Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 63
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 845 „Já, ég tel að á næstu árum muni fjárframlög til sjúkrahús- anna í enn meiri mæli fara eftir þeirri þjónustu sem veitt er. Við verðum alltaf með fjárhags- ramma í heilbrigðisþjónustunni eins og öðrum rekstri. Vissu- lega hafa nágrannaþjóðir okkar gert ýmsar breytingar til þess að halda betur utan um fjárhag heilbrigðisþjónustunnar og ýmsar leiðir hafa verið farnar. Það er kannski með þetta eins og annað að engin ein leið er algóð og enginn „stóri sannleik- ur“ er til. Par sem greiðslur hafa alfarið fylgt sjúklingi er boðið heim hættu á oflækningum og hvati til afkasta verður of mikill. Þegar beitt er kerfi fastra fjár- laga er hinsvegar hætta á að hvatinn verði ekki nægur en í sífellt meira mæli fá sjúkrahúsin nú fjárframlög eftir því hvaða þjónustu þau veita. Sú endurskoðun sem fram hefur farið á sjúkrahúsunum á landsbyggðinni miðar að því að meta þjónustuna á hverjum stað og auka síðan samhæfingu þeirra. Ég get líka nefnt í þessu sambandi að þegar ný starfsemi hefur farið í gang, svo sem hjartarannsóknastofan á Land- spítalanum, þá er henni að sjálf- sögðu tryggt aukið fjárframlag og þar með er viðurkennt að aukin þjónusta hafi í för með sér aukinn kostnað. En ríkisvaldið verður að hafa kostnaðar- ramma í heilbrigðiskerfinu sem á öðrum sviðum enda er nánast hægt að veita ótakmarkaða þjónustu og stöðugt gera meira og hraðar. Ég sé fyrir mér á næstu árum þá meginbreytingu á fjárlagakerfinu að farið verði nánar ofan í hvaða þjónusta er veitt á hverjum stað, þjónustu- þættir kostnaðargreindir í mun ríkara mæli en hingað til og fjár- magnsþörfin endurmetin í meira mæli með hlutlægum mælikvörðum.“ Ráðuneytið nær vettvangi I sumar og haust hefur ráðu- neytið fengið héraðslækna í tímabundin verkefni og segir ráðherra það hafa gefist vel. „Ég kallaði þá til ráðgjafar og vinnu að sérstökum verkefnum. Stefán Þórarinsson héraðslækni á Austurlandi til að vinna áfram að tillögum sem hann hefur mótað um stækkun þjónustu- svæða og sameiningu stjórna heilsugæslustöðva á Austur- landi og Svein Magnússon hér- aðslækni á Reykjanesi til að vinna að framkvæmd stefnu- mótunar í málefnum heilsugæsl- unnar sem kynnt var í fyrra. Þetta er aðferð sem ég tel að verði beitt áfram til að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem næst eru vettvangi til stefnu- mótunar og stjórnunar. Með þessum hætti getur ráðuneytið nýtt staðarþekkingu og reynslu til að koma umbótum fram enda oft haft á orði, með réttu eða röngu, að skorti á að nægur skilningur og þekking á stað- háttum sé til staðar þegar ákvarðanir eru teknar. Reynsl- an af þessu starfi er mjög góð og mér þykja niðurstöðurnar skyn- samlegar þó erfitt sé að ná ein- róma samstöðu. Það er því ljóst að framhald verður á þessari vinnutilhögun í ráðuneytinu.“ Ráðherra segir að Stefán hafi að undanförnu verið að kynna hugmyndirnar fyrir austan og þeim hafi verið nokkuð vel tek- ið. Þær ganga út á að stækka þjónustusvæðin, dreifa vakta- byrði og gera einingarnar stærri og burðugri til stjórnunar, skipulagningar og ákvarðana- töku. Með þessari aðferð er unnt að ná fram aukinni skil- virkni, áhugaverðara vinnuum- hverfi og auknu sjálfstæði stofnananna. Ráðherra minnir á að þetta hafi verið gert í Reykjavík þar sem nú sé aðeins ein stjórn yfir heilsugæslunni og svipað mætti hugsa sér á Vest- fjörðum. „Það er víða verið að sam- eina, til dæmis í atvinnulífinu og nýafstaðnar kosningar um sam- einingu sveitarfélaga og sú þró- un sem er í gangi á þeim vett- vangi sýnir að stjórnendur og al- menningur telur hag sínum betur komið í stærri einingum. Tillögur sem lúta að stækkun þjónustusvæða og sameiningu heilbrigðisstofnana eru af sama toga og lúta sömu lögmálum um betra skipulag, hagræðingu og öflugri og betri þjónustu. Vissu- lega er ákveðin hræðsla ríkjandi þegar kemur að heilbrigðis- þjónustunni og það tel ég eðli- legt því grundvallaratriðið er að þjónustan sé öflug og nálæg. Það tel ég einmitt vera raunina og með þessari aðferð getum við betur tryggt öfluga og fjöl- breytta þjónustu á landsbyggð- inni.“ Samhæfíng og sérhæfíng Ekki er hægt að ræða við heil- brigðisráðherra án þess að minnast á skýrsluna um fram- tíðarsýn, um sameiningu sex sjúkrahúsa á suðvestur-horni landsins. Fyrir liggur að ráðu- neytið vill reyna til þrautar að koma á meiri samvinnu Sjúkra- húss Reykjavíkur og Landspít- alans og vísar ráðherra þar til reynslunnar: „Besta dæmið um slíkar að- gerðir er þegar við gerðum Landakot að öldrunarsjúkra- húsi sem tekur við sjúklingum af bæði Sjúkrahúsi Reykjavíkurog Landspítalanum. Reksturinn þar er hagstæður, ein stofnun sérhæfir sig í umönnun þessara sjúklinga og það sem meira er, sjúklingar eru mjög ánægðir með þjónustuna sem þeir fá. Ég sé því fyrir mér að samhæfing á ákveðnum sviðum geti átt sér stað milli Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landspítalans og verða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.