Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 79

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 79
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 265 Dreifíbréf landlæknisembættisins nr. 6/1997 í samráði við berklayfirlækni hefur verið ákveðið að almenn berklapróf í skólum skuli af- numin frá og með hausti 1997. Akvörðun þessi er byggð á rannsókn á gildi slíkra berkla- prófa á undanförnum áratugum (Læknablaðið 1996; 82: 690-8). Berklaveiki og berklasmitun greinast nú hér á landi helst hjá innflytjendum, einkum frá svæðum í heiminum þar sem berklar eru útbreiddir. Því er ráðlegt að berklaprófa börn sem flust hafa til Islands frá slík- um svæðum. Rétt er að gera það þegar þau koma til landsins og ekki síðar en þegar þau hefja skólagöngu. Sama gildir um Berklaprófanir í skólum börn sem fæðst hafa á íslandi en eiga foreldra eða foreldri sem eru innflytjendur frá áður- nefndum svæðum heimsins. Svæði þau sem um er rætt eru Asía, Afríka, Suður- og Mið- Ameríka og Austur-Evrópa. Lagt er til við fyrsta viðtal og skoðun í skólum verði spurt eft- irfarandi spurninga: 1. Hvar ertu fædd/ur? 2. Hvaðan eru foreldra þínir? 3. Hefur þú búið erlendis, hvar og hvað lengi? Ef barnið, foreldri eða for- eldrar eru fædd á ofangreindum svæðum, eða barnið hefur dval- ið þar eitt ár eða lengur skal gera berklapróf. Berklapróf telst jákvætt við þrota 10 mm. Jákvætt berkla- próf er merki um að barnið hafi smitast af berklabakteríu í heimalandinu eða á íslandi. Þessi berklapróf skulu ein- ungis gerð þegar barn hefur skólagöngu hér á landi án tillits til aldurs barnsins. Öllum sem reynast jákvæðir á berklaprófi skal vísað á lungna- og berkla- varnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur til frekari rannsókna. Ef greining er gerð utan Reykjavíkursvæðisins skal hafa samráð við lungna- og berklavarnadeildina um að- gerðir. DPT 4 fjórum til fimm árum eft- ir DPT 3. Athugið að DPT er ekki gefið börnum eldri en fimm ára, í staðinn skal nota DT til sjö ára aldurs, og eftir það dT. Ef frum- bólusetning gegn stífkrampa og barnaveiki er gefin eftir sjö ára aldur skal gefa dT 0,5 ml með sex til átta vikna millibili og örv- unarskammt sex til 12 mánuð- um síðar. Skýringar. DPT = Barnaveiki (diphteria toxoid - 20Lf), kíghósti (pert- ussis-heilfruma), stífkrampi (tetanus toxoid - 5Lf). DT = Barnaveiki (diphteria toxoid - 20Lf), stífkrampi (tat- anus toxoid - 5Lf). dT = Barnaveiki (diphteria toxoid - 2Lf), stífkrampi (tatan- us toxoid - 5Lf). Slóð heimasíðu landlæknisembættisins Almenn heimasíða landlæknisembættisins er: http://www.landlaeknir.is Rétt þykir að benda á að ýmiss konar fróðleik um heilbrigðismál er að finna á heimasíðu em- bættisins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.