhverju heilbrigðiskerfi vegna þess að hann sér um að afla þekkingar sem öll heil- brigðisþjónustan byggist á. Há- skólaspítalinn miðlar þekkingu sinni með sérhæfðri læknisþjón- ustu og með því að kenna starfs- fólki heilbrigðiskerfisins. Slík stofnun leggur að jöfnu þekk- ingaröflun og miðlun, stundar heilbrigðisþjónustu eins og best þekkist á hverjum tíma og menntar starfsmenn á viðun- andi hátt og horfir til framtíðar. Þekkingar er aflað með því að sækja hana til útlanda og flytja hana heim, með rannsóknar- vinnu hérlendis og ekki má gleyma því hlutverki háskóla- spítala að sinna framhaldsþjálf- un eins og minnst var á fyrr. Nú er orðið tímabært og jafnvel brátt að byggja þessa starfsemi upp hérlendis, meðal annars vegna þess sem ég gat um áður varðandi möguleika íslenskra lækna erlendis. Þess vegna er nauðsynlegt að hefja þessa upp- byggingu. Þetta er að mínu viti mikilvægasta verkefnið í heil- brigðis- og menntamálum þjóð- arinnar." Mikil þróun í þekkingunni Einar segir að mikill hraði og ör þróun sé í þekkingu í læknis- fræði og eigi það við um allar sérgreinar. „Talið er að helm- ingunartími þekkingar í læknis- fræði sé í kringum fimm ár. Ef ég tala bara út frá því sem ég hef starfað við í 15 ár þá hafa til dæmis orðið gífurlegar breyt- ingar í allri skurðtækni. Það á einnig við um almennar skurð- lækningar, botnlangaskurður er allt önnur og minni aðgerð en var fyrir aðeins fimm til sjö ár- um og þær skurðlækningar sem ég lærði í mínu læknanámi eru orðnar algerlega úreltar, ekki bara dálítið úreltar heldur al- gerlega." Stofnanir heilbrigðiskerfisins verða að fylgjast vel með segir Einar og telur að það taki aðeins fimm til 10 ár fyrir stofn- un að verða úrelta og ekki mikið meira en 10 ár fyrir hana að verða hættulega. Hvernig met- ur hann íslenska heilbrigðis- kerfið að þessu leyti? „Það hefur tekist ótrúlega vel að halda íslensku heilbrigðis- kerfi í góðu formi, fyrst og fremst vegna þess að ungir ís- lenskir læknar hafa flutt með sér aftur nýja þekkingu eftir sér- nám sitt ytra. En á síðustu miss- erum hefur þetta verið að breyt- ast og við heyrum oftar af lækn- um sem ekki hyggjast snúa heim, munurinn á kjörum og starfsaðstöðu lækna hérlendis og erlendis er að verða slíkur að jafnvel tryggðin við ættjörðina dregur menn ekki lengur hingað eins og verið hefur.“ Einar segir það hafa gerst ítrekað á liðnum árum að ekki hafi tekist að fá lækna í stöður hér, enginn hafi sótt um stöðu yfirlæknis röntgendeildar á Landspítalanum og tveir gengið frá stöðum í lífefnafræði. Vissu- lega séu þó til dæmi um af- bragðsmenn sem hafa komið og tekið við stöðum á þeim kjörum sem hér bjóðast. „Eg hef miklar áhyggjur af því að íslenskt heil- brigðiskerfi sé að verða óhæft í samkeppni við háskólaspítala erlendis um fólk í lykilstöður. Kjör og aðstaða eru svo léleg að fólk treystir sér ekki til að vinna við þau skilyrði. Við höfum lengi gert út á hina römmu taug en með aukinni alþjóðavæð- ingu, ef svo má segja, auknum möguleika á auðveldum ferðum um allan hnöttinn setja menn það ekki fyrir sig að starfa í út- löndum og koma aðeins í heim- sókn hingað og á það auðvitað sérstaklega við enn yngri lækn- ana.“ Hvaða möguleika sérðu til að snúa þessari þróun við? „Ég hygg að háskólaspítali sem stendur undir nafni geti haft töluvert að segja. Til að svo megi verða þarf að stórauka fjárveitingar til hans því hann er dýrari í rekstri en aðrir spítalar vegna hins tvíþætta hlutverks. Hann þarf bæði að leggja mann- afla og fé í þekkingarmiðlun sina, rannsóknir og kennslu, og í nágrannalöndunum er það við- miðun að fjárveitingar til há- skólaspítala þurfi að vera 15- 25% hærri en til sambærilegra spítala. Þetta mál verða yfirvöld að skoða. Vissulega fer hluti fjárveitingar Landspítalans til kennslu en það er óskilgreint í dag og háskólinn er óbeint í þeirri aðstöðu að vera upp á náð og miskunn spítalanna kom- inn.“ Einar leggur mikla áherslu á að samvinna læknadeildar og spítala hafi verið með ágætum og vonandi verði náið og gott samstarf milli þessara aðila um alla framtíð. „En háskólinn hef- ur ekkert um fjárreiður spítal- anna að segja, sem þó sinna þessum mikilvæga þætti kennsl- unnar, og því tel ég brýnt að við stígum mjög fljótlega skrefið til fulls og komum upp þeim há- skólaspítala sem þjóðin þarf að eiga.“ -jt-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.