Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 851 Samt héldu þær áfram með hjálp guðs og góðra manna. Byggingarnar stækkuðu því að þeirra var þörf. I baráttusögu systranna koma í huga mér nöfn nokkurra manna sem höfðu kjark og víðsýni til að styðja við bak þeirra þegar mikið lá við. Eggert Þorsteinsson var einn, Geir Hallgrímsson, Matthías Bjarnason, Jóhannes Nordal, Styrmir Gunnarsson og Matt- hías Johannessen. Þegar systrunum fór að fækka, kom að því að þær höfðu ekki lengur þrek til að reka spítalann áfram. Þeim var hjart- ans mál að spítalinn héldi þó áfram að starfa á sama hátt og með sama fyrirkomulagi og áður. Þær töldu það hafa reynst vel. Því var gerður samningur um rekstur sjálfseignarstofnun- ar sem skyldi sýna sig og sanna til ársins 1997. Sú saga verður ekki rakin hér því að þar með var spítalarekstri St. Jósefs- systra lokið á Landakoti. Þær voru vel að hvfldinni komnar. Systurnar komu þó aftur við sögu fyrir nokkrum árum, áður en samningstímanum lauk en sameiningaráform við Borgar- spítalann höfðu þá hafist. Ég spurði þær þá; „Hvað vilj- ið þið?“ Þær svöruðu: „Við viljum að það sé staðið við samninga.“ „Við erum fangar nunnanna“ hrópuðu þeir, sem höfðu tekið að sér að halda starfi þeirra áfram. Ég veit að St. Jósefssystur gleðjast innilega yfir því, að af- rakstur ævistarfs þeirra skuli notaður sem grunnur að göfugu starfi og þær munu ekki öfund- ast út af því að sjá, að hér hefur ekkert verið til sparað og að þessi nýja stofnun er að njóta þeirrar sjálfsögðu fyrirgreiðslu sem þær aldrei fengu. Guðjón Lárusson Minningaskjöldurinn um St. Jósefssyst- ur og starf þeirra á Landakoti. Skildin- um er koniið fyrir í anddyri Landakots. Styrktarsjóður St. Jósefsspítala Landakoti Styrktarsjóður St. Jósefsspít- ala var stofnður í ársbyrjun 1977, þegar Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala tók til starfa og er sjóðurinn í hennar eigu. Til- gangur sjóðsins var að styrkja hvers konar starfsemi á St. Jós- efsspítala Landakoti (frá 1/1 1996 Sjúkrahúsi Reykjavíkur) og bæta aðstöðu sjúklinga og starfsfólks, meðal annars með því að leggja fram fé til tækja- kaupa, til heimsókna erlendra vísindamanna, til námsferða starfsmanna og til vísindarann- sókna á spítalanum. Tekjur sjóðsins voru að lang- mestu leyti framlög sérfræðinga Landakotsspítala, sem frá 1977 til 1993 voru 4% af öllum tekj- um þeirra á spítalanum, en var þá lækkað í 1% vegna afstöðu skattayfirvalda. Við samein- ingu Landakotsspítala og Borg- arspítala 1996 féllu þessar greiðslur endanlega niður og tekjurnar nú eru fyrst og fremst af sölu minningarkorta. Segja má að í knöppum fjár- veitingum til Landakotsspítala hafi sjóðurinn staðið undir þeim væntingum, sem stofnendurnir gerðu til hans fyrir rúmum 20 árum. Eftirfarandi gefur nokkra innsýn í starfsemi sjóðs- ins. Húseignir, sem styrktar- sjóðurinn keypti eru Holtsgata 7 (barnaheimili), Öldugata 10 (barnaheimili) og Ægisgata 26 (skrifstofur). Árið 1990 veitti hann 17 milljónir króna til kaupa á tölvusneiðmyndatæki og á 90 ára afmæli spítalans 1992, lagði sjóðurinn fram átta milljónir króna til að koma upp glæsilegri búningsaðstöðu fyrir starfsfólk Auk þess veitti hann nokkrar milljónir króna á ári hverju í vísinda- og rannsókna- styrki, svo og myndarleg árleg framlög til tækjakaupa. Það var styrktarsjóðnum mikil ánægja að hafa forgöngu um og annast uppsetningu á veggskildi í and- dyri Landakots þann 16. októ- ber til heiðurs St. Jósefssystr- um, sem reistu og ráku spítal- ann í 75 ár, eða frá 1902 til 1977. Stjórn Styrktarsjóðs St. Jósefssystra Landakoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.