Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 75

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 263 Lyfjamál 56 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og landlækni Tilkynning frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Lyfjanefnd ríkisins Skráning sérlyfja og Sérlyfjaskrá Skráningar Eftir 1. apríl 1997 verður veit- ing markaðsleyfa fyrir sérlyf miðuð við næstu mánaðamót. Tilynning um ný markaðsleyfi verður birt í Lyfjaverðskrá sem kemur út á disklingi mánaðar- lega (prentað eintak á þriggja mánaða fresti). Nöfn þeirra sér- lyfja sem Lyfjanefnd hefur veitt markaðsleyfi fyrir á tímabilinu 1. febrúar til 1. apríl næstkom- andi verða birt í Lyfjaverðskrá 1. maí næstkomandi. Eftir að markaðsleyfi hefur verið veitt sérlyfi og getið er um gildistíma í bréfi Lyfjanefndar til umboðsmanns/framleiðanda mun Lyfjanefnd innheimta ár- gjöld fyrir sérlyfið þó að lyfið sé ekki sett á markað af öðrum ástæðum. Þetta gildir einnig um þau sérlyf sem þegar hefur verið veitt markaðsleyfi fyrir. Lyfjafyrirtæki hafa eitt ár frá dagsetningu skráningarbréfs, til þess að sækja um markaðsleyfi. Að ári liðnu falla meðmæli með skráningu niður ef ekki hefur verið sótt um markaðsleyfi. Afskráningar Tilkynningar um afskráning- ar verða með sama hætti og áður og miðast við dagsetningu útgáfu Sérlyfjaskrár og frétta- bréfs. Sérlyfjaskrá Sérlyfjaskrá verður gefin út 1. apríl ár hvert. Skráin verður tvískipt það er mannalyf og dýralyf. Engir viðaukar verða gefnir út en breytinga verður getið í fréttabréfi. Bóksala stúd- enta mun annast dreifingu Sér- lyfjaskrár. Áskrifendum og þeim sem óska eftir að kaupa Sérlyfjaskrána er bent á að hafa samband við Bóksölu stúdenta. Fréttabréf Fréttabréf Lyfjanefndar rík- isins verður gefið út þrisvar á ári, 1. júlí, 1. október og 1. jan- úar. í fréttabréfinu verður birt- ur sérlyfjaskrártexti fyrir lyf sem hafa fengið markaðsleyfi síðustu þrjá mánuði, nýjar sam- þykktar ábendingar, ný lyfja- form, nýir styrkleikar og af- skráning sérlyfja/lyfjaforma/ styrkleika, svo og annað sem Lyfjanefnd vill koma á fram- færi. Upplýsingar sem fara í frétta- bréfið verða að liggja fyrir mán- uði fyrir útgáfu. Einstaklingar og fyrirtæki geta gerst áskrif- endur að fréttabréfi Lyfja- nefndar. Áskriftargjaldi verður ætlað að standa undir kostnaði við útgáfu fréttabréfsins. Með Sérlyfjaskránni 1. apríl næst- komandi verður dreift eyðu- blaði þar sem hægt er að til- kynna áskrift af fréttabréfi Lyfjanefndar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.