Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 819 borin saman við meðaltöl lifrarprófa og meðal- frumurýmis rauðra blóðkorna (mean corp- uscular volume, MCV). Niðurstöður: Af hópi 263 svarenda (93,9%) neyttu 59,3% áfengis. Eitt einkenni eða fleiri um misnotkun fannst hjá 16% áfengisneytenda (9,5% svarenda). Misnotendur áfengis, þeir sem hafa þrjú af átta einkennum samtímis, voru 2,6% áfengisneytenda (1,5% svarenda) og ávanabinding eða stórdrykkja fannst hjá ná- lega helmingi þess hóps. Stórdrykkja reyndist einungis vera meðal neytenda sterks áfengis. Meðaltöl gamma glútamýl transferasa (gamma glutamyl transferase, G-GT) og meðalfrumu- rýmis rauðra blóðkorna fara hækkandi með vaxandi fjölda misnotkunareinkenna. Næmi gamma glútamýl transferasa er lítið (20%) en sértæknin mikil (93,9%). Næmi meðalfrumu- rýmis rauðra blóðkorna er einnig lítið, bæði þegar mörk eru dregin við 100 fl. (4%) og við 96 fl. (20%) en sértækni þess er hinsvegar mik- il, eða 93,9% og 76%. Bílírúbín og alkalískur fosfatasi (alkaline phosphatase, AIP) hafa hvorki næmi né sértækni til að greina misnotk- un áfengis. Tilgáta: Rannsóknin sýnir að þessi blóðpróf eru ekki áreiðanleg til skimunar á áfengismis- notkun. Spurningar um neysluvenjur og afleið- ingar þeirra eru besta leiðin til greiningar á áfengismisnotkun. Hjá eldri konum er sektar- kennd eftir áfengisneyslu næmasta einkenni til að greina áfengismisnotkun en hún greinir ef til vill fleiri sem misnotendur en raunverulega geta talist til þess hóps. Inngangur Greining áfengismisnotkunar byggir fyrst og fremst á sjúkrasögu. Lýsing Edwards og Gross (1) á einkennum áfengismisnotkunar hefur haft áhrif á hvernig áfengismisnotkun hefur verið skilgreind, meðal annars í Alþjóðlegu sjúkdómaflokkunarskránni (ICD-10) (2). Ekk- ert eitt einkenni er greinandi heldur byggir greiningin á samsafni einkenna. Upplýsingar um magn og tíðni áfengisneyslu eru ekki afger- andi til að greina áfengismisnotkun og koma því að takmörkuðu gagni einar sér. Við far- aldsfræðirannsóknir á áfengismisnotkun er stuðst við spurningalista með slíkum misnotk- unareinkennum og er greiningin byggð á skil- greindum fjölda einkenna. Flestar áfengisrannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis frá 1974 hafa stuðst við átta einkenna skimpróf (3). Það leitar eftir sjúkleg- um neysluvenjum og afleiðingum slíkrar neyslu. Þær geta verið geðrænar, líkamlegar eða félagslegar. Afengisneysla er skilgreind sem misnotkun þegar þrjú þessara einkenna eða fleiri eru til staðar samtímis (4,5). Næmi þessa skimprófs er 82% og sértækni þess 98% (6). Þetta skimpróf skarast að nokkru við CAGE (cut down drinking, annoyance, guilty feelings, eye opener) (7,8) og MAST (Michig- an alcoholism screening test) skimprófin (9,10). Margar rannsóknir hafa staðfest nota- gildi allra þessara skimprófa. Áfengismisnotkun og ávanabinding er al- gengari meðal karla en kvenna. Við áfengis- rannsóknirnar hérlendis 1974 og 1984 (3) fund- ust fleiri áfengisneytendur í hópi karla en kvenna. Skammtafjöldi var venjulega um tvö- falt meiri meðal karla en kvenna og mun al- gengara var að karlar neyttu skammta sem telj- ast til stórdrykkju. í norrænu áfengisneyslu- rannsókninni 1979 (11) voru í íslenska úrtakinu meira en tvöfalt fleiri konur en karlar í hópi bindindismanna, óháð aldri. Meðalársneysla karla var meira en tvöföld neysla kvenna. Einnig var ölvunartíðni mun algengari meðal karla en kvenna. Ölvunartíðni fór minnkandi með hækkandi aldri. I rannsókn Jóns G. Stef- ánssonar og félaga (12) reyndist misnotkun eða ávanabinding vera meira en fimmfalt algengari meðal karla en kvenna. Ekki liggja fyrir upp- lýsingar um hversu algeng misnotkun er hjá hópi eldri kvenna hérlendis. Markmiðið með rannsókninni var að kanna neysluvenjur hjá konum 55-74 ára og meta hversu algeng misnotkun er. Einnig var ætlun- in að kanna hvort lifrarpróf og meðalfrumu- rými rauðra blóðkorna væru gagnleg sem skimpróf til að greina áfengismisnotkun. Efniviður og aðferðir Rannsóknin, sem gerð var í samvinnu við Rannsóknarstöð Hjartaverndar, náði til 280 kvenna úr fimmta áfanga hóprannsóknar Hjartaverndar. Konurnar voru á aldrinum 55- 74 ára, fæddar á árunum 1917-1935. í hóprann- sókn Hjartaverndar sem hófst 1967 voru boð- aðir allir karlar fæddir 1907-1934 og allar konur fæddar 1908-1935, sem búsett voru í Reykjavík og nágrannabæjum samkvæmt Þjóðskrá 1. des- ember 1966. Rannsóknin hefur farið fram í fimm áföngum þar sem hóparnir voru valdir eftir vissum fæðingardögum. Til fimmta áfanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.