Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 20
806 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Cases 14-] 1 2-3 4-6 7-12 4-6 7-12 13-24 Age 4--------------------------------------► Weeks Months Fig. 4. Age of ihe twins at diagnosis of the congenital heart disease. ur eða 1,100 og kynjahlutfall barna með hjarta- galla í viðmiðunarhópi var 1,07 (1). Þó þessi munur sé umtalsverður er hann ekki marktæk- ur (x=3,2; p<0,l og >0,05). 4. Samsetning tvíburahópsins: Lifandi fædd- ir tvíburar á tímabilinu voru sem áður segir 1089. Þeir tilheyra 551 tvíburapari. Andvana fæddir tvíburar (eða löngu dáin fóstur) voru því 13 á tímabilinu. Tvíburapörin sem ýmist eru drengjapör (D- D), stúlknapör (S-S) eða drengur og stúlka (D-S) skiptust með þeim hætti að 200 pör voru D-S (36,3%), 183 pör voru D-D (33,2%) og 165 pör voru S-S (29,9%). Tvíburar með hjartagalla skiptust þannig að 12 af 35 voru D-S (34%), þar af eitt parþar sem bæði systkinin úr pari voru með hjartagalla. Annað þeirra var með flókinn galla (Shones heilkenni) en hitt með vanþroska vinstri hjartahelming. Níu af 35 voru D-D (26%) og 14 af 35 voru S-S (40%), þar af tvö pör þar sem báðar systurnar voru með hjartagalla, hjá öðru parinu voru báðar systurnar með op á milli gátta en í hinu tilvikinu var önnur systranna með op á milli gátta en hin með op á milli slegla. Tvíburarnir 35 tilheyrðu 32 pörum. Því voru báðir tvíburarnir með hjartagalla í þremur til- vikum, sem samsvarar 9,4% tilvika. í tveimur þeirra var um S-S par að ræða en í einu þeirra D-S par. 5. Greining: Á mynd 4 sést hve gömul börnin voru þegar hjartagallinn greindist. Algengast var að gallinn greindist á fyrstu sjö dögunum eftir fæðingu en á því tímabili greindust 13 börn. Einungis tvö börn greindust með hjarta- galli eftir sex mánaða aldur. Af börnunum 15 með alvarlegan hjartagalla greindist gallinn hjá níu á fyrstu viku eftir fæð- ingu, hjá fjórum á aldrinum þriggja vikna til fjögurra mánaða en hjá tveimur börnum eftir eins árs aldur en þau reyndust bæði vera með opna fósturæð. 6. Meðferð: Meðhöndlun hjartagallanna var fólgin í skurðaðgerðum, hjartaþræðingum eða lyfjagjöfum. Af 15 tvíburum með alvarlegan hjartagalla höfðu 12 gengist undir samtals 15 hjartaaðgerð- ir. Algjöran bata hlutu átta börn en fjögur létust. Eitt barn var meðhöndlað í hjartaþræðingu og 10 höfðu fengið lyf en aðeins eitt þeirra hefur enn ekki farið í aðgerð. Tvö barnanna fengu enga meðferð (létust á fyrsta sólar- hring). Við athugun á aldri barnanna við hjarta- skurðaðgerð kom í ljós að sjö börn fóru í að- gerð fyrir sex mánaða aldur en fimm börn eftir 12 mánaða aldur. Þriðjungur aðgerðanna var gerður á íslandi en hinar í London eða Boston. 7. Dánartölur: Meðal 35 tvíbura með með- fæddan hjartagalla eru sex látnir. Þau börn voru öll með alvarlegan hjartagalla og létust af völdum hans. Því létust sex af 15 börnum með alvarlegan hjartagalla (40%). Fjögur barnanna höfðu þá gengist undir hjartaaðgerðir, þrjú þeirra undir tvær aðgerðir hvert. Tvö börn dóu strax á fyrsta degi án með- höndlunar. Tvö börn voru á aldrinum þriggja til sex mánaða er þau létust, bæði skömmu eftir hjartaskurðaðgerð og tvö dauðsföll urðu á börnum á aldrinum 15-18 mánaða, annað lést skömmu eftir aðgerð en hitt dauðsfallið var síðkominn dauði vegna hjartasjúkdómsins. Niðurstöður úr rannsókn Gunnlaugs Sigfús- sonar og Hróðmars Helgasonar um dánartölur barna með meðfæddan hjartagalla voru þær að 17 af 99 börnum með alvarlegan hjartagalla létust, þar af 13 af völdum hjartasjúkdómsins (13%) (1). Samanburður við þeirra niðurstöð- ur sýndi að hér er um marktækan mun að ræða X2=9,23; p<0,005). Umræða Fjöldi tvíbura með meðfæddan hjartagalla: Rannsókn þessi, sem náði til allra tvíbura sem fæddir eru á Islandi á árunum 1986-1995, leiddi í ljós að nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum var 3,2%. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum sé þrefalt hærra en hjá viðmiðunarhópum. Aðrar rannsóknir hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.