Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 6

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 6
274 Ritstjórnargrein LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 274-5 Ölvun og umferðarslys „En óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma" Grímur Thomsen Þannig lýsir þjóðskáldið áhrifum áfengis, þegar þess er neytt í meiri mæli en hóflegt get- ur talist. Löngu er kunn sú staðreynd, að drykk- urinn sá spillir færni manna til að beita huga og höndum með eðlilegum hætti. Þetta á ekki síst við, þegar mannskepnan þarf að hafa stjórn á farartækjum sínum. Þótt mörlandanum hafi þótt lúmskt gaman að þjóðsagnakenndum hæfi- leikum íslenskra hesta til að ganga undir hús- bændum sínum ölvuðum og skila þeim heim í heilu lagi, má ekki gleyma þeim mörgu, sem fallið hafa af baki þarfasta þjónsins eftir að hafa fengið sér í staupinu. Ymsir þeirra skiluðu sér ekki heim og biðu jafnvel fjörtjón af. Hitt mun þó hafa verið fátíðara fyrr á tímum, að hinir drukknu yllu öðrum stórfelldu líkamstjóni nteð reiðlagi sínu. A þessari öld varð annað uppi á teningnum eftir að mönnum tókst að smíða sér farartæki knúin eigin vélarafli. Nú var miklu fleiri hest- um beitt fyrir vagninn en áður var gerlegt, hraðinn jókst og tjónið af slysunum margfald- aðist, ekki síst eftir að bifreiðin varð eign al- mennings og helsti farkostur. Arið 1966 gaf bandaríska samgönguráðuneytið út hina sögu- frægu „hvítu skýrslu”, þar sem afleiðingar um- ferðarslysa voru tíundaðar og umferðarslysum lýst sem „hinum vanrækta sjúkdómi nútíma- þjóðfélagsins”. Einkum beindist athygli manna að alvarlegustu slysunum og svonefndum há- orkuáverkum, sem einatt valda miklum vefja- skemmdum með varanlegu heilsutjóni eða dauða. Staðreyndin er sú, að slys eru ein af al- gengustu dánarorsökum meðal okkar og sú langalgengasta hjá fólki frá frumbernsku fram á miðjan aldur. Flest verða banaslysin í um- ferðinni og af umferðarslysum hljótast flestir háorkuáverkar. Oft má heyra rætt um orsakir umferðarslysa. Bent hefur verið á of hraðan akstur sem skað- vald og hugsanlegar leiðir til að draga úr ofsa- hraða. Fleiri atriði hafa verið höfð til blóra en ef til vill hefur heldur lítið verið rætt um hlut áfengisneyslu í þessum efnum. Mælingar á þéttni etanóls í blóði ökumanna, sem gerðar eru að beiðni lögreglu, gefa mun hærri tölur um tíðni ölvunaraksturs hér á landi en annars stað- ar á Norðurlöndum (1). Hvort tveggja kann að valda hér nokkru, að vandamálið sé algengara hér á landi og að ötullegar sé gengið fram í að ná til hinna seku. Með þéttnimælingum sem þessum telja menn sig fá all góða samsvörum við hið „klíníska ástand” sjúklingsins, það er að segja ölvunareinkenni, og þar með við færni til að stjórna ökutæki. Með mælingum á styrk etanóls í útöndunarlofti iná komast nokkuð nærri hinu sama en þó eru ekki allir á einu máli um, hvort sú aðferð sé nægilega nákvæm. Henni er ekki heldur hægt að beita hjá mikið slösuðum, svo dæmi sé tekið. Hin gullna við- miðun til að meta áhrif áfengis er því og verð- ur áfram blóðþéttnimælingin. Ölvíma spillir dómgreind og hreyfingastjórn hjá fleirum en ökumönnum. Margur góðglaður vegfarandi hefur rambað fótgangandi út á ak- braut á versta tíma og orðið fyrir aðvífandi bif- reið. Einnig hefur athygli manna beinst í vax- andi mæli að ávana- og fíkniefnum öðrum en áfengi. Rannsóknir á hlutdeild þeirra í orsökum slysa eru þó skemmra á veg komnar en rann- sóknir á þætti áfengisins. Reynslan hefur sýnt, að opinberar tölur, sem byggðar eru á lögregluskýrslum, nægja ekki alltaf til að lýsa umfangi þess vanda, sem um- ferðarslys eru. Stundum hefur fólk eitthvað að fela fyrir yfirvaldinu og á það sannarlega einn- ig við um áfengisneyslu í tengslum við umferð- arslys. Oft komast læknar að raun um, að áfengisnotkun hafi átt þátt í slysi en vegna trúnaðarskyldu við sjúklinginn tilkynna þeir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.