Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 803 Table I. Proportional incidence of congenital heart defects (CHD) among twins and in control group. Twins Control group p-value Incidence of CHD (%) 3.21 1.0 p<0.001 Fig. 1. Ratio of twins with congenital heart defects for each year of the study period. Fig. 2. Live born twins in Iceland for each year ofthe study period. hjartagalla sem hvorki hefur þurft né mun þurfa að meðhöndla. Hins vegar voru alvarleg- ir hjartagallar sem þurft hefur eða mun þurfa að meðhöndla ýmist með lyfjum eða hjarta- skurðaðgerð. Opin fósturæð í fyrirburum (patent ductus arteriosus, PDA) sem lokaðist fyrir þriggja vikna aldur. bakfall á míturlokublöðku (mitral valve prolapse) og tvíblöðku ósæðarloka (bicuspid aortic valve) voru ekki teknar með sem meðfæddir hjartagallar í þessu uppgjöri, en opin fósturæð er algengt vandamál meðal fyrirbura (14) og tvíburar eru frekar fyrirburar en önnur börn og hafa því mun oftar opna fósturæð sökum þess að fæðast ófullburða. Hvers kyns hjartsláttartruflanir voru heldur ekki taldar til meðfæddra hjartagalla. Skráðar voru upplýsingar um hver hjarta- gallinn var í hverju tilviki, hvaða meðferð börnin fengu eða þurfa að fá og árangur með- ferðar hjá þeim börnum sem hana fengu. Dán- artölur voru skráðar, svo og aldur barnsins við greiningu, aðgerð og dauða eftir því sem við átti hverju sinni. Einnig í hvaða landi hjarta- skurðaðgerðirnar voru framkvæmdar. Auk þess var kyn barnsins skráð og kyn tvíbura- systkinis þess. Reiknað var nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum á öllu tímabilinu en einnig sér- staklega fyrir fyrri og seinni helming tímabils- ins. Niðurstöður voru bornar saman við niður- stöður úr rannsókn Gunnlaugs Sigfússonar og Hróðmars Helgasonar (1). Notað var kí-kvaðratspróf og var miðað við p<0,05 sem marktækan mun. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni hjá tölvu- nefnd og siðanefnd læknaráðs Landspítalans. Niðurstöður 1. Fjöldi tvíbura með meðfæddan hjarta- galla: Á íslandi fæddust 44.562 lifandi börn á árunum 1986-1995. Af þeim voru 1089 lifandi fæddir tvíburar eða 2,44 af hverjum 100 (1/41) fæddum börnum. í hópi lifandi fæddra tvíbura voru 35 börn sem reyndust hafa meðfæddan hjartagalla eða 3,21 af hverjum 100 (tafla I). Ef gengið er út frá því að meðalnýgengi með- fæddra hjartagalla sé 1,0% í viðmiðunarhópi kemur í ljós að aukningin á meðfæddum hjartagöllum meðal tvíbura er tölfræðilega marktæk (x2=52,9; p<0,001) eins og sjá má í töflu I. Á myndum 1 og 2 sést hvernig hlutfall tvíbura með hjartagalla fór vaxandi á tímabil- inu og hve tvíburafæðingum fjölgaði á sama tímabili. Þegar rannsóknartímabilinu var skipt upp í tvö fimm ára tímabil, 1986-1990 og 1991-1995, reyndust átta af 375 lifandi fæddum tvíburum vera með meðfæddan hjartagalla á fyrra tíma- bilinu eða 2,13%. Á seinna tímabilinu voru 27 af 714 lifandi fæddum tvíburum með meðfædd- an hjartagalla eða 3,78%. Pessi ntunur milli tímabilanna tveggja er tölfræðilega marktækur (X2=9,37; p<0,005) (tafla II).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.