Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 94

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 94
874 2.-6. júní 1998 í Osló. How to practice Evidence-Based Health Care. The 3rd Nordic Workshop. Nánari upplýs- ingar hjá Læknablaðinu. 7.-13. júní 1998 í Liverpool. Á vegum British Council. Tuberculo- sis: clinical aspects of diagnosis, care and treat- ment. Nánari upplýsingar hjá Læknablaðinu. 12. -14. júní 1998 Á Akureyri. XIII. þing Félags íslenskra lyflækna. Nánari upplýsingar hjá Birnu Þórðardóttur Læknablaðinu. 25.-27. júní 1998 í Aþenu. 1st World Congress of Otorhinolaryngo- logic Allergy, Endocopyand Laser Surgery. Nán- ari upplýsingar hjá Læknablaðinu. 25.-27. júní 1998 [ Kuopio. Nordic Society for Disaster Medicine. The Third Nordic Congress of Emergency and Disaster Medicine. Bæklingur liggur frammi hjá Læknablaðinu. 13. -24. júlí 1998 í London. The 8thlnternational Course in General Practice. Nánari upplýsingar hjá Læknablaðinu. 2.-6. ágúst 1998 í Stokkhólmi. The 14th International Congress of the International Association for Child and Ado- lescent Psychiatry and Allied Professions. „Trau- ma and Recovery - Care of Children by 21 st Century Clinicians". Nánari upplýsingar hjá Læknablaðinu. 20.-22. ágúst 1998 í Marburg. 12th Annual Conference of the Europ- ean Society for Philosophy of Medicine and Health Care. Bæklingur hjá Læknablaðinu. 20.-22. ágúst 1998 í Reykjavík. IX. Northern Lights Neuroscience Symposium. Symposium on Prion and Lentiviral Diseases. Bæklingur liggur frammi hjá Lækna- blaðinu. 27.-28. ágúst 1998 í Reykjavík. Norrænt umferðarslysaþing (Nordisk trafikkmedisinsk kongress). Nánari upplýsingar á skrifstofu landlæknis, Laugavegi 116, sími 562 7555. Nafn: Canef Framleiðandi: Hassle, 950003 Lyfjaform: Hylki; C 10 A A 04R Hvert hylki inni- heldur: Fluvastatinum INN natriumsalt samsvarandi Fluvastatinum INN 20 mg eða 40 mg. Eiginleikar: Verkunarháttur: Flúvastatin er samtengt efnasamband sem með samkeppni kemur i veg fyrir myndun kólesteróls. Lyfið hemur sérhaeft ensímið HMG-CoA-redúktasa (hýdroxýmetýlglútarýl- kóensim A redúktasa). Þetta ensim örvar það skref í samtengingu kólesteróls sem stjórnar þvi hversu hratt HMG-CoA breytist í mevalónsýru. Ensimið er aðeins hamið að hluta til við lækningalega skammta. Aðgengileg mevalónsýra umbreytist i kólesteról, en HMG-CoA umbreytist hins vegar i asetýl-CoA sem nýtist i orkuefnaskiptum likamans. Uppsöfnun sterólumbrotsefna á sér því ekki stað. Flúvastatfn er handhverft efni (rasemate) og er önnur handhverfan virk. Flúvastatin frásogast á virku formi. Aðalverkun lyfsins á sér stað i lifur. Þegar kólesterólmyndunin er hamin minnkar magn kólesteróls i lifrarfrumum. Þetta örvar myndun LDL-(low density lipoprotein) viðtaka og þar með upptöku á LDL, en það leiöir til lækkunar á plasmaþéttni LDL-kólesteróls. Meöferö meö um 20-80 mg flúvastatins á dag lækkar heildarkólesteról hjá sjúklingum með of hátt kólesteról i blóði um 25%, LDL-kólesteról um 30-35% og þríglýseríð um 15%. Einnig lækkar apólípóprótein B. Flúvastatin eykur jafnframt HDL-kólesteról um 5-10%. Hámarksverkun kemur fram innan fjögurra vikna og kólesteróllækkunin helst stööug viö langtima meöferö. