Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 847 rekstrarmaðurinn. Vel kann að vera að besti læknirinn vilji ein- faldlega helga sig lækningum en ekki taka tíma frá þeim til stjórnunar sem hann hefur kannski ekki einu sinni áhuga á. Ég finn aukinn áhuga meðal lækna á að koma í stjórnunar- stöður og það er mjög mikilvægt fyrir heilbrigðiskerfið að eiga öfluga stjórnendur úr hópi fag- fólks.“ Samningar ganga hægt Margir sérfræðingar í ákveðnum greinum hafa sagt sig frá samningi við Trygginga- stofnun ríkisins. Eru samningar í sjónmáli eða hefur þú áhyggjur af þessari stöðu? „Af um 400 sérfræðingum hafa urn 80 sagt sig frá samn- ingnum, nánast allir háls-, nef- og eyrnalæknar, allir þvagfæra- læknar og stór hópur skurð- og bæklunarlækna. Ég hef miklar áhyggjur af þessu máli og því hve samningaviðræður ganga hægt. Viðræður eru í gangi og ég tel að báðir aðilar séu að leita að lausn sem sátt geti náðst um og vona að málinu ljúki innan tíðar. Sjónarmið okkar er að Tryggingastofnun ríkisins verði að hafa stjórntæki til að halda útgjöldum innan ákveðinna marka og ekki sé hægt að sætta sig við að læknarnir ákveði einhliða hvernig þeir verðleggja þjónustuna. Við verðum að halda almannatryggingakerfinu í þeim farvegi að sjúklingar geti leitað læknishjálpar óháð efna- hag og almannatryggingar beri stærstan hluta kostnaðarins. Það þýðir líka að við verðum að ná samningi um hvað verkin kosta.“ Sérðu frani á að kerfi Trygg- ingastofnunar ríkisins eigi eftir að breytast í náinni framtíð? „Ég sé fyrir mér að lífeyris- sjóðirnir sjái um lífeyrisþega og að þeir verði teknir út úr trygg- ingastofnun. Þannig þurfi líf- eyrisþegi einungis að eiga við einn aðila um lífeyrisgreiðslur sínar en uppgjör fari fram milli ríkisins og lífeyrissjóðanna. Tryggingastofnun ríkisins sjái í framtíðinni um sjúkra- og ör- orkutryggingar en félagslega þjónustan færist til félagsmála- ráðuneytis en aðallega til sveit- arfélaganna. Þannig verði skýr skil milli skyldu hvers aðila gangvart þeim sem rétt eiga til greiðslna og kerfið mun einfald- ara en er í dag. Það er knýjandi nauðsyn að tryggingakerfið verði skilvirkara og það er grundvallaratriði að sá sem á að njóta trygginganna geti gengið greiðlega að þeirri þjónustu sem hann á rétt á.“ Smámálin of mörg Hefur embættið verið snún- ara en þú áttir von á? „Ég hafði nú ekki gengið með heilbrigðisráðherrann í magan- um og hafði því kannski engar sérstakar hugmyndir um verk- efnið nema ég þóttist vita að það yrði ekki auðvelt. Fyrir- fram hafði ég ekki áttað mig á því hve rík hagsmunabarátta milli stétta er í heilbrigðiskerf- inu og hve mikill tími fer í að sætta ólík sjónarmið. Mér þykir stundum sem aðilar horfi á mál- in út frá þröngu sjónarmiði, sem jafnvel nái ekki út fyrir eigin hagsmuni. Ég vildi gjarnan að meiri tími gæfist í ráðuneytinu í stóru málin, skipulag og fram- tíðarsýn en til kasta ráðuneytis- ins koma nánast öll möguleg og ómöguleg mál, stór og smá. Ég tel það sýna veikleika í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar að stofnanir þurfa oftsinnis liðsinni ráðuneytisins til að leysa mál sem þær ættu að hafa burði til að leysa sjálfar. Út frá skilvirkni í stjórnsýslu og nauðsyn þess að málin séu leyst hratt og eins ná- lægt vettvangi og unnt er, tel ég því nauðsyn að breyta stjórn- skipulaginu og gera stofnanirn- ar öflugri en þær eru nú. Það er eðlilegt að starfsmenn kynni fyrir ráðuneytinu þær fjölmörgu hugmyndir og nýj- ungar sem þeir vilja sjá í starf- seminni en við verðum samt að gæta þess að skerpa boðleiðirn- ar þannig að einstaklingar geti ekki gengið framhjá stjórnend- um og fengið liðsinni ráðu- neytis, jafnvel gegn vilja stjórn- enda viðkomandi stofnunar. Ég met mikils þann fjölda fólks sem hefur áhuga á að kynna fyrir mér það sem verið er að vinna að, nýjungar, framtíðarsýn og einfaldlega koma sínu áliti á framfæri. Það hjálpar mér að finna fyrir púlsinum í þjónust- unni, en mér finnst einnig ómet- anlegt að fá tækifæri til að koma í heimsókn á stofnanir, sjá með eigin augum hvernig starfsemin gengur, hvernig að henni er búið og geta rætt við starfsfólk á heimavelli.“ Aukum ánægju í starfí Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir að þrátt fyrir allt tal um niðurskurð og sparnað hafi framlög til heil- brigðismála stöðugt verið að aukast og undanfarin tvö ár hafi framlögin aukist um 4,7 millj- arða króna að raungildi. „Við eigum eina bestu heil- brigðisþjónustu í heimi og það byggist á okkar frábæra starfs- fólki. Það er mjög mikilvægt að starfsfólkið finni fyrir gleði og ánægju í starfi og fái þá viður- kenningu sem það á skilið. Starfsfólk heilbrigðisþjónust- unnar vinnur ein mikilvægustu störfin í þjóðfélaginu og því er umræðan eins og hún hefur verið undanfarin ár oft lítið í takt við raunveruleikann og sýnir ekki rétta mynd af þeirri góðu þjónustu sem við erum að veita."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.