Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 16

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 16
802 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 stúlkur með hjartagalla í hópi einbura (p<0,01). Hlutfall tvíburapara þar sem báðir voru með hjartagalla var hátt í þeirri rannsókn en það var ekki skilgreint sérstaklega fyrir ein- eggja eða tvíeggja tvíbura. Faraldsfræðileg könnun sem Myrianthopou- los (7) gerði á fæðingargöllum meðal tvíbura sýndi að marktækt fleiri tvíburar en einburar voru með meðfæddan hjartagalla (p<0,001). Lítið var um tvíburapör þar sem báðir tvíbur- arnir voru með hjartagalla. Orsakir meðfæddra hjartasjúkdóma eru í flestum tilvikum óþekktar en líklega er í flest- um tilfellum um að ræða samspil erfða og um- hverfis (11). Tvíburarannsóknir eru að mörgu leyti vel til þess fallnar að hjálpa til við leitina að orsökum. Tvíeggja tvíburar eru erfðafræði- lega jafn ólíkir og hver önnur systkini en þrosk- ast í nánast sama umhverfi í móðurkviði. Ein- eggja tvíburar eru hins vegar erfðafræðilega eins en breytan þar felst í þeim örlitla mun sem er á umhverfi þeirra í móðurkviði. Á íslandi eru að mörgu leyti kjöraðstæður til að kanna nýgengi sjúkdóma á borð við með- fædda hjartagalla. Allar fæðingar, þar með taldar fjölburafæðingar, eru nákvæmlega skráðar. Öll börn sem grunur leikur á að séu með meðfæddan hjartagalla koma til greining- ar og meðferðar á sama stað á landinu og því er gagnasöfnun bæði auðveld og örugg. Greining- artæknin er góð en við greiningu meðfædds hjartagalla er fyrst og fremst stuðst við óm- skoðanir til viðbótar við klínískt mat en gripið til hjartaþræðinga í vafatilvikum. Má því ætla að nákvæmar upplýsingar fáist um alla tvíbura sem greinst hafa með meðfæddan hjartagalla og fæddir eru á íslandi á ofangreindu tímabili. Gunnlaugur Sigfússon og Hróðmar Helga- son gerðu rannsókn á nýgengi meðfæddra hjartagalla á íslandi árin 1986-1989 og reyndist það vera um 1,1% (1). Var því kjörið að kanna nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum í sama þjóðfélagi og að hluta til á sama tímabili og bera saman við niðurstöður þeirra. Hérlendis fæddust á árunum 1986-1995, að báðum árum meðtöldum, 44.562 lifandi börn (12). Af þeim voru 1089 börn tvíburar (13). Ef tekið er mið af nýgengistölum fyrir meðfædda hjartagalla sem eru á bilinu 0,8-1,1% ættu um 9-12 tvíburar sem fæddir eru á tímabilinu að vera með meðfæddan hjartagalla. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna nýgengi meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum fæddum á íslandi á 10 ára tímabili, frá árinu 1986 til ársins 1995. Voru þær niðurstöður síð- an notaðar til að bera saman nýgengi og dreif- ingu meðfæddra hjartagalla hjá öllum börnum annars vegar og tvíburum hins vegar. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum tvíburum fæddum á íslandi á árunum 1986- 1995, að báðum árum meðtöldum, sem greinst hafa með meðfæddan hjartagalla og er rann- sóknin því afturskyggn. Upplýsingar fengust frá Hagstofu Islands um alla tvíbura fædda á tímabilinu. Þar sem ekki eru til upplýsingar um það svo óyggjandi sé hvort tvíburarnir í þessari rann- sókn eru eineggja eða tvíeggja voru þeir flokk- aðir eftir því hvort pörin voru drengjapör, stúlknapör eða pör þar sem annað barnið var drengur en hitt stúlka. Með þessari aðferð má gera grófa nálgun á samsetningu hópsins til að meta hvernig dreifingu hjartagalla er háttað rneðal eineggja og tvíeggja tvíbura. Við skilgreiningu á meðfæddum hjartagalla var stuðst við alþjóðaflokkunarkerfið ICD-9 (International Classification of Diseases, WHO, Genf 1978), númer 745-747 að báðum númerum meðtöldum. Skráin yfir tvíbura frá Hagstofu íslands var borin saman við sjúkraskrár frá sérfræðingum í hjartasjúkdómum barna og greiningar sem fengist hafa við hjartaómanir á börnum fædd- um á tímabilinu. Einnig var fengin skrá frá sjúklingabókhaldi Ríkisspítala yfir öll börn sem legið höfðu á Landspítalanum á árunum 1986-1996 og fengið höfðu greininguna með- fæddur hjartagalli. Var skráin borin saman við tvíburaskrána frá Hagstofunni. Pannig fengust upplýsingar um alla lifandi fædda tvíbura á þessu 10 ára tímabili sem greinst höfðu með meðfæddan hjartagalla. Flest barnanna voru einungis með einn hjartagalla og fengu þar af leiðandi eina sjúk- dómsgreiningu. I þeim tilvikum þar sem um tvo galla var að ræða var sá alvarlegri, eða sá sem barnið hafði verið meðhöndlað vegna, tal- inn sjúkdómsgreining þess barns. Hefði barn þrjár eða fleiri greiningar flokkaðist það sem barn með flókinn hjartagalla (complex congen- ital heart disease). Meðfæddum hjartagöllum var skipt í tvo flokka í þeim tilgangi að leggja mat á alvarleika þeirra. Annars vegar var um að ræða væga

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.