Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 59
843 Bragi Níelsson Bragi Níelsson Bragi Níelsson er fæddur 16. febrúar 1926 og varð því 71 árs í febrúar síðastliðnum. Flestir sem hér eru saman komnir þekkja Braga býsna vel. Þar sem ég er sennilega sá okkar sem hvað lengst hef unnið með honum bað formaður mig að fara nokkrum orðum um störf hans sem svæfingalæknis. Bragi hætti störfum um síð- ustu áramót og er mér nær að halda að enginn íslenskur svæf- ingalæknir hafi verið í klínískri vinnu jafnlangt fram eftir aldri. Bragi lauk læknaprófi frá Há- skóla Islands 1957 og eftir kan- dídatsár starfaði hann í tæpt ár á Sjúkrahúsi Akraness og eitt og hálft ár sem héraðslæknir í Kirkjubæjarhéraði. Hann ætl- aði sér upphaflega í öldrunar- lækningar og hélt til Kaup- mannahafnar 1960. Hann hefur sagt mér frá því, að þar hafi hann fljótlega byrjað í rann- sóknarprógrammi, á „De Gam- les By“, en á aðeins örfáum mánuðum var drjúgur hluti „materialsins“ farinn til feðra sinna. Braga var þá nóg boðið, þakkaði fyrir sig og ákvað að finna sér annað ævistarf. Hann fór heim á Skaga þar sem hann leiddist smám saman út í svæf- ingar sem auðvitað var ólíkt skemmtilegra. Hann aflaði sér reynslu með sumarafleysingum á sænskum sjúkrahúsum, í Sundsvall, Jönköping og Ván- ersborg-Trollháttan. A árunum 1969 til 1977 starfaði hann með hléum á svæfingadeild Borgar- spítalans og varð sérfræðingur í svæfingum og deyfingum 1977. Samhliða svæfingunum stund- aði Bragi almennar lækningar og var meðal annars heilsu- gæslulæknir í Borgarnesi eftir að hann fékk sérfræðiviður- kenninguna. Árið 1980 varð hann yfirlæknir á svæfingadeild Sjúkrahúss Akraness. Þeirri stöðu gegndi hann til starfsloka. Hann hefur látið mikið að sér kveða í félagsmálum og stjórn- málum og sat meðal annars á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í eitt og hálft ár. Hann var for- maður í þessu félagi 1974-1976 og í stjórn Norræna svæfinga- læknafélagsins, NAF, 1975- 1977. Mér veittist sú ánægja að vinna með Braga vel á sjöunda ár á Sjúkrahúsi Akraness. Hann var góður yfirmaður og á ég margar góðar minningar frá samstarfi okkar. Ég fagna því mjög að hann skuli nú gerður að heiðursfélaga og sakna nærveru hans á þessari stundu. Málþing um svæfingar á landsbyggðinni í tengslum við ársþing Svæf- ingalæknafélags Islands, sem haldið var í byrjun október, var boðað til umræðufundar um framtíð svæfinga á landsbyggð- inni. Til fundarins var boðið ýmsum aðilum sem málið varð- ar, meðal annars framkvæmda- stjórum og skurðlæknum sjúkrahúsa á landsbyggðinni og aðilum í yfirstjórn heilbrigðis- mála. Þátttakendur voru 35 manns. í ljós kom að mikil þörf var á að taka þetta mál til umfjöllun- ar. Málið var rætt frá ýmsum hliðum og var umræðan mál- efnaleg þótt ekki væru allir sam- mála. Mjög greinilega kom fram á fundinum hvað skurð- stofustarfsemi er háð góðri svæfingaþjónustu. Öruggt er að erfitt verður í framtíðinni að fá svæfingalækna til starfa úti á landsbyggðinni. Aðstoð í ein- hverri mynd frá stóru sjúkra- húsunum er því nauðsynleg. Til þess að svo geti orðið verða stjórnvöld að móti skýra stefnu um það hvar á landsbyggðinni á að halda áfram skurðlækning- um. Fyrr geta stóru sjúkrahúsin ekki stutt við þá svæfingaþjón- ustu sem nauðsynleg verður tal- in þar. Menn voru sammála um nauðsyn þess að halda áfram málefnalegri umræðu um þetta mál og var Svæfingalæknafélag- inu þakkað þetta frumkvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.