Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 16
802 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 stúlkur með hjartagalla í hópi einbura (p<0,01). Hlutfall tvíburapara þar sem báðir voru með hjartagalla var hátt í þeirri rannsókn en það var ekki skilgreint sérstaklega fyrir ein- eggja eða tvíeggja tvíbura. Faraldsfræðileg könnun sem Myrianthopou- los (7) gerði á fæðingargöllum meðal tvíbura sýndi að marktækt fleiri tvíburar en einburar voru með meðfæddan hjartagalla (p<0,001). Lítið var um tvíburapör þar sem báðir tvíbur- arnir voru með hjartagalla. Orsakir meðfæddra hjartasjúkdóma eru í flestum tilvikum óþekktar en líklega er í flest- um tilfellum um að ræða samspil erfða og um- hverfis (11). Tvíburarannsóknir eru að mörgu leyti vel til þess fallnar að hjálpa til við leitina að orsökum. Tvíeggja tvíburar eru erfðafræði- lega jafn ólíkir og hver önnur systkini en þrosk- ast í nánast sama umhverfi í móðurkviði. Ein- eggja tvíburar eru hins vegar erfðafræðilega eins en breytan þar felst í þeim örlitla mun sem er á umhverfi þeirra í móðurkviði. Á íslandi eru að mörgu leyti kjöraðstæður til að kanna nýgengi sjúkdóma á borð við með- fædda hjartagalla. Allar fæðingar, þar með taldar fjölburafæðingar, eru nákvæmlega skráðar. Öll börn sem grunur leikur á að séu með meðfæddan hjartagalla koma til greining- ar og meðferðar á sama stað á landinu og því er gagnasöfnun bæði auðveld og örugg. Greining- artæknin er góð en við greiningu meðfædds hjartagalla er fyrst og fremst stuðst við óm- skoðanir til viðbótar við klínískt mat en gripið til hjartaþræðinga í vafatilvikum. Má því ætla að nákvæmar upplýsingar fáist um alla tvíbura sem greinst hafa með meðfæddan hjartagalla og fæddir eru á íslandi á ofangreindu tímabili. Gunnlaugur Sigfússon og Hróðmar Helga- son gerðu rannsókn á nýgengi meðfæddra hjartagalla á íslandi árin 1986-1989 og reyndist það vera um 1,1% (1). Var því kjörið að kanna nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum í sama þjóðfélagi og að hluta til á sama tímabili og bera saman við niðurstöður þeirra. Hérlendis fæddust á árunum 1986-1995, að báðum árum meðtöldum, 44.562 lifandi börn (12). Af þeim voru 1089 börn tvíburar (13). Ef tekið er mið af nýgengistölum fyrir meðfædda hjartagalla sem eru á bilinu 0,8-1,1% ættu um 9-12 tvíburar sem fæddir eru á tímabilinu að vera með meðfæddan hjartagalla. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum fæddum á íslandi á 10 ára tímabili, frá árinu 1986 til ársins 1995. Voru þær niðurstöður síð- an notaðar til að bera saman nýgengi og dreif- ingu meðfæddra hjartagalla hjá öllum börnum annars vegar og tvíburum hins vegar. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum tvíburum fæddum á íslandi á árunum 1986- 1995, að báðum árum meðtöldum, sem greinst hafa með meðfæddan hjartagalla og er rann- sóknin því afturskyggn. Upplýsingar fengust frá Hagstofu Islands um alla tvíbura fædda á tímabilinu. Þar sem ekki eru til upplýsingar um það svo óyggjandi sé hvort tvíburarnir í þessari rann- sókn eru eineggja eða tvíeggja voru þeir flokk- aðir eftir því hvort pörin voru drengjapör, stúlknapör eða pör þar sem annað barnið var drengur en hitt stúlka. Með þessari aðferð má gera grófa nálgun á samsetningu hópsins til að meta hvernig dreifingu hjartagalla er háttað rneðal eineggja og tvíeggja tvíbura. Við skilgreiningu á meðfæddum hjartagalla var stuðst við alþjóðaflokkunarkerfið ICD-9 (International Classification of Diseases, WHO, Genf 1978), númer 745-747 að báðum númerum meðtöldum. Skráin yfir tvíbura frá Hagstofu íslands var borin saman við sjúkraskrár frá sérfræðingum í hjartasjúkdómum barna og greiningar sem fengist hafa við hjartaómanir á börnum fædd- um á tímabilinu. Einnig var fengin skrá frá sjúklingabókhaldi Ríkisspítala yfir öll börn sem legið höfðu á Landspítalanum á árunum 1986-1996 og fengið höfðu greininguna með- fæddur hjartagalli. Var skráin borin saman við tvíburaskrána frá Hagstofunni. Pannig fengust upplýsingar um alla lifandi fædda tvíbura á þessu 10 ára tímabili sem greinst höfðu með meðfæddan hjartagalla. Flest barnanna voru einungis með einn hjartagalla og fengu þar af leiðandi eina sjúk- dómsgreiningu. I þeim tilvikum þar sem um tvo galla var að ræða var sá alvarlegri, eða sá sem barnið hafði verið meðhöndlað vegna, tal- inn sjúkdómsgreining þess barns. Hefði barn þrjár eða fleiri greiningar flokkaðist það sem barn með flókinn hjartagalla (complex congen- ital heart disease). Meðfæddum hjartagöllum var skipt í tvo flokka í þeim tilgangi að leggja mat á alvarleika þeirra. Annars vegar var um að ræða væga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.