Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 16
284
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
ásamt leiðum til úrbóta. Lögð var áhersla á
aukna hreyfingu og minni neyslu fitu og sykurs
í fæði. Veittar voru sérhæfðar leiðbeiningar eft-
ir óskum og metnum þörfum hvers og eins. Við
lögðum áherslu á að meta heildaráhættu hvers
og eins, líta á hvern áhættuþátt í samhengi við
hina og reyna að breyta lífsstíl fólks til lengri
tíma (12-15).
Frá flestum sem mældust með kólesteról yfir
7,0, voru með slagæðasjúkdóm eða rnikla aðra
áhættu var sent blóð í LDL (low density lipo-
protein) kólesteról- og HDL- (high density
lipoprotein) mælingu á rannsóknarstofu Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Ekki voru mældir þríglíseríðar vegna þess að
þátttakendur komu yfirleitt ekki fastandi í mæl-
inguna. Allir greiddu komugjald fyrir viðtal og
mælingu á Heilsugæslustöðinni, auk rannsókn-
argjalds ef blóðsýni var sent á rannsóknarstofu.
Við úrvinnslu var þátttakendum skipt í fimm
hópa og stuðst við niðurstöður samráðshóps á
vegum landlæknis 1995 (5).
Hópur 1: Einstaklingar með tvo eða fleiri
áhættuþætti og kólesteról yfir 6,0.
Hópur 2: Einstaklingar með einn áhættuþátt og
kólesteról yfir 7,0.
Hópur 3: Einstaklingar með einn áhættuþátt og
kólesteról undir 7,0 og með tvo
áhættuþætti og kólesteról undir 6,0.
Hópur 4: Einstaklingar án áhættuþátta en kól-
esteról yfir 6,0.
Hópur5: Einstaklingar án áhættuþátta og kól-
esteról undir 6,0.
Áhættuþættir voru skilgreindir á eftirfarandi
hátt:
1. Lyfjameðferð vegna háþrýstings og/eða end-
urteknar mælingar yfir 160 í efri mörk eða
yfir 90 í neðri mörk.
2. Reykingar nú og/eða meira en 10 pakkaára
reykingasaga.
3. Sykursýki.
4. Þyngdarstuðull yfir 37,0 fyrir karla og yfir
39,0 fyrir konur.
5. Fyrstu gráðu ættingi (foreldri eða systkini)
hafði fengið slagæðasjúkdóm fyrir 50 ára
aldur.
Þátttakendur í hópi 5 voru ekki athugaðir
nánar, en í ágúst 1996 var sent út dreifibréf til
hópa 1-4, alls 84 einstaklinga, og þeim boðið
upp á aðra mælingu og eftirlit. Þrír einstakling-
ar sem þegar voru á blóðfitulækkandi lyfja-
meðferð voru strax undanskildir úr rannsókn-
inni þar sem þeir höfðu fengið margendurtekna
hvatningu til heilbrigðari lifnaðarhátta.
Á tímabilinu október til desember 1996
komu þátttakendur aftur, sumir eftir eina
áminningu símleiðis. Alls mættu 68, 37 karlar
og 31 kona eða 80%. Af þeim 16 sem ekki
mættu voru langflestir eða 11 úr hópi 3.
I seinna viðtalinu var mældur blóðþrýsting-
ur, mælt kólesteról og þátttakendur vigtaðir.
Spurt var um breytingar á lífsstíl síðustu sex til
sjö mánuði eða frá því að fyrra viðtal fór fram.
Skráð var breyting á neyslu fitu og sykurs,
hreyfingu, lyfjameðferð, reykingavenjum og
hvort aðstæður hefðu breyst að öðru leyti.
Tölfræðilegar niðurstöður fengust með t-
prófi og voru unnar í forritinu Statistika.
Niðurstöður
Niðurstöður mælinga á hæð, þyngd, blóð-
þrýstingi og kólesteróli eftir skiptingu í hópa
sjást í töflu I.
í töflu II sjást meðaltöl sömu mælinga fyrir
konur og karla og þau borin saman við lands-
tölur ásamt reykingum. Meðalkólesteról karla
og kvenna mældist lægra en landsmeðaltalið en
Tafla I. Meðalhœð, þyngd, þyngdarstuðull, hlóðþrýstingur og kólesteról Öxfirðinga í aldurshópmun 35-65 ára eftir kyni og
áhœttuhópum.
Hópur Fjöldi Hæö Þyngd Þyngdar- stuöull Slagbils- þrýstingur Hlébils- þrýstingur Kólesteról
1 Karlar 8 176,8 94,9 30,4 129 83 6,8
Konur 5 165,2 95,6 34,9 140 87 8,0
2 Karlar 7 178,7 83,9 26,2 129 81 7,3
Konur 4 163,3 69,8 26,2 130 80 8,1
3 Karlar 24 178,6 82,5 25,9 126 76 5,6
Konur 20 163,8 77,1 28,7 129 78 5,4
4 Karlar 9 179,9 80,1 24,7 122 79 7,1
Konu 7 168,3 80,0 28,2 121 73 7,3
5 Karlar 21 180,0 85,6 26,4 120 74 5,1
Konur 21 165,2 73,1 26,8 114 72 4,8