Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 825 mál af hennar völdum. Við ávanabindingu eru einhver þrjú af eftirfarandi sjö einkennum til staðar. Aukið þol, fráhvarfseinkenni, meiri neysla eða yfir lengri tíma en ætlað var (stjórn- leysi), löngun eða vangeta til að draga úr neyslu, miklum tíma er eytt í öflun eða neyslu áfengis, dregið er úr mikilvægum athöfnum eða þeim hætt vegna áfengisneyslu eða að drykkju er haldið áfram þrátt fyrir vitneskju um neikvæðar afleiðingar hennar. Sumar skilgreiningar áfengismisnotkunar hafa verið það víðar að not við greiningu hafa takmarkast við þann hóp áfengissjúklinga sem gróflega misnotar áfengi (9). Greiningin er erf- ið því fólk hefur tilhneigingu til að fela mis- notkun sína. Þegar áfengismisnotkun er ekki augljós getur greiningin farist fyrir ef viðkom- andi segir ekki sjálfur frá neyslumynstri sínu eða afleiðingum neyslunnar (16). Æskilegt er að geta greint áfengismisnotkun á frumstigi, áður en áfengisneysla og vandkvæði henni tengd eru komin á það stig að hún hefur leitt til alvarlegra fylgikvilla. Því er full þörf fyrir greiningartæki sem getur greint sjúkdóminn á frumstigi. Það auðveldar væntanlega meðferð- ina. Rannsókn okkar sýnir að 59,3% svarenda neyta áfengis og að 16% áfengisneytenda (9,5% svarenda) hafa eitt einkenni eða fleiri af 13 sem bent geta til áfengismisnotkunar. Við höfum valið að halda í þá hefð að skilgreina einstakling sem áfengismisnotanda ef þrjú einkenni eða fleiri af átta eru fyrir hendi (4,5). Teljast því alls 2,6% áfengisneytenda (1,5% svarenda) misnotendur. Einkennaþrenning ávanabindingar finnst meðal 1,3% áfengis- neytenda (0,8% svarenda). Meðaltöl blóðprófa hjá hópnum sem ekki svaraði (6,1%) skera sig ekki marktækt frá meðaltölum blóðprófa annarra hópa, en þó er gamma glútamýl transferasi að meðaltali hærra hjá þessum hópi en hjá hópum áfengisneyt- enda og bindindiskvenna. Meðalaldur (23,6 ár) þess hóps sem hafði einkenni um misnotkun var ekki marktækt frá- brugðinn meðalaldri (24,6 ár) annarra áfengisneytenda, þegar áfengis var neytt fyrsta sinni. Þetta samræmist því sem fundist hefur annars staðar (17). Einungis þriðjungur (31,5%) áfengisneyt- enda neytir áfengs bjórs (tafla II) en um tvöfalt fleiri neyta léttra vína (70,7%) eða sterks áfengis (67,6%). Oftast erum að ræða neyslu á bilinu 1-5 skammta hverju sinni. Neysla á stærri skömmtum fannst nánast eingöngu með- al neytenda sterks áfengis. Stórdrykkja fannst einungis meðal 1,4% áfengisneytenda og ein- ungis meðal þeirra sem neyta sterks áfengis. Stórdrykkja fannst mun oftar meðal kvenna við áfengisrannsóknirnar 1974 og 1984 eða hjá 5,1% áfengisneytandi kvenna fyrra árið og 6,1% áfengisneytandi kvenna seinna árið (3). Afengisneysla er talin vera vandamál (tafla I) af 2,7% áfengisneytenda. Þetta er lykil- spurning enda er algengi hennar í samræmi við algengi misnotkunar samkvæmt fyrri skim- prófum (3,7). Ljóst er að misnotkunareinkennin sem talin eru upp í töflu I eru misnæm til greiningar. Meðal annars bentu Skinner og félagar á hversu meiðsli tengd áfengisneyslu geta verið sterk vísbending um áfengismisnotkun (18). Tvöfalt stærri hópur (6%) hefur leitað sér aðstoðar. Við rannsóknirnar 1974 og 1984 reyndust mun færri hafa leitað sér aðstoðar eða 2,2% neytenda (1,8% svarenda) fyrra árið og 2,9% neytenda (2,6% svarenda) seinna árið (5), enda fjölluðu þær um fólk undir sextugu og meðferðarframboð þá ekki orðið jafnmikið og síðar. Athyglisvert er að 8,7% áfengisneytenda segjast hafa fundið til sektarkenndar eftir drykkju (tafla I). Fleiri svara þessari spurningu játandi en nokkurri annarri. Líklega er hér um blandaðan hóp áfengismisnotenda og annarra að ræða. Þrjú einkenni eða fleiri af 13 fundust meðal 4,5% áfengisneytenda (2,7% svarenda). Jón G. Stefánsson og félagar (12) fundu heldur lægra (1,9%) algengi misnotkunar hjá konum en í þeirra úrtaki voru konur á aldrinum 55-57 ára og greiningaraðferð var önnur. Ef við drögum mörkin við tvö einkenni eða eitt myndi það gefa hærra hlutfall áfengismisnot- enda meðal svarenda, 4,9% ef miðað er við tvö einkenni og 9,5% ef miðað er við eitt. Fjögur einkenni eða fleiri af 13 fundust með- al 3,2% áfengisneytenda. Þetta er álíka stór hópur og sá sem telur neyslu sína vera vanda- mál. Þegar miðað er við þau átta einkenni sem stuðst var við í áfengisrannsóknunum 1974 og 1978 finnast þrjú eða fleiri hjá 2,6% áfengis- neytenda (tafla III). Þetta er nokkru lægra hlutfall en fannst við fyrri rannsóknirnar. Með- al fólks á aldrinum 20^19 ára reyndust 7,3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.