Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 22
808 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 ari meðal drengja en stúlkna, með kynjahlut- fall um 1,2 (1,10). í Baltimore-Washington rannsókninni sem gerð var á tvíburum með hjartagalla (4) og í rannsókn Kalléns (5), voru stúlkur í hópi tvíbura með hjartagalla mark- tækt fleiri en stúlkur með hjartagalla meðal einbura sem samrýmist niðurstöðum þessarar rannsóknar. Samsetning tvíburahópsins: Samsetning tví- burahópsins með hjartagalla er ekki frábrugð- in því sem búast má við, miðað við að um þriðjungur allra tvíbura eru eineggja en tveir þriðju tvíeggja (21). Öll D-S pör eru tvíeggja og einnig um helmingur D-D og S-S para. Helm- ingur D-D og S-S para er því eineggja. Ef fleiri eineggja tvíburar en tvíeggja væru með hjarta- galla ætti það að koma fram í stærri hluta tví- bura af sama kyni. Niðurstöður þessarar rannsóknar renna ekki stoðum undir að hjartagallar séu algengari hjá eineggja tvíburum. Augljósir annmarkar eru að vísu þeir að ekki eru til upplýsingar um hverjir tvíburanna eru eineggja og hverjir tví- eggja og er því aðeins um að ræða mat miðað við viðurkennd hlutföll eineggja og tvíeggja tvíbura. Eineggja tvíburar eða tvíburar af sama kyni voru ekki óeðlilega stór hluti tvíbura með hjartagalla í Baltimore-Washington rannsókn- inni (4) eða í rannsókn sem gerð var á fæðing- argöllum í norskum börnum (8) og styðja þær rannsóknir niðurstöður þessarar rannsóknar. Aðrir rannsakendur hafa hins vegar fengið þær niðurstöður að meðfæddir hjartagallar séu fyrst og fremst algengari meðal eineggja tví- bura eða tvíbura af sama kyni, en tíðnin meðal tvíeggja tvíbura sé áþekk því sem hún er meðal einbura (6,7,9). Aukin tíðni meðal eineggja tvíbura gæti þýtt að erfðir skiptu meginmáli í tilurð hjartagalla en séu eineggja tvíburar ekki frekar með hjartagalla en þeir sem eru tvíeggja bendir það jafnvel frekar í átt til umhverfisáhrifa. Greining og meðferð: Aldur tvíburanna við greiningu er algjörlega sambærilegur við aldur barnanna í viðmiðunarhópnum við greiningu (1). Tveir augljósir toppar koma fram. Annars vegar á fyrstu vikunni eftir fæðingu og hins vegar við tveggja til þriggja mánaða aldur. Tvíburar eru ekki meðhöndlaðir á annan hátt en önnur börn með hjartagalla. Algengast er að gera hjartaskurðaðgerð á þeim börnum sem eru með alvarlegan hjartagalla. Eitt barn- anna var meðhöndlað í hjartaþræðingu og er við því að búast að í framtíðinni stækki sá hópur sem fær bót sinna meina með hjarta- þræðingu vegna þeirrar hröðu þróunar sem orðið hefur í þeirri tækni. Dánartölur: Dánartala tvíburanna var hlut- fallslega há, en 40% tvíbura með alvarlegan hjartagalla létust. Þetta er talsvert hærri dánar- tala en meðal barnanna í viðmiðunarhópi sem var 13% (börn sem létust vegna hjartasjúk- dómsins) (1) og er munurinn marktækur. Af sex tvíburum sem létust voru fimm með mjög alvarlegan hjartagalla og áttu litlar lífslík- ur og einn lést vegna fylgikvilla hjartasjúk- dómsins. Tvíburunum virðist því ekki reiða verr af vegna þess að þeir séu frekar fyrirburar og þar af leiðandi veikari fyrir, heldur er hugs- anlegt að þeir fái alvarlegri hjartagalla þó svo að þessi rannsókn hafi ekki leitt það í ljós (lík- lega vegna smæðar tvíburahópsins). Mikilvægt er því að skoða stærri hóp tvíbura með hjarta- galla til að fá svar við þessum þætti rannsókn- arinnar. Framfarir í ómtækni á undanförnum árum hafa gert það mögulegt að greina meðfædda hjartagalla fyrir fæðingu og framkvæma fóstur- eyðingu ef um mjög alvarlegan galla er að ræða. Þetta fækkar alvarlegum hjartagöllum í hópi lifandi fæddra einbura (viðmiðunarhópi) en ef til vill síður í hópi tvíbura því áhættusam- ara er að framkalla fósturlát í tvíburameð- göngu vegna tilvistar hins tvíburans. A því tímabili sem þessi rannsókn náði yfir var ekki framkvæmt fósturlát vegna hjartagalla á nein- um tvíbura. Lokaorð Rannsókn þessi hefur leitt í ljós að hjarta- gallar eru mun algengari meðal tvíbura en hjá viðmiðunarhópi, auk þess sem veruleg aukn- ing varð á nýgengi hjartagalla á seinni hluta rannsóknartímabilsins. I Ijósi niðurstaðna þessarar rannsóknar virð- ist full ástæða til að rannsaka framskyggnt alla tvíbura við fæðingu til að skera úr um hverjir eru eineggja og hverjir tvíeggja, skrá hverjir eru getnir með tæknifrjóvgun og skrá svo alla hjartagalla í tvíburunum. Slík rannsókn gæti ef til vill gefið skýrari svör hvað varðar hlut ein- eggja og tvíeggja tvíbura í hópi barna með meðfæddan hjartagalla, auk þess að svara spurningunni um möguleg áhrif tæknifrjóvg- ana. Þá þyrfti að athuga hvort jafnframt hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.