Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 17

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 803 Table I. Proportional incidence of congenital heart defects (CHD) among twins and in control group. Twins Control group p-value Incidence of CHD (%) 3.21 1.0 p<0.001 Fig. 1. Ratio of twins with congenital heart defects for each year of the study period. Fig. 2. Live born twins in Iceland for each year ofthe study period. hjartagalla sem hvorki hefur þurft né mun þurfa að meðhöndla. Hins vegar voru alvarleg- ir hjartagallar sem þurft hefur eða mun þurfa að meðhöndla ýmist með lyfjum eða hjarta- skurðaðgerð. Opin fósturæð í fyrirburum (patent ductus arteriosus, PDA) sem lokaðist fyrir þriggja vikna aldur. bakfall á míturlokublöðku (mitral valve prolapse) og tvíblöðku ósæðarloka (bicuspid aortic valve) voru ekki teknar með sem meðfæddir hjartagallar í þessu uppgjöri, en opin fósturæð er algengt vandamál meðal fyrirbura (14) og tvíburar eru frekar fyrirburar en önnur börn og hafa því mun oftar opna fósturæð sökum þess að fæðast ófullburða. Hvers kyns hjartsláttartruflanir voru heldur ekki taldar til meðfæddra hjartagalla. Skráðar voru upplýsingar um hver hjarta- gallinn var í hverju tilviki, hvaða meðferð börnin fengu eða þurfa að fá og árangur með- ferðar hjá þeim börnum sem hana fengu. Dán- artölur voru skráðar, svo og aldur barnsins við greiningu, aðgerð og dauða eftir því sem við átti hverju sinni. Einnig í hvaða landi hjarta- skurðaðgerðirnar voru framkvæmdar. Auk þess var kyn barnsins skráð og kyn tvíbura- systkinis þess. Reiknað var nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum á öllu tímabilinu en einnig sér- staklega fyrir fyrri og seinni helming tímabils- ins. Niðurstöður voru bornar saman við niður- stöður úr rannsókn Gunnlaugs Sigfússonar og Hróðmars Helgasonar (1). Notað var kí-kvaðratspróf og var miðað við p<0,05 sem marktækan mun. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni hjá tölvu- nefnd og siðanefnd læknaráðs Landspítalans. Niðurstöður 1. Fjöldi tvíbura með meðfæddan hjarta- galla: Á íslandi fæddust 44.562 lifandi börn á árunum 1986-1995. Af þeim voru 1089 lifandi fæddir tvíburar eða 2,44 af hverjum 100 (1/41) fæddum börnum. í hópi lifandi fæddra tvíbura voru 35 börn sem reyndust hafa meðfæddan hjartagalla eða 3,21 af hverjum 100 (tafla I). Ef gengið er út frá því að meðalnýgengi með- fæddra hjartagalla sé 1,0% í viðmiðunarhópi kemur í ljós að aukningin á meðfæddum hjartagöllum meðal tvíbura er tölfræðilega marktæk (x2=52,9; p<0,001) eins og sjá má í töflu I. Á myndum 1 og 2 sést hvernig hlutfall tvíbura með hjartagalla fór vaxandi á tímabil- inu og hve tvíburafæðingum fjölgaði á sama tímabili. Þegar rannsóknartímabilinu var skipt upp í tvö fimm ára tímabil, 1986-1990 og 1991-1995, reyndust átta af 375 lifandi fæddum tvíburum vera með meðfæddan hjartagalla á fyrra tíma- bilinu eða 2,13%. Á seinna tímabilinu voru 27 af 714 lifandi fæddum tvíburum með meðfædd- an hjartagalla eða 3,78%. Pessi ntunur milli tímabilanna tveggja er tölfræðilega marktækur (X2=9,37; p<0,005) (tafla II).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.