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á sjúkdómstiöni/dánartiðni (morbidity/mortality). Canef má einnig gefa samtímis resinum, trefjum eða blóðfitulækkandi skömmtum af nikótinsýru. Þegar Canef er gefið samtimis kólestýramini eða öðrum resínum, skal taka það inn að kvöldi fyrir svefn minnst 4 klst. eftir inntöku resin-lyfsins til þess að komast hjá milliverkun (bindingu flúvastatíns viö resín). Sjá kaflann Skammtastærðir handa fullorðnum. Lyfjahvört: Flúvastatin frásogast hratt og vel (98%) eftir inntöku. Samtimis neysla fæðu hefur ekki áhrif á flatarmál undir plasmaþéttniferli (AUC). Eftir frásog er meginhluti flúvastatins tekinn upp i lifur og einungis um 25% dreifist um likamann. Dreifingarrúmmál við stöðuga þéttni er 34 I. Plasmapróteinbinding er >98%, óháð þéttni. Flúvastatín og óvirkt umbrotsefni þess finnast í blóði. Hýdroxýleruð umbrotsefni eru virk, en finnast ekki i blóörás. Klerans er 1,8 +/- 0,8 l/min. Engin uppsöfnun sést við endurtekna lyfjagjöf. Lokahelmingunartimi i blóði er 2,3 +/- 0,9 klst. Útskilnaður flúvastatins og umbrotsefna þess er um 6% í þvagi og 93% i hægðum. Minna en 2% af flúvastatíni skilst út á óbreyttu formi. Þar sem einungis mjðg litið magn af þvi flúvastatíni sem frásogast skilst út i þvagi, þarf ekki að taka tillit til vægrar skerðingar á nýrnastarfsemi (kreatínin ( 260 pmól/l eða kreatinínklerans >30 ml/min.) við skðmmtun lyfsins. Þar sem flúvastatín umbrotnar fyrst og fremst i lifur, er hætta á uppsðfnun lyfsins hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Abendingar: Hækkun kólesteróls i blóði (hyperlipoproteinemia). Frábendingar: Virkir lifrarsjúkdómar eða langvarandi hækkun á lifrarensimum (ASAT, ALAT). Varúð: Varúð við skerta lifrarstarfssemi. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sðgu um lifrarsjúkdóm og/eða mikla neyslu alkóhóls. Takmórkuð reynsla er af gjöf lyfsins hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín ( 260 pmól/1 eða kreatininklerans <30 ml/mín.), þvi skal foröast að gefa þessum sjúklingum Canef. Tilkynnt hefur verið um vöðvakvilla hjá sjúklingum sem fá HMG- CoA-redúktasahemla. Hafa skal í huga hættu á vöövakvilla vegna lyfsins hjá sjúklingum meö óskýrða útbreidda vöðvaverki, vöðvaeymsli eða kraftleysi í vöðvum og/eða hækkun á kreatíningildum i sermi af óþekktum orsökum (10 sinnum meiri en meðalgildi). Sjúklingum skal bent á að tilkynna strax um einkenni i vöðvum af óþekktum toga, sérstaklega i tengslum við vanliðan eöa hita. Þetta skal einnig haft í huga viö mismunagreiningu á brjóstverk. Þegar HMG-CoA-redúktasahemlar eru notaðir samtimis meðferð með ónæmisbælandi lyfjum, þ.m.t. cíklóspórini, fibrótum eða blóðfitulækkandi skömmtum af nikótlnsýru er þekkt að hættan á vððvakvilla eykst talsvert (i örfáum tilvikum hefur verið tilkynnt um alvarlega rákvöövasundrun (rhabdomyolysis) með bráðri nýrnabilun i kjölfariö). Canef er ekki ætlað börnum þar sem klinísk reynsla liggur ekki fyrir. Meðganga og brjóstagjöf: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. f dýrarannsóknum á flúvastatíni hefur ekki komið fram vansköpun á fóstri. Flúvastatin hemur engu aö siður kólesterólmyndunina. I dýrarannsóknum hefur komið fram vansköpun á fóstri þegar aðrir HMG-CoA-rekúktasahemlar en flúvastatin hafa verið athugaðir. Þar til frekari reynsla er fengin skal því ekki gefa þunguðum konum Canef. Ekki er vitað hvort flúvastatín eða umbrotsefni þess skiljast út i móöurmjólk. Aukaverkanir: Algengastar eru meltingartruflanir (4-5%). Algengar (>1%): Meltingarvegur: Meltingartruflanir, ógleði, kviöverkir. Annaö: