Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
279
ferð með stungulyfi í meðferð með töflum en
þau eru; sjúkdómsgreining samrýmanleg með-
ferð í inntöku, meltingarfæri sjúklings starfa
eðlilega, sjúklingur er hitalaus, sjúkdómsein-
kenni í rénum eða horfin og fjöldi hvítfrumna
að færast í eðlilegt horf.
Aœtlun sparnaðar: Sparnaður á mánuði var
fundinn með því að leggja saman allar breyt-
ingar á kostnaði sem hlutust af fyrstu ráðlegg-
ingu um breytingu sem var fylgt og deila í með
tveimur. Þar sem fylgst var með öllum sjúk-
lingum meðan á sýklalyfjameðferð stóð voru
iðulega ráðlagðar fleiri en ein breyting á með-
ferð hvers sjúklings og stundum fleiri en tvær.
Hins vegar var nýr kostnaður í tengslum við
fleiri en eina breytingu á sýklalyfjameðferð
hvers sjúklings ekki reiknaður, heldur aðeins
við þá fyrstu sem gerð var í hverju tilfelli.
Varnandi sýklalyfjameðferð: Könnuð var
varnandi meðferð við skurðaðgerðir í mars
1996, það er fylgni við samþykktar leiðbein-
ingar í lyfjalista Landspítalans 1996 (9) og
reiknaður mismunur á kostnaði milli varnandi
meðferðar sem gefin var og samþykktrar varn-
andi meðferðar. Lyfjalisti Landspítalans er
bæklingur gefinn út af apóteki spítalans og er
ætlaður læknum til aðstoðar við lyfjaávísanir
og öðru starfsfólki til upplýsinga um lyf. Leið-
beiningar um sýklalyfjameðferð, meðal annars
varnandi meðferð fyrir skurðaðgerðir, voru
unnar af sérfræðingum í smitsjúkdómum á
Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur og
samþykktar af yfirlækni handlækningadeildar
Landspítalans. Allar leiðbeiningar um lyfja-
meðferð í lyfjalistanum eru samþykktar af
lyfjanefnd Landspítalans.
Niðurstöður
Fylgni við ráðleggingar: Eitthundrað og
fimmtíu sjúklingar voru meðhöndlaðir með
sýklalyfjum í janúar og febrúar 1996 á fyrr-
greindum fjórum deildum. Sjötíu og fimm pró-
sent sýkinga urðu utan spítala en fjórðungur
innan. Mynd 1 sýnir hvernig sjúklingarnir
dreifðust á deildirnar. Einnig sýnir hún fjölda
og hlutfall ráðlegginga um breytingu á sýkla-
lyfjameðferð á hverri deild og fjölda tilfella og
hlutfall þar sem ráðleggingum var fylgt. Hlut-
fall ráðlegginga um breytingu á sýklalyfjameð-
ferð var hæst á deildum 12-G (74%) og 11-E
(65%) en mun lægra á deildum 11-A (33%) og
11-B (32%). Fylgt var 80-100% tilmæla (mynd
D-
Eðli breytingartillagna: Algengustu tilmæli
um breytingu á meðferð fólu í sér stöðvun
meðferðar (33%), breytingu á skömmtum
(31 %) og breytingu úr stungulyfi í meðferð um
munn (19%). í 17% tilvika var ráðlagt að
skipta um sýklalyf. Astæður þessa voru rækt-
unarniðurstöður (11%), kostnaður (5%) og
annað (1%).
Sparnaður við eftirlit: I töflu I sést lág-
markssparnaður á mánuði sé gert ráð fyrir að
áhrif breytingartillagna um sýklalyfjameðferð
Figure 1. Number of patients, recommendations and recommendations accepted in wards 12-G, 11-A, 11-B and 11-E.