Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 833 lingsins í hálendisferðinni höfðu fengið leish- manssótt á sama tíma. Umræða Hér er lýst leishmanssótt í húð íslendings sem verið hafði á ferðalagi í Suður-Ameríku. Pó sjúkdómurinn sé mjög algengur á þessum slóðum er hann tiltölulega lítt þekktur á ís- landi. Þó er vitað um einn íslenskan karlmann sem sýktist fyrir um átta árum, sennilega í Evrópu. Helstu mismunagreiningar leishmanssóttar í húð eru sarklíki (sarcoidosis), bakteríusýking- arnar húðberklar, himberjasótt (yaws), sára- sótt og nefslímuhersli (rhinoscleroma) ásamt sveppasýkingunum sporamyglu (sporotrichos- is), váfumyglu (histoplasmosis) og sprota- myplu (blastomycosis). A þeim stöðum þar sem sýkingin er landlæg er greining auðveld þegar um er að ræða dæmi- gerð sár. Greining er þá staðfest með stroki frá sári sem er litað með Giemsa, Wrights eða Leishmans litun. Einnig er til leishmanin próf sem er framkvæmt með því að sprauta Leish- mania promastigotes í fenóllausn í húð. Prófið er síðan lesið á sama hátt og berklapróf eftir tvo til þrjá sólarhringa. I vestrænum ríkjum þar sem sjúkdómurinn er sjaldgæfur er greiningin yfirleitt gerð með smásjárskoðun vefjasýnis eftir Giemsa litun. Nota má stroksýni frá sári (smear) eða vefja- sýni hert í formalíni. Þessa greiningaraðferð er auðvelt að nota hér á landi. Ræktanir á sér- stökum ætum er hægt að gera til að greina undirflokka en þær eru ekki framkvæmdar hér á landi sem vanaverk (6). Hægt er að mæla mótefni gegn Leishmania í sermi, en þó ekki hérlendis. Mótefnamælingar hafa mest gildi ef grunur er um leishmanssótt í innri líffærum. Meðferð leishmanssóttar er með ýmsum hætti. Mælt er með kröftugri meðferð við nýja heims sýkingu, en gamla heims sýkingu má oft meðhöndla með staðbundinni meðferð. Dæmi um meðferðarleiðir sem notaðar hafa verið eru: fimmgild kvikasilfurssambönd, am- fóterícín, dapsón, pentamídín, ketókónazól, ítrakónazól, metrónídazól, bleómýcín, skurð- aðgerðir, frysting með fljótandi köfnunarefni og hitameðferð (5). Mjög erfitt er að meta árangur meðferðar á leishmanssótt gamla heimsins þar sem sárin hafa tilhneigingu til að gróa af sjálfu sér. Þau lyf sem virðast hafa mest áhrif á gang sýkingarinnar eru fimmgild kvikasilfurssam- bönd (5). Algengasta meðferðin er natríum stíbóglúkónat (Pentostama®) og meglúmín antímóníat (Glucantimea®). Talið er að þessi tvö lyf bæli ATP og GTP myndun í frumdýrun- um með því að bæla glýkólýsu og sítrónusýru- hringinn. Meðferðin er árangursrík í 60-90% tilfella. Algeng meðferð er 20 mg/kg á dag í vöðva í 20 daga. Helstu aukaverkanir eru ógleði, uppköst, niðurgangur og kviðverkir. Breytingar á hjartariti, sér í lagi T-takkabreyt- ingar sjást hjá flestum sem fá lyfið, en þessar breytingar eru ekki taldar alvarlegs eðlis. Ráð- legt er þó að gefa hjartasjúklingum lyfið með varúð. Lyfið skilst út um nýru og er að langmestu leyti horfið úr blóði og sermi 12 klukkustund- um eftir gjöf. Hvorki natríum stíbóglúkónat né meglúmín antímóníat eru skráð á íslandi og þurfti því að sérpanta lyfið sem gefið var. Apótek Landspítalans sá um að útvega lyfið. Vitneskjan um að ferðafélagi sjúklings hefði leishmanssótt auðveldaði greiningu sársins. Tegundargreining var ekki reynd. Til þess hefði þurft sérhæfðar rannsóknir svo sem ein- klasa (monoclonal) mótefnamælingu, fjölföld- un kínetóplast kjarnasýru (polymerase chain reaction) eða ræktanir á sérhæfðum ætum. Þetta sjúkratilfelli minnir á að með auknum ferðalögum Islendinga til fjarlægra landa geta íslenskir læknar búist við að rekast öðru hvoru á hitabeltishúðsjúkdóma sem virðast við fyrstu sýn vera ósérhæfðar eða algengar húðbreyting- ar. HEIMILDIR 1. Anonymous. Control of the leishmaniases. Report of a WHO Expert Committee. WHO Tech Rcp Ser 1990; 793: 1-158. 2. Desjeux P. Human leishmaniases: epidemiology and pub- lic health aspects. World Health Stat Q 1992; 45: 267-75. 3. Ho JL, Badaro R, Hatzigeorgiou D, Reed SG, Johnson WD Jr. Cytokines in the treatment of leishmaniasis: from studies of immunopathology to patient therapy. Biother- apy 1994; 7: 223-35. 4. Kerdel-Vegas F. Parasitic worms and protozoa. In: Champion RH, Burton JL, Ebling FJG, eds. Textbook of Dermatology, Rook Wilkinson Ebling. 5th ed. Oxford: Blackwell Scientific Publ, 1992: 1251-63. 5. Koff AB, Rosen T. Treatment of cutaneous leishmania- sis. J Am Acad Dermatol 1994; 31: 693-708. 6. Goihman Yahr M. American mucocutaneous leishmania- sis. Dermatol Clin 1994; 12: 703-12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.