Læknablaðið - 15.04.1998, Side 12
280
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Table I. Savings, calculated in ISK per month.
Recommendation accepted Effects last one day Effects last three days
Antibiotics stopped 28,804 86,412
Change from iv to po 22,006 66,018
Change in dose 15,536 46,608
Change because of culture results 3,458 10,374
Total savings 69,804 209,412
iv = intravenous
po = per os
hafi annars vegar varað í einungis einn sólar-
hring (70.000 kr.) og hins vegar hafi þær haft
áhrif í þrjá sólarhringa (210.000 kr.). Sparnað-
ur gæti því numið frá 840.000 til 2,5 milljóna
króna á ári. Einnig sýnir taflan tölur fengnar á
sama hátt en flokkaðar eftir eðli þeirra breyt-
inga sem gerðar voru.
Varnandi meðferð: A deild 12-G var 23
sjúklingum gefin varnandi meðferð fyrir skurð-
aðgerð í mars 1996. I einu tilfelli (4%) var
meðferðin samhljóma leiðbeiningum í lyfja-
lista Landspítalans frá 1996 (9) en í 22 tilfell-
um (96%) var misræmi þar á milli. Mismunur
kostnaðar varnandi meðferðar sem gefin var og
samþykktrar nam 14.282,65 krónum á mánuði
eða 171.392 krónum á ári.
Umræða
Hér hefur verið lýst framkvæmd og kostnað-
aráhrifum sýklalyfjaeftirlits á Landspítalanum
um tveggja mánaða skeið. Eftirlitinu var vel
tekið af starfsfólki deilda og sýndu bæði lækn-
ar og hjúkrunarfræðingar því áhuga og velvilja.
Líklegt er að framkvæmd eftirlitsins hafi skipt
miklu máli en læknir og lyfjafræðingur gengu
daglega á deildir, auk þess sem ráðleggingar
um breytingar á sýklalyfjameðferð voru skrif-
legar en einnig ræddar við aðstoðarlækna og
stundum beint við sérfræðing. Lögð var áhersla
á að um ráðleggingar væri að ræða en ekki fyr-
irmæli. I samræmi við það var breyting á með-
ferð oft einungis gerð eftir að tilmæli um breyt-
ingar höfðu verið rædd við og samþykkt af sér-
fræðingi.
Hlutfall ráðlegginga var mun hærra á deild-
um 12-G og 11 -E en á deildum 11 -A og 11 -B,
sem eru almennar lyflækningadeildir, og
skýrist það væntanlega af sviði sérfræðinga
sem þar starfa, vandamálum sjúklinganna og
eðli sýklalyfjameðferðarinnar. Eftirlitinu var
ekki beitt um helgar en ekki er ólíklegt að hlut-
fall ráðlegginga hefði jafnvel verið hærra hefði
svo verið.
Fylgt var yfir 90% ráðlegginga á deildunt
12-G, 11-A og 11-B en 80% á deild 11 -E. Skýr-
ingar á lægri fylgni við ráðleggingar á deild 11 -
E tengjast líklega að hluta því að mánuðirnir
tveir sem rannsóknin stóð voru fyrstu mánuð-
irnir sem eftirliti var beitt á deildinni, en það
hafði þá verið í gangi um nokkurra mánaða
skeið á hinum deildunum. Athugun á fyrri hluta
árs 1997 sýndi að á deild 11-E var fylgt 98%
tilmæla um breytingar á sýklalyfjameðferð.
Einnig eru sjúklingar með blóðsjúkdóma oft
mjög veikir, varnir þeirra verulega skertar og
sýklalyfjameðferð í allföstum skorðum.
Algengustu ráðleggingar um breytingar fólu
í sér tilmæli um að hætta sýklalyfjameðferð eða
minnka skammta. Oftast var mælt með að
stöðva meðferð þegar ræktanir voru neikvæðar
eftir 24-48 klukkustundir og/eða annar sjúk-
dómur en sýkingin staðfestur eða talinn líkleg-
asta orsök einkenna sjúklings. Athyglisvert er
að einungis í 5% tilvika ráðlegginga urn breyt-
ingar á meðferð var meginhvatinn að tilmælun-
um kostnaðarlækkun sem breytingin hefði í för
með sér. Flestar breytingatillögur leiddu hins
vegar til lægri kostnaðar við sýklalyfjameð-
ferð. Rétt er þó að taka fram að alloft þegar
ráðlögð var minnkun skammta með tilliti til
sjúkdóms og hvernig sjúklingur hafði svarað
upphafsmeðferð var sparnaðarsjónarmið einnig
haft í huga.
Sýnt var fram á sparnað á bilinu 70-210.000
krónur á mánuði í tengslum við sýklalyfjaeftir-
lit á deildunum fjórum. Mestur sparnaður
tengdist tilmælum sem fólu í sér stöðvun sýkla-
lyfjameðferðar og breytingu á meðferð frá
stungulyfi í inntöku (tafla I). Sérfræðingur í
smitsjúkdómum sinnti sýklalyfjaeftirliti og
vinnu tengdu því í tvær til þrjár stundir á dag.
Sparnaður í kjölfar breytingartillögu sem var
fylgt, var reiknaður í einn dag og þrjá daga, en
áhrifin geta varað lengur og verður sparnaður
þá mun meiri. Aðrir höfundar hafa reiknað
sparnað í tengslum við sýklalyfjaeftirlit með
því að gera ráð fyrir að áhrif breytingatillagna,
sem fylgt er, vari í fimm sólarhringa og telja
það frekar varlega áætlun (10). Breytingar á
fjölda dagskammta (defined daily dose, DDD)
og heildarsýklalyfjakostnaði á deildum 12-G
og 11-A (tafla II) (upplýsingar fengnar úr
gögnum apóteks Landspítalans) styðja sparn-
aðarútreikninga okkar í tengslum við sýkla-
lyfjaeftirlitið. Þar kemur fram að fjöldi dag-
skammta og sýklalyfjakostnaður lækkaði á