Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 20

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 20
806 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Cases 14-] 1 2-3 4-6 7-12 4-6 7-12 13-24 Age 4--------------------------------------► Weeks Months Fig. 4. Age of ihe twins at diagnosis of the congenital heart disease. ur eða 1,100 og kynjahlutfall barna með hjarta- galla í viðmiðunarhópi var 1,07 (1). Þó þessi munur sé umtalsverður er hann ekki marktæk- ur (x=3,2; p<0,l og >0,05). 4. Samsetning tvíburahópsins: Lifandi fædd- ir tvíburar á tímabilinu voru sem áður segir 1089. Þeir tilheyra 551 tvíburapari. Andvana fæddir tvíburar (eða löngu dáin fóstur) voru því 13 á tímabilinu. Tvíburapörin sem ýmist eru drengjapör (D- D), stúlknapör (S-S) eða drengur og stúlka (D-S) skiptust með þeim hætti að 200 pör voru D-S (36,3%), 183 pör voru D-D (33,2%) og 165 pör voru S-S (29,9%). Tvíburar með hjartagalla skiptust þannig að 12 af 35 voru D-S (34%), þar af eitt parþar sem bæði systkinin úr pari voru með hjartagalla. Annað þeirra var með flókinn galla (Shones heilkenni) en hitt með vanþroska vinstri hjartahelming. Níu af 35 voru D-D (26%) og 14 af 35 voru S-S (40%), þar af tvö pör þar sem báðar systurnar voru með hjartagalla, hjá öðru parinu voru báðar systurnar með op á milli gátta en í hinu tilvikinu var önnur systranna með op á milli gátta en hin með op á milli slegla. Tvíburarnir 35 tilheyrðu 32 pörum. Því voru báðir tvíburarnir með hjartagalla í þremur til- vikum, sem samsvarar 9,4% tilvika. í tveimur þeirra var um S-S par að ræða en í einu þeirra D-S par. 5. Greining: Á mynd 4 sést hve gömul börnin voru þegar hjartagallinn greindist. Algengast var að gallinn greindist á fyrstu sjö dögunum eftir fæðingu en á því tímabili greindust 13 börn. Einungis tvö börn greindust með hjarta- galli eftir sex mánaða aldur. Af börnunum 15 með alvarlegan hjartagalla greindist gallinn hjá níu á fyrstu viku eftir fæð- ingu, hjá fjórum á aldrinum þriggja vikna til fjögurra mánaða en hjá tveimur börnum eftir eins árs aldur en þau reyndust bæði vera með opna fósturæð. 6. Meðferð: Meðhöndlun hjartagallanna var fólgin í skurðaðgerðum, hjartaþræðingum eða lyfjagjöfum. Af 15 tvíburum með alvarlegan hjartagalla höfðu 12 gengist undir samtals 15 hjartaaðgerð- ir. Algjöran bata hlutu átta börn en fjögur létust. Eitt barn var meðhöndlað í hjartaþræðingu og 10 höfðu fengið lyf en aðeins eitt þeirra hefur enn ekki farið í aðgerð. Tvö barnanna fengu enga meðferð (létust á fyrsta sólar- hring). Við athugun á aldri barnanna við hjarta- skurðaðgerð kom í ljós að sjö börn fóru í að- gerð fyrir sex mánaða aldur en fimm börn eftir 12 mánaða aldur. Þriðjungur aðgerðanna var gerður á íslandi en hinar í London eða Boston. 7. Dánartölur: Meðal 35 tvíbura með með- fæddan hjartagalla eru sex látnir. Þau börn voru öll með alvarlegan hjartagalla og létust af völdum hans. Því létust sex af 15 börnum með alvarlegan hjartagalla (40%). Fjögur barnanna höfðu þá gengist undir hjartaaðgerðir, þrjú þeirra undir tvær aðgerðir hvert. Tvö börn dóu strax á fyrsta degi án með- höndlunar. Tvö börn voru á aldrinum þriggja til sex mánaða er þau létust, bæði skömmu eftir hjartaskurðaðgerð og tvö dauðsföll urðu á börnum á aldrinum 15-18 mánaða, annað lést skömmu eftir aðgerð en hitt dauðsfallið var síðkominn dauði vegna hjartasjúkdómsins. Niðurstöður úr rannsókn Gunnlaugs Sigfús- sonar og Hróðmars Helgasonar um dánartölur barna með meðfæddan hjartagalla voru þær að 17 af 99 börnum með alvarlegan hjartagalla létust, þar af 13 af völdum hjartasjúkdómsins (13%) (1). Samanburður við þeirra niðurstöð- ur sýndi að hér er um marktækan mun að ræða X2=9,23; p<0,005). Umræða Fjöldi tvíbura með meðfæddan hjartagalla: Rannsókn þessi, sem náði til allra tvíbura sem fæddir eru á Islandi á árunum 1986-1995, leiddi í ljós að nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum var 3,2%. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum sé þrefalt hærra en hjá viðmiðunarhópum. Aðrar rannsóknir hafa

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.