Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 811 lungnamynden einnig23% neikvæðra. Aðeins 33% jákvæðra fengu nreðferð til að uppræta sýkingu og tóku 88% þeirra lyf í að minnsta kosti sex mánuði. Ályktun: Berklapróf ætti að vera ófrávíkjan- legur hluti af heilbrigðisskoðun innflytjenda ásamt lungnamynd þegar hún á við. Það ætti að veita meðferð gegn berklasmitun oftar en gert er í dag. Inngangur Berklar náðu hámarki á íslandi á fjórða ára- tugi þessarar aldar en eftir það dró verulega úr nýgengi sjúkdómsins. Á síðasta áratugi hefur þó nýgengi berklaveiki aukist aftur víða um heint og á það jafnt við um þróuð lönd sem vanþróuð (1). Helstu þættir sem tengjast þess- ari aukningu eru fátækt, atvinnuleysi, vímu- efnaneysla, faraldur alnæmis og fólksflutning- ar, að ógleymdum minnkandi fjárveitingum til berklavarna. Enginn þessara þátta er viðamik- ill hérlendis nema auknir fólksflutningar. Líkt og erlendis hefur á síðari árurn æ stærra hlutfall nýgreindrar berklaveiki á íslandi greinst hjá einstaklingum af erlendum uppruna (2-4). Árið 1981 bjuggu á íslandi 6195 einstak- lingar sem voru fæddir erlendis en 1996 var samsvarandi tala 11.579. Aukningin er hlut- fallslega meiri frá svæðum þar sem vitað er að mikið er um berkla. Þannig fjölgaði fólki frá Asíu á sama tímabili úr 175 í 1322. Aðrir áhættuþættir en fólksflutningar vega misþungt eftir löndum og tíma (5) og í Banda- ríkjum Norður-Ameríku var til dæmis alnæmi talið skýra um 30-57% af aukningu berklatil- fella á árunum 1985-1992 (6-8). Á íslandi hafa tveir sjúklingar greinst með bæði berklaveiki og alnæmi. Hvert stefnir í þessum málum á íslandi og hvert er nýgengið meðal innflytjenda? Hafa þeir sjúkdóminn við komu eða fá þeir hann síðar? Hafi þeir sjúkdóminn við komu á að vera auðvelt að greina hann og meðhöndla. Komi berklaveiki fram síðar má spyrja hvort unnt hefði verið að fyrirbyggja hana með því að meðhöndla berklasmitun sem oft er til stað- ar við fyrstu rannsókn. Leitað var svara með því að kanna fáanleg gögn um alla innflytjendur sem greinst höfðu með berkla á árunum 1975-1996. Til að skoða málið frá öðru sjónarhorni voru einnig könnuð gögn þeirra sem sóttu um dvalar- og/eða at- vinnuleyfi árið 1995 og fundinn fjöldinn sem greindist með berklasmitun annars vegar og berklaveiki hins vegar. Einnig var kannað hvernig tekist hefði til hjá þeim innflytjendum sem greindust með berklasmitun og féllust á að byrja lyfjameðferð. Efniviður og aðferðir Notuð voru gögn frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur en þar hefur verið færð berkla- skrá um öll berklatilfelli frá 1975. Leitað var innflytjenda sem greinst höfðu með berkla á árunum 1975-1996. Farið var yfir berklaskrá og hún skoðuð með tilliti til uppruna og fæðingar- staðar. Ur gögnum þeirra sem þannig fundust voru eftirfarandi atriði skráð: fæðingarland, lengd dvalar á íslandi, hvort viðkomandi var skoðaður með tilliti til berkla við komu til landsins, niðurstaða þeirrar skoðunar og hvort gripið hafði verið til viðeigandi meðferðar í framhaldi af heilbrigðisskoðun. Innflytjandi er einstaklingur fæddur erlendis sem sótt hefur um atvinnu- og/eða dvalarleyfi á íslandi. Stjórnvöld setja það skilyrði að allir hand- hafar ríkisborgararéttar utan Evrópska efna- hagssvæðisins framvísi læknisvottorði hjá Út- lendingaeftirliti áður en atvinnu- og dvalarleyfi er veitt. Ekki hefur verið sett skilyrði um það á hvaða rannsóknum vottorðin eigi að byggjast heldur hafa læknar verið látnir ráða því sjálfir og vottorðin hafa ekki heldur verið yfirfarin af læknum á vegum Útlendingaeftirlits. Farið var yfir öll ný dvalar- og atvinnuleyfi sem veitt voru árið 1995. Við veitingu dvalar- leyfa það árið reyndust 27% umsækjenda til- heyra Evrópska efnahagssvæðinu og voru und- anþegin vottorðaskyldu og þar með rannsókn- um. Öðrum dvalarleyfum fylgdu vottorð og reyndust þau vera 559 talsins. Þau voru skoðuð og frekari gagna leitað ef á þurfti að halda hjá læknum sem gáfu þau út. Eftirtalin atriði voru skráð: aldureinstaklings, upprunaland, áætlað nýgengi berkla í fæðingarlandi (9), hvort berklapróf hafði verið gert og niðurstaða þess, hvort tekin hafði verið röntgenmynd af lungum og niðurstaða hennar, hvort meðferð hafði verið beitt gegn berklaveiki eða berklasmitun og hvort viðkomandi hafði lokið þeirri með- ferð. Hin hefðbundna ábending fyrirbyggjandi meðferðar við berklasmitun er til staðar ef við- komandi er jákvæður á berklaprófi (10 mm eða meira), er yngri en 35 ára og er frá landi með miðlungs eða hátt nýgengi berkla (10,11). í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.