Svefnleysi. Sjaldgæfar (0,1-iy«): Lifur. Hækkun á lifrarensimum (sjá rannsóknarniðurstööur og kafla um skammtastærðir handa fullorðnum). Mjög sjaldgæfar (<0,1*/o): Stoökerfi: Vððvakvilli (myopathy) (sjá kafla um varúð). Rannsóknaniðurstöður: Timabundin, væg hækkun á lifrarensimum getur orðið strax við upphaf meðferðar. I einstaka tilvikum hefur verið tilkynnt um viðvarandi hækkun lifrarensima, hærri en þreföld eðlileg gildi. f flestum þessara tilvika var hækkunin án einkenna og gekk til baka i fyrri gildi þegar meðferð með lyfinu var hætt. Greint hefur verið frá timabundinni, vægri hækkun á keratinínkínasagildum i sermi frá beinagrindarvöðvum við meðferð með HMG-CoA-redúktasahemlum. Þessi hækkun hefur venjulega enga kliniska þýðingu, en hana skal hafa í huga viö mismunagreiningu (sjá kafla um varúð og skammtastæröir handa fullorönum). Milliverkanir: Forðast skal samtímis meðferð meö itrakónazóli. Nauðsynlegt getur reynst að breyta skammtastærðum þegar Canef er gefiö samtími kólestýramini (sem dregur úr frásogi flúvastatíns um 90%) eða rifampicíni (sem dregur úr frásogi flúvastatins um 50%). Sjá einnig upplýsingar i kafla um skammtastæröir handa fullorönum. Skammtastærðir handa fullorðnum: Áður en meðferð með Canef er hafin skal sjúklingur vera á kólesteróllækkandi mataræði og því skal haldið áfram meöan á meðferð stendur. Skömmtun lyfsins er einstaklingsbundin. Venjulegir skammtar eru 20-40 mg einu sinni á dag. að kvðldi. Ef þörf krefur má auka skammt i 80 mg daglega, skipt í tvo skammta. Áhrif lyfsins breytast ekki þótt lyfiö sé tekiö inn meö mat. Hylkin á að gleypa heil. Þar sem hámarkslækkun á LDL-kólesteróli sést eftir4 vikur, skal fyrst eftir þann tima hefja reglulegar blóðfitumælingar og breyta skömmtun lyfsins i samræmi við niðurstöðurnar. Meta skal hvort minnka þurfi skammta ef LDL-kólesteról er undir 2 mmól/l eða ef heildarplasmakólesteról er undir 3 mmól/l. Verkun helst óbreytt við langtimameðferð. Við samtlmis meðferð með resínum skal taka Canef inn aö kvöldi fyrir svefn og minnst 4 klst. eftir gjöf resinsins. Mikilvægt er að hafa I huga áhrif sem breyting á mataræði og lækkun likamsþyngdar getur haft, áöur en ákvörðun um lyfjameðferð er tekin. Eftirlit á meðferðartima: Mælt er með að gera prófanir á lifrarstarfsemi áður en meðferð er hafin og síðan með jöfnu millibili. Ef lækkun verður á lifrarensimum meðan á meðferö stendur skal endurtaka prófið sem fyrst. Ef lifrarensimgildi halda áfram aö hækka, verða hærri en þreföld meðalgildi og lækka ekki, skal stöðva meðferð með Canef. Meðferð með Canef skal hætt ef greinileg hækkun verður á kreatinínkínasa i sermi og einnig viö grun um vöðvakvilla. Ef viðunandi árangur hefur ekki komið fram innan 3 mánaða frá þvi meðferð er hafin og skömmtun hefur verið breytt reglulega þann tima, skal meta hvort hætta skuli meðferðinni eða beita annarri meðferö. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum, þar sem klínisk reynsla fyrir þann aldurshóp er ekki fyrirliggjandi. LltliL pakkningar og verð ( nóvember 1997): Hylki 20 mg: 16 mm Ijósgul hylki merkt A/CA á loki og 20 mg/ASTRA á botni. 20 stk.: kr. 1.969,-; 100 stk.: kr. 7.474,-; Hylki 40 mg: 19,5 mm gul hylki, merkt A/CB á loki og 40 mg/ASTRA á botni. 20 stk.: kr. 2.398,-; 100 stk.: kr. 9.247,-. Greifislufyrirkomulag: 0 (lyfjaskirteini E). Umboðsaðili á Islandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.