Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 59

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 59
843 Bragi Níelsson Bragi Níelsson Bragi Níelsson er fæddur 16. febrúar 1926 og varð því 71 árs í febrúar síðastliðnum. Flestir sem hér eru saman komnir þekkja Braga býsna vel. Þar sem ég er sennilega sá okkar sem hvað lengst hef unnið með honum bað formaður mig að fara nokkrum orðum um störf hans sem svæfingalæknis. Bragi hætti störfum um síð- ustu áramót og er mér nær að halda að enginn íslenskur svæf- ingalæknir hafi verið í klínískri vinnu jafnlangt fram eftir aldri. Bragi lauk læknaprófi frá Há- skóla Islands 1957 og eftir kan- dídatsár starfaði hann í tæpt ár á Sjúkrahúsi Akraness og eitt og hálft ár sem héraðslæknir í Kirkjubæjarhéraði. Hann ætl- aði sér upphaflega í öldrunar- lækningar og hélt til Kaup- mannahafnar 1960. Hann hefur sagt mér frá því, að þar hafi hann fljótlega byrjað í rann- sóknarprógrammi, á „De Gam- les By“, en á aðeins örfáum mánuðum var drjúgur hluti „materialsins“ farinn til feðra sinna. Braga var þá nóg boðið, þakkaði fyrir sig og ákvað að finna sér annað ævistarf. Hann fór heim á Skaga þar sem hann leiddist smám saman út í svæf- ingar sem auðvitað var ólíkt skemmtilegra. Hann aflaði sér reynslu með sumarafleysingum á sænskum sjúkrahúsum, í Sundsvall, Jönköping og Ván- ersborg-Trollháttan. A árunum 1969 til 1977 starfaði hann með hléum á svæfingadeild Borgar- spítalans og varð sérfræðingur í svæfingum og deyfingum 1977. Samhliða svæfingunum stund- aði Bragi almennar lækningar og var meðal annars heilsu- gæslulæknir í Borgarnesi eftir að hann fékk sérfræðiviður- kenninguna. Árið 1980 varð hann yfirlæknir á svæfingadeild Sjúkrahúss Akraness. Þeirri stöðu gegndi hann til starfsloka. Hann hefur látið mikið að sér kveða í félagsmálum og stjórn- málum og sat meðal annars á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í eitt og hálft ár. Hann var for- maður í þessu félagi 1974-1976 og í stjórn Norræna svæfinga- læknafélagsins, NAF, 1975- 1977. Mér veittist sú ánægja að vinna með Braga vel á sjöunda ár á Sjúkrahúsi Akraness. Hann var góður yfirmaður og á ég margar góðar minningar frá samstarfi okkar. Ég fagna því mjög að hann skuli nú gerður að heiðursfélaga og sakna nærveru hans á þessari stundu. Málþing um svæfingar á landsbyggðinni í tengslum við ársþing Svæf- ingalæknafélags Islands, sem haldið var í byrjun október, var boðað til umræðufundar um framtíð svæfinga á landsbyggð- inni. Til fundarins var boðið ýmsum aðilum sem málið varð- ar, meðal annars framkvæmda- stjórum og skurðlæknum sjúkrahúsa á landsbyggðinni og aðilum í yfirstjórn heilbrigðis- mála. Þátttakendur voru 35 manns. í ljós kom að mikil þörf var á að taka þetta mál til umfjöllun- ar. Málið var rætt frá ýmsum hliðum og var umræðan mál- efnaleg þótt ekki væru allir sam- mála. Mjög greinilega kom fram á fundinum hvað skurð- stofustarfsemi er háð góðri svæfingaþjónustu. Öruggt er að erfitt verður í framtíðinni að fá svæfingalækna til starfa úti á landsbyggðinni. Aðstoð í ein- hverri mynd frá stóru sjúkra- húsunum er því nauðsynleg. Til þess að svo geti orðið verða stjórnvöld að móti skýra stefnu um það hvar á landsbyggðinni á að halda áfram skurðlækning- um. Fyrr geta stóru sjúkrahúsin ekki stutt við þá svæfingaþjón- ustu sem nauðsynleg verður tal- in þar. Menn voru sammála um nauðsyn þess að halda áfram málefnalegri umræðu um þetta mál og var Svæfingalæknafélag- inu þakkað þetta frumkvæði.